Fréttablaðið - 04.05.2008, Síða 52
ATVINNA
SUNNUDAGUR 4. maí 2008 2416
Saman náum við árangri
> Járniðnaðarmaður óskast
á gámaverkstæði
Við leitum að dugmiklum og samviskusömum járn-
iðnaðarmanni til starfa á gámaverkstæði Samskipa.
Um er að ræða viðgerðir og viðhald gámaflota fyrir-
tækisins og almenna járnsmíði.
Hæfniskröfur
Umsækjendur þurfa að hafa iðnréttindi í málmiðnaði
og geta rafsoðið með MIG, TIG og pinnasuðum.
Umsækjendur skulu geta unnið sjálfstætt, vera
vandvirkir, sveigjanlegir og hafa frumkvæði. Gerð er
krafa um fagleg vinnubrögð, lipurð í mannlegum sam-
skiptum og þjónustulund. Umsækjendur skulu hafa
hreint sakavottorð og engan fíkniefnaferil.
Áhugasamir Fyllið út starfsumsókn á vef Samskipa, www.samskip.is. (veljið „járniðnaðarmaður – auglýst staða
04.05.08) fyrir 13. maí 2008. Kristinn Jón Arnarson, rekstrarstjóri, veitir allar nánari upplýsingar í síma 458 8570
eða 858 8570. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Viltu breyta til?
Viltu takast á við eitt af mest knýjandi
viðfangsefnum framtíðarinnar?
Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun er nýtt
nám, kennt á Ísafirði við Háskólasetur Vestfjarða.
Nánari upplýsingar: www.hsvest.is
Umsóknarfrestur: 5. júní 2008
Í samstarfi við:
Lj
ós
m
yn
d:
Á
gú
st
G
. A
tl
as
on
Nám í lyfjatækni
með starfi
Boðið verður upp á nám í lyfjatækni með starfi , haustið
2008, ef þátttaka verður næg.
Um er að ræða nám í sérgreinum lyfjatækni sem ekki er
hægt að taka í fjarnámi.
Gert er ráð fyrir tveggja ára námi í Fjölbrautaskólanum við
Ármúla (Heilbrigðisskólanum)
Afganginn af náminu er hægt að taka í fjarnámi.
Kennt verður seinni partinn þrjá daga í viku, tvær klst. í senn.
o Starfsvettvangur lyfjatækna er apótek, lyfjaheildsölur,
lyfjaframleiðslufyrirtæki og aðrar stofnanir lyfjamála.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans á umsóknar-
eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að prenta
eyðublaðið út af heimasíðu skólans, www.fa.is.
Umsókn skal fylgja prófskírteini. Nánari upplýsingar veitir
Bryndís Þóra Þórsdóttir kennslustjóri (binna@fa.is) eða
skólayfi rvöld.
Skólameistari
Laus störf til umsóknar skólaárið 2008-2009.
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu
skólastarfi þar sem einkunnarorðin
SAMVERA, SAMVINNA OG SAMKENND
eru höfð að leiðarljósi ?
• Umsjónarkennari á miðstig og elsta stig
• Dönskukennari á elsta stig
• Íslenskukennari á elsta stig
• Kennari í upplýsingatæknimennt
• Sérkennari - umsjón á elsta stigi
• Sérkennari - umsjón með sérkennslu á miðstigi
-afl eysing í eitt ár
• Íþróttakennari vegna fæðingarorlofs í einn mánuð
frá 5. maí til 5. júní 2008
Upplýsingar veita :
Ásta Steina Jónsdóttir skólastjóri
í síma 525 9200 gsm 692 0233 og
Sigríður Johnsen skólastjóri
í síma 525 9200 gsm 896 8210
• Starfsmenn í Frístundasel - hlutastörf eftir hádegi
Upplýsingar gefur
Dagbjört Brynjarsdóttir forstöðumaður Frístundasels
í síma 896 2682
• Aðstoðarleikskólastjóri leikskóladeildar 5 ára barna
Upplýsingar gefur
Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir í síma 692 4005
Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknareyðublöð liggja á skrifstofu skólans en einnig er
hægt að sækja um á netföngin sigridur@lagafellsskoli.is
og asta@lagafellsskoli.is
Við hvetjum karla jafnt sem konur til þess að sækja um.
Umsóknarfrestur er til 14. maí.
Vertu með í öfl ugum hópi starfsmanna þar sem ríkir
góður starfsandi og vilji til góðra verka.