Fréttablaðið - 04.05.2008, Page 86

Fréttablaðið - 04.05.2008, Page 86
30 4. maí 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? „Hann er búinn að vera syngj- andi og leikandi síðan hann gat talað og labbað. Hann kunni öll ævintýrin utanbókar og fór í karakter. Hann er ofsalega ljúfur þessi elska og má ekkert aumt sjá. Hefur alltaf verið þannig.“ Guðbjörg Stefánsdíttir er móðir Eyþórs Inga Gunnlaugssonar, sigurvegara í Band- inu hans Bubba. Hvað er að frétta? Allt glimrandi gott. Ég frumsýndi Auga fyrir auga á fimmtudaginn, troðfyllti sal 1 í Háskólabíói tvisvar sinnum og fékk rífandi góðar undirtektir. Augnlitur: Annað er blátt og hitt er grænt. Starf: Öll möguleg, ég hef prófað ýmislegt. Og er í skóla. Fjölskylduhagir: Ég á ekki kærustu í augnablikinu, en á frábæra mömmu og góða fjölskyldu. Hvaðan ertu? Ég er borgarbarn, fæddur og uppalinn í Reykjavík. Ertu hjátrúarfullur? Já, ég myndi segja það. Ef það er eitthvað merki- legt að gerast er ég hjátrúarfullur, en ekki hversdagslega. Ef svartur köttur hlypi fyrir mig á frumsýningardegi myndi ég bilast. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Klárlega Næturvaktin, eigum við að ræða það eitthvað? Uppáhaldsmatur: Grjónagrauturinn hans pabba. Fallegasti staðurinn: Ég á mér engan uppáhaldsstað. iPod eða geislaspilari: Ég er geislaspilaramaður. Ég hlusta bara á eina plötu í einu, á hverjum degi, stanslaust, þangað til ég kann hana utan að. Þá er geislaspilarinn betri. Hvað er skemmtilegast? Að gera aðra glaða. Hvað er leiðinlegast? Að valda öðrum vonbrigðum. Helsti veikleiki: Hvað ég á erfitt með að segja nei við fólk. Helsti kostur: Ég læt aðra dæma um það. Helsta afrek: Þessa dagana er það líklega frum- sýningin. Mestu vonbrigðin: Þegar ég fattaði hvað tíminn líður hratt. Hver er draumurinn? Að lifa lífinu hamingju- samur, sama hvað ég tek mér fyrir hendur. Hver er fyndnastur/fyndnust? Úff, Pétur Jóhann og Sveppi eru fyndnustu menn sem ég hef hitt. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þegar fólk heldur einhverju fram, en ég veit betur. Hvað er mikilvægast? Að vera góð manneskja. HIN HLIÐIN ÁRNI BEINTEINN ÁRNASON, LEIKSTJÓRI MEÐ MEIRU Auga fyrir auga fékk rífandi undirtektir Nýtt myndband tenórsins Garðars Thors Cortes við lagið When You Say You Love Me er komið á netið og er hægt að nálgast það bæði á Myspace- síðu hans og á Youtube.com. Lagið verður að finna á væntanlegri plötu Garðars Thors sem heitir einmitt When You Say You Love Me og kemur út 23. júní. Myndbandið er tekið upp að öllu leyti á Eng- landi og sýnir Garðar við upptökur á laginu ásamt sinfóníuhljómsveit, auk þess sem skyggnst er á bak við tjöldin á tónleikaferðalagi hans. Garðar hefur verið duglegur að undanförnu við að kynna plötuna og fram undan hjá honum eru viðtöl við hin ýmsu dagblöð, þar á meðal Sunday Times og Surrey Live Magazine. Einnig mun hann flytja nýja lagið sitt í þættinum This Morning á sjónvarpsstöðinni ITV1 22. maí næstkomandi. Nýtt myndband frá Garðari GARÐAR THOR CORTES Garðar Thor sendir frá sér sína aðra sólóplötu í næsta mánuði. 12.12.1994 Síma- og netfyrirtækin Hive og Sko hafa sameinast og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tilkynnt um nýtt nafn á fyrirtækinu um helgina. Nýja fyrirtækið mun bera hið gamalkunna nafn Tal. Sigmar Vilhjálmsson, sem margir þekkja betur sem Simma í Idol, er markaðsstjóri hins nýja fyrirtækis og hann segir aðspurður Tal vera hið besta nafn en neitar að stað- festa þetta. Til standi að halda fund með starfsmönnum, garðveislu hjá forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónassyni, seinna í dag og þar verði tilkynnt um fyrirhugaðar breyting- ar. Sigmar segir hins vegar ekkert launungarmál að hið nýja síma- fyrirtæki ætli að bjóða notendum þrjátíu prósentum lægra verð en nú tíðkast á heimasímum, gsm- símum og adsl-tengingu. „Við getum það