Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 22
22 23. maí 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS H elsti ágalli gildandi kosningaskipunar og flokkakerfis er sá að kjósendur geta ekki sjálfir við kjörborðið valið á milli borgaralegra ríkisstjórna og vinstri stjórna. Kosturinn er á hinn bóginn sá að unnt er að mynda stjórnir með mjög breiða skírskotun út í sam- félagið þegar mikið liggur við. Sú stjórn sem nú fagnar eins árs afmæli endurspeglar vel þennan pólitíska veruleika. Á þessum tímapunkti er rétt að spyrja hvort myndun hennar hafi verið skyn- samlega ráðin. Lánsfjárkreppan og gengisfall krónunnar er einhver mesta áraun sem ein ríkisstjórn hefur glímt við í langan tíma. Flest bendir til að stjórnin muni standast það próf. Forsætisráðherrann hefur stýrt varnarviðbrögðunum af hyggindum og festu en án upphrópana. Engir brestir eru í samstarfinu um þetta efni. Ekki verður séð að annað stjórnarmynstur hefði verið betur í stakk búið til að glíma við þetta stóra og margþætta viðfangsefni. Stærsta spurningarmerkið í þessu samhengi lýtur að framtíðar- stefnunni í peningamálum. Þar hefur stjórnin ekki enn haft svig- rúm til að leggja trúverðuga línu til að sigla eftir. Sumir líta á ágreining stjórnarflokkanna um nokkur minni háttar mál sem alvarlegan veikleika. Einstakir viðburðir af því tagi eru satt best að segja óhjákvæmilegir fylgifiskar í jafn breiðu stjórnar- samstarfi og hér um ræðir. Í því efni verða menn að vega meiri hagsmuni gegn minni. Sannleikurinn er sá að stjórnin er á stuttum tíma að koma fram mikilvægum skipulags- og kerfisbreytingum og hún hefur fundið lausnir á eldfimum stórpólitískum viðfangsefnum. Nefna má kerfis breytingar í heilbrigðismálum, nýja sveigjanlegri og fram- sæknari skólalöggjöf og sátt um skipan eignarhalds á orku lindum. Þá hefur stjórnin verið einhuga um nýskipan varnarmála með stór- auknum íslenskum umsvifum. Fá dæmi eru um að ríkisstjórn hafi náð saman um svo víðtækar og fjölþættar grundvallar breytingar og lausnir á fyrsta starfsári. Eini vegur stjórnarandstöðuflokkanna til valda er að komast upp á milli stjórnarflokkanna eða gera þeim erfitt fyrir innandyra. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru einfaldlega of smáir til að geta sameiginlega verið sannfærandi ríkisstjórnarkostur. Forystu- mönnum VG hefur tekist að viðhalda þeim mikla styrk sem þeir náðu í síðustu kosningum án þess að færa sig nær miðju stjórn- málanna. Framsóknarflokkurinn er líka í sömu sporunum. En sú staða er þar á móti afar veik. það hlýtur að valda forystu hans áhyggjum. Til marks um árangur stjórnarandstöðunnar má nefna að for- vígismönnum í VG tókst að verða eins konar hughrifavaldur um athafnir svonefndra sexmenninga í borgarstjórnarflokki Sjálf- stæðisflokksins með kunnum afleiðingum. Forystu VG hefur einnig tekist að festa umhverfisráðherrann í málefnanetum sínum. Það er sneggsti bletturinn á stjórnarsamstarfinu. Sú staða felur á hinn veginn líka í sér einstakt sóknarfæri fyrir Framsóknar flokkinn. Stór stjórnarmeirihluti hefur því ekki keflað fámenna stjórnar- andstöðu eins og ýmsir óttuðust. Að öllu virtu er niðurstaðan sú að skynsamlegt var að mynda þessa ríkisstjórn. Hún er vafalaust besti stjórnarkosturinn í núverandi umróti í þjóðarbúskapnum. Á hinn bóginn er stjórnin um margt óskrifað blað þegar til lengri framtíðar er litið. Bolla- leggingar um mögulega tveggja kjörtímabila stjórn eru því ekki raunhæfar eða tímabærar á þessum tímamótum í tilveru hennar. Stjórnarsamstarf á umbrotatíma: Fyrsta árið ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 SPOTTIÐ Ekki sáttur Róbert Marshall, varaþingmaður Samfylkingarinnar, beinir spjótum sínum að gömlu vinnufélögunum á fréttastofu Stöðvar 2 í grein í Fréttablaðinu í gær. Róbert telur, eins og margir aðrir, að fréttastofan hafi stigið út fyrir hlutverk sitt þegar hún tók að minna ítrekað á kosninga- loforð Samfylkingarinnar um breytingar á eftirlaunum ráða- manna. Hann klykkir út með að benda á að Steingrímur S. Ólafsson, fréttastjóri Stöðvar 2, hafi verið upplýsingafulltrúi Halldórs Ásgrímssonar þegar eftirlaunalögin voru sett. Nú hafi hann gert fréttastofuna að þátttak- anda í atburðarásinni. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Róbert er ósáttur við fréttaflutning Steingríms. Hann kunni honum til dæmis litlar þakkir þegar sjónvarps- stöðin NFS riðaði til falls. Þá birti Steingrímur iðulega fyrstu fréttir af atburðarásinni á vefsíðu sinni og virtist oft vita meira um afdrif stöðvarinnar en starfsfólkið sjálft. Er það eðlilegt? Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri hefur látið taka saman minnisblað um ferðakostnað fjörutíu borgar- fulltrúa og vara- borgar- fulltrúa undanfarin þrjú ár. Þetta er liður í viðleitni borgarstjóra til að standa fyrir opinni og gegnsærri umræðu um launamál borgarinnar. Efstur á listanum er Dagur B. Egg- ertsson með ferðakostnað upp á 3,3 milljónir; ferðakostnaður Gísla Mart- eins Baldurssonar er 2,4 milljónir en í þriðja sæti er Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son með tæpar tvær milljónir. Sjálfur rekur Ólafur lestina með engan ferðakostnað. Á fundi borgarráðs í gær lýsti Ólafur því yfir að við þessa skoðun hefði alls ekkert óeðlilegt komið í ljós. Er það svo? Sætir það ekki dálítilli furðu að borgarstjóri skuli einn manna ekki vera með eina einustu krónu í ferðakostnað? bergsteinn@frettabladid.is UMRÆÐAN Anna Pála Sverrisdóttir skrifar um innflytjendamál Bræður og systur, verið velkomin til Íslands! Verið svo innilega velkomin og ég hlakka til að kynnast ykkur. Hlakka til að hjálpast að við að búa til fjölbreyttara, skemmtilegra og betra Ísland til að búa á. Það sem við megum aldrei gleyma þegar við tölum um málefni innflytj- enda, nýbúa, landnema eða hvað sem við viljum kalla hinn fjölbreytta hóp nýrra Íslendinga – er að segja nákvæmlega þetta og segja það hátt og skýrt: Verið velkomin! Velkomin til Íslands! Svo einfalt er það. Fólk flytur til Íslands af mismunandi ástæðum. Sumt kemur kannski hingað einfaldlega til að búa sér betra líf, annað til að vinna tímabundið eða mennta sig, sumt vegna ástvina, enn annað sem flóttamenn. Við þurfum auðvitað að huga að mismunandi þáttum til að mæta þörfum ólíkra hópa. Og það er alveg víst að við þurfum að gera betur að mörgu leyti og að þar þarf stefnumótun og eftirfylgni við málaflokkinn að vera tekin föstum tökum af ríkinu, sveitarfélögum, atvinnu- rekendum og samtökum launþega. Raunar hefur margt gott verið að gerast í þeim efnum undan- farið ár. Það sem mig langar samt mest til að tala um hérna er ekki opinberir aðilar eða lögpersónur heldur fólk. Fólk sem tekur á móti fólki. Sá þáttur sem hefur úrslitaáhrif um aðlögun hlýtur á endanum að vera velvilji og virðing hvers einasta okkar gagnvart nýju fólki. Viljinn til að láta hlutina ganga upp og sjálfstraustið til að takast á við breytingar þannig að þær verði jákvæðar. Þar ber hvert okkar ábyrgð. Annars konar ábyrgð og sérstaklega mikla bera síðan þau sem hafa áhrif á opinbera umræðu, svo sem fjölmiðlar og stjórnmála- fólk. Fjölmiðlar eiga ekki að segja „erlendur maður framdi glæp“ frekar en „Ísfirðingur framdi glæp“. Stjórnmálafólk á ekki að spila á ótta við hið framandi eða óþekkta og búa til ímynduð vandamál og fordóma í tilraunum til að halda flokki sínum inni á þingi. Fiskverkafólk, listamenn eða lög- fræðingar. Íslendingar, Taílendingar, Pólverjar eða Palestínumenn. Það sem sameinar okkur er að við erum öll bara fólk. Það sem við þurfum að passa er tilhneigingin til að skipta fólki svona rosalega í hópa, hugsa hlutina í við-þið og hafa þess vegna á okkur fyrirvara í samskiptum. Við þurfum líka að passa að tala ekki alltaf um „þetta fólk“. Fólk af erlendum uppruna er ekki bara einhver óskilgreindur massi heldur fólk af holdi og blóði, einstaklingar, sem eru ólíkir og hafa ýmislegt fram að færa en glíma líka við vandamál rétt eins og við „afkomendur víkinganna“ sem líka erum ólík innbyrðis. Þannig eigum við að varast að dæma stóra hópa út frá hegðun einstaklinga, heldur takast til dæmis á við félagslegar áskoranir um leið og við að sjálfsögðu spornum gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi eins og annarri. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, eins og hinn rammíslenski Einar Ben orti. Og Reykjavíkur- skáldið Tómas orti um að hjörtum mannanna svipaði saman, hvort sem er í Súdan eða Gríms- nesinu. Höfum þetta tvennt í huga. Njótum hvers annars, hvaðan sem við komum. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna. Systur og bræður − velkomin ANNA PÁLA SVERRISDÓTTIR Læknadeild Háskóla