Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.05.2008, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 04.05.2008, Qupperneq 82
26 4. maí 2008 SUNNUDAGUR Mallorca MasterCard Mundu ferðaávísunina! Enska úrvalsdeildin Man. Utd.-West Ham 4-1 1-0 Cristiano Ronaldo (3.), 2-0 Cristiano Ronaldo (24.), 3-0 Carlos Tevez (26.), 3-1 Dean Ashton (28.), 4-1 Michael Carrick (59.). Aston Villa-Wigan 0-2 0-1 Antonio Valencia (52.), 0-2 Antonio Valencia (63.). Blackburn-Derby 3-1 0-1 Kenny Miller (19.), 1-1 Roque Santa Cruz (45.), Jason Roberts (47.), 3-1 Roque Santa Cruz (77.). Fulham-Birmingham 2-0 1-0 Brian McBride (52.), 2-0 Erik Nevland (87.). Middlesbrough-Portsmouth 2-0 1-0 Chris Riggott (40.), 2-0 Sanli Tuncay (53.). Reading-Tottenham 0-1 0-1 Robbie Keane (16.). Bolton-Sunderland 2-0 1-0 El-Hadji Diouf (42.), 2-0 sjálfsmark (83.). STAÐAN Í DEILDINNI Man. Utd 37 26 6 5 78-22 84 Chelsea 36 24 9 3 62-25 81 Arsenal 36 22 11 3 72-31 77 Liverpool 36 19 13 4 64-28 70 Everton 36 18 8 10 52-31 62 Aston Villa 37 16 11 10 69-49 59 Blackburn 37 15 13 9 49-44 58 Portsmouth 37 16 9 12 48-39 57 Man. City 36 15 10 11 44-44 55 West Ham 37 13 9 15 40-48 48 Tottenham 37 11 13 13 66-59 46 Newcastle 36 11 10 15 44-60 43 Wigan 37 10 10 17 34-49 40 M‘brough 37 9 12 16 35-52 39 Sunderland 37 11 6 20 36-58 39 Bolton 37 9 9 19 35-53 36 Fulham 37 7 12 18 37-60 33 Reading 37 9 6 22 37-66 33 Birmingham 37 7 11 19 42-61 32 Derby 37 1 8 28 20-85 11 Sænska úrvalsdeildin Elfsborg-Helsingborg 1-0 Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn fyrir Elfsborg en Ólafur Ingi Skúlason er meiddur. Norska úrvalsdeildin Tromsø-Brann 0-0 Kristján Örn Sigurðsson var í byrjunarliði Brann en var skipt út af í hálfleik fyrir Ólaf Örn Bjarna- son og Gylfi Einarsson lék síðustu tíu mínúturnar. Danska úrvalsdeildin AGF-OB 0-2 Kári Árnason lék allan leikinn fyrir AGF. ÚRSLIT FÓTBOLTI Manchester United komst skrefi nær því að verja titilinn í gær eftir auðveldan 4-1 sigur gegn West Ham. Botnbarátta deildar- innar stendur nú sem hæst og þar er Reading í kröppum dansi ásamt Birmingham en hagur Bolton og Fulham vænkaðist til mikilla muna. Það var sannkallaður meistara- bragur á United á Old Trafford í gær og Cristiano Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins strax á 3. mínútu. Ronaldo fékk þá boltann úti á hægri kantinum, náði óáreitt- ur að koma sér í skotstöðu á hægra vítateigshorninu og Portúgalinn snjalli þakkaði fyrir sig með góðu skoti á nærstöng sem Robert Green átti ekki möguleika á að verja. Ronaldo var aftur á ferðinni á 24. mínútu og skoraði þá sitt 40. mark á tímabilinu og í þetta skipt- ið afgreiddi hann boltann í netið með hnénu eftir fyrirgjöf Owens Hargreaves. Stórskotahríð United hélt áfram tveimur mínútum síðar þegar Carlos Tevez skoraði fallegt mark með þrumuskoti langt fyrir utan teig. West Ham náði þó að svara fyrir sig stuttu síðar þegar Dean Ashton minnkaði muninn með glæsilegri hjólhestaspyrnu og hagur gest- anna vænkaðist enn frekar í lok fyrri hálfleiks þegar Luis Nani fékk að líta rauða spjaldið. Nani skallaði þá Lucas Neill og var réttilega vísað af velli en ástralski varnarmaðurinn var þó ekki alveg saklaus í atvikinu en slapp með skrekkinn. Seinni hálfleikur bauð hins vegar aldrei upp á neina spennu því United sýndi gríðarlegan styrk sinn og stjórnaði leiknum fullkom- lega og engu líkara en West Ham væri leikmanni færra heldur en hitt. Michael Carrick skoraði svo fjórða mark United þegar hálftími lifði leiks en það reyndist síðasta mark leiksins og þægilegur sigur United því í höfn. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, var að vonum sáttur í leikslok. „Þetta var stórkostlegur dagur fyrir Manchester United og þessi leikur undirstrikar bara frábæra spilamennsku okkar í vetur. Við höfum þó ekki unnið neitt enn,“ sagði Ferguson varkár í leikslok. Fallbaráttan harðnar Fulham vann Birmingham 2-0 í sannkölluðum fallbaráttuslag þar sem Brian McBride og Erik Nev- land skoruðu mörkin. Sigur Ful- ham þýddi að félagið komst loks- ins upp úr fallsæti á kostnað Íslendingaliðsins Reading sem tapaði 0-1 gegn Tottenham. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading í leiknum en Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leik- mannahópnum að þessu sinni. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton sem náði í þrjú mikilvæg stig með 2-0 sigri gegn Sunderland en Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópnum. El- Hadji Diouf skoraði á 42. mínútu og Daryl Murphy skoraði sjálfs- mark í lokin og þar við sat. Evrópudraumur Villa úr sögunni? Aston Villa náði ekki að setja pressu á Everton í baráttunni um fimmta sætið og tapaði 0-2 fyrir Wigan sem gulltryggði þar með sæti sitt í deildinni. Luis Antonio Valencia skoraði bæði mörkin. Everton þarf nú aðeins eitt stig úr tveimur leikjum til að tryggja sér fimmta sætið. Hermann Hreiðarsson og félag- ar í Portsmouth töpuðu 2-0 fyrir Middlesbrough sem náðu þar með að tryggja áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni. omar@frettabladid.is United með aðra hönd á titlinum Manchester United vann sannfærandi sigur á West Ham í gær og hefur nú sett pressu á Chelsea sem heim- sækir Newcastle á morgun. Íslendingaliðið Reading er komið í slæma stöðu í botnbaráttunni eftir tap gegn Tottenham en Bolton er í talsvert betri málum eftir sigur liðsins gegn Sunderland. SNILLINGUR Cristiano Ronaldo sýndi enn og aftur snilli sína á Old Trafford í gær og skoraði tvö mörk fyrir United. Ronaldo, sem var kosinn leikmaður tímabilsins af bæði leikmönnum og blaðamönnum, er kominn með 40 mörk í vetur. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Það var mikið um að vera í úrslitakeppni NBA-deild- arinnar í körfubolta í fyrrinótt þar sem Cleveland Cavaliers og Utah Jazz tryggðu sér farseðil- inn í aðra umferð en meistara- efnin í Boston Celtics töpuðu gegn Atlanta Hawks og því þarf oddaleik til að skera úr um hvort liðið kemst áfram. Cleveland sigraði Washington Wizards 105-88 og einvígið því samanlagt 4-2 þar sem enginn annar en LeBron James fór á kostum. James var með þrefalda tvennu, 27 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar en næstir komu Wally Szczerbiak með 26 stig og Daniel Gibson með 22 stig. Þetta var þriðja árið í röð sem Cleve- land slær Washington út úr fyrstu umferð úrslitakeppninn- ar. Utah sigraði Houston Rockets 113-91 og einvígið því samanlagt 4-2 og munaði þar mest um þriðja leikhlutann í leiknum þar sem heimamenn í Utah skoruðu 27 stig á móti 11 stigum gestanna. Utah fékk skell 95-69 í fimmta leiknum í Houston og ætlaði greinilega ekki að láta það koma fyrir aftur. „Þeir jörðuðu okkur á sínum heimavelli í síðasta leik og við mættum því ákveðnir til leiks og kláruðum dæmið,“ sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah, í leikslok í fyrrinótt en Utah mætir LA Lakers í annarri umferð. Það er óhætt að fullyrða að engum hafi dottið í hug að ein- vígi Boston og Atlanta myndi fara í oddaleik eftir að Boston vann tvo fyrstu leikina auðveld- lega en það varð engu að síður staðreynd eftir 103-100 sigur Atlanta í fyrrinótt. Joe Johnson var drjúgur fyrir Atlanta á loka- mínútu leiksins og setti niður þriggja stiga skot og tvö víta- skot. Rajon Rondo reyndi þriggja stiga skot fyrir Boston á lokasek- úndunum sem geigaði og lokatöl- ur eins og segir 103-100 fyrir Atlanta. Sigurvegarinn í odda- leiknum mætir Cleveland í ann- arri umferð. - óþ Ótrúlegir hlutir að gerast í úrslitakeppni NBA: Atlanta kemur enn og aftur á óvart ÓVÆNT Fáir áttu von á því að Atlanta myndi koma til baka gegn Boston eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu en fram undan er oddaleikur. NORDIC PHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.