því við erum með minni yfirbyggingu, við skilgrein- um okkur ekki sem tæknifyrirtæki heldur markaðs- og þjónustufyrir- tæki. Kostnaður við framþróun á tæknilegum lausnum er mikill hjá þeim fyrirtækjum sem við stefnum nú ótrauð í samkeppni við: Símann og Vodafone, en við ætlum að sleppa slíku og leggja áherslu á lægri símreikninga,“ segir Sigmar sem var staddur í Flórída þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Hann bendir á að Hive/Sko sé sam- kvæmt reikisamningum að keyra á sama dreifikerfi og Síminn og Vod- afone þannig að um sömu gæði sambands verði að ræða. Teymi á 51 prósenta hlut í Hive/ Sko og Sigmar segir rétt að fyrir- tækið sé að vissu leyti í samkeppni við sjálft sig á markaði en Teymi á einnig ráðandi hlut í Vodafone. „Við lítum þannig á að ekkert sé að því að vera í harðri samkeppni við Voda- fone, ekki frekar en að 24 stundir séu í samkeppni við Moggann eða Bónus við Hagkaup.“ Erfitt hefur reynst nýjum fyrir- tækjum að hasla sér völl á þessum markaði en þar nýtur Síminn ráð- andi stöðu sinnar. Erfitt virðist vera að fá fólk til að færa sig milli fyrirtækja þrátt fyrir ýmis boð um lægri reikninga. Sigmar segir þetta rétt. „En við erum að tala um raun- verulega lækkun símreikninga. Og þegar sími og net eru orðin eitthvað sem menn komast vart af án og orð- inn hlutfallslega hár útgjaldaliður hverrar fjölskyldu hljóta menn að fara að skoða betur reikningana. Og komast að raun um að ekki er svo mikið mál að færa sig á milli ef svo ber undir.“ jakob@frettabladid.is SIGMAR VILHJÁLMSSON: ÆTLAR AÐ LÆKKA SÍMREIKNINGANA Hive og Sko verða Tal SIGMAR VILHJÁLMSSON Markaðsstjóri hins nýja símafyrirtækis segir það raunverulega ætla að lækka símreikningana. Ástin er diskó, lífið er pönk, söng- leikur Hallgríms Helgasonar, var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu á fimmtudaginn. Þar er unglinga- heimur Reykjavíkur í kringum 1980 sýndur í skoplegu ljósi með söng og dans og diskó- og pönklög- um. Í salnum mátti sjá gamla pönkara og „diskara“. Hvernig leist þeim á? „Við hjónin skemmtum okkur bæði mjög vel,“ segir Unnur Steinsson. „Ég var mikið í Holly- wood, tók þátt í fegurðarsam- keppnum og sýndi tískuföt og því endurupplifði ég ákveðið tímabil í lífi mínu í gegnum verkið. Ég held að fólk á mínu reki og yngra muni flykkjast á sýninguna, enda er tón- listin flott og krakkarnir sem leika flottir. Maður á að fara á þessa sýningu með það í huga að maður sé að fara að skemmta sér.“ Unnur er enn á diskólínunni í lífinu: „Pönkið kom og fór en diskóið lifið,“ segir hún. „Það má alltaf hafa gaman af diskóinu og þetta er ennþá aðal- danstónlistin. Pönk hlustaði ég hins vegar ekkert á fyrr en Bubbi startaði Egóinu.“ Skáldkonan Didda var í pönkbandinu Englaryk og samdi texta fyrir Vonbrigði, meðal annars hið sígilda „Ó Reykjavík“. Hún deilir ekki skoðunum Unnar á söngleiknum. „Mér fannst þetta bara lélegt,“ segir hún. „Ég hefði valið öðruvísi í hlutverkin, til dæmis fengið Friðrik Ómar í stað- inn fyrir Sveppa sem diskókóng. Sveppi er álíka sexí og búálfur. Ég hefði skemmt mér betur ef leikar- arnir hefðu verið frá þessu tíma- bili og verið að leika niður fyrir sig í aldri. Mér fannst vanta mikið upp á skilning á attitjúdi pönkar- anna. Það vantaði allt innsæi og virðingu fyrir þessari tónlist, enda sýningin unnin af mönnum sem fengu inngöngu í hvorugan hóp- inn. Þetta var allt voðalega ein- faldað og bara hangið í klisjun- um.“ Didda segist aldrei hafa verið almennilega á móti diskóinu. „Knock on Wood með Amy Stew- art er til dæmis alveg frábært. En pönkið gaf manni brú inn í það að skoða fleira en bara það sem var spilað í útvarpinu.“ - glh Skiptar skoðanir á diskó- og pönksöngleik FLOTT TÓN- LIST, FLOTTIR KRAKKAR Unnur Steinson skemmti sér vel. HANGIÐ Í KLISJUNUM Didda var ekki yfir sig hrifin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.