Fréttablaðið - 04.05.2008, Side 56

Fréttablaðið - 04.05.2008, Side 56
ATVINNA SUNNUDAGUR 4. maí 2008 280 Leiðbeinendur og aðstoðarleiðbeinendur hjá Vinnuskólanum Umhverfi s- og samgöngusvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar 411 1111 fást allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar. Umhverfi s- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar er eitt af sjö fagsviðum Reykjavíkurborgar. Helstu verkefni Umhverfi s- og samgöngusviðs eru: heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit, náttúruvernd og garðyrkja, sorphirða frá heimilum, dýraeftirlit, Vinnuskóli Reykjavíkur, Staðardagskrá 21 og stefnumótunar og þróunarverkefni á sviði umhverfi s- og samgöngumála. Sjá nánar www.umhverfi ssvid.is Vinnuskóli Reykjavíkur á Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur óskar eftir að ráða leiðbeinendur og aðstoðarleiðbeinendur til starfa sumarið 2008. Vinnuskóli Reykjavíkur er útiskóli þar sem starfið gefur einstaka möguleika á að njóta útivistar og eiga þátt í að prýða borgina, Útmörkina og Heiðmörkina. Áhersla er lögð á skapandi starf og fræðslu á vettvangi. Starf leiðbeinanda felst meðal annars í: Að stjórna starfi vinnuskólahóps, kenna nemendum rétt vinnubrögð og verkþætti í starfi, vinna með liðsheild og vera uppbyggilegur í samskiptum við nemendur. Menntunar- og hæfniskröfur leiðbeinanda eru meðal annars þær að umsækjendur verða að vera 22 ára eða eldri og hafa framhaldsskólamenntun. Hafa áhuga til að vinna með ungu fólki ásamt færni í samskiptum. Sjálfstæði, verkvit, og skipulagning eru nauðsynlegir styrkleikar í fari umsækjenda. Starf aðstoðarleiðbeinanda felst meðal annars í: Að aðstoða leiðbeinanda við daglegt starf viðkomandi hóps. Aðstoðar- leiðbeinandi er liðtækur í þau verk sem þarf að vinna að mati leiðbeinanda og hann tekur virkan þátt í starfi hópsins. Hæfniskröfur aðstoðarleiðbeinanda eru meðal annars þær að umsækjendur verða að vera 17 ára og eldri, hafa samstarfsvilja, áhuga á að vinna með ungu fólki og vilja til að ávinna sér nýja þekkingu. Launakjör fara að kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Reykjavíkurborgar. Umsækjendur sækja um rafrænt á sameiginleg- um umsóknarvef borgarinnar: www.vuf.is. Upplýsingar um störfin veitir: Ragna Sigursteinsdóttir, ragna.sigursteinsdottir@reykjavik.is Sími: 4118500. Umsóknarfrestur rennur út 25. maí 2008 VANTAR ÞIG Helgarvinnu? Húsasmiðjan hf. er stærsti söluaðili byggingarvara á Íslandi og í hópi stærstu fyrirtækja landsins. Húsasmiðjuverslanir eru 21 á landsvísu. Í verslunum okkar höfum við á boðstólnum yfir 100.000 vörutegundir. Hjá Húsasmiðjunni starfa að jafnaði um 1000 manns á öllum aldri. Við leggjum mikla áherslu á að starfsmenn eigi þess kost að eflast og þróast í starfi. www.husa.is um Húsasmiðjuna Húsasmiðjan hvetur alla, á hvaða aldri sem er sem vilja starfa hjá traustu og góðu fyrirtæki til að sækja um. Fyrir alla Viltu vinna þér inn aukapening og vinna hjá góðu fyrirtæki? Um er að ræða þjónustu og verslunarstörf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Sendið umsóknir til Guðrúnar Kristinsdóttur, gudrunk@husa.is Einnig er hægt að sækja um störfin á heimasíðu Húsasmiðjunnar - www.husa.is Unnið er á laugardögum 9-18 eða sunnudögum 10-18. STYRKIR Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.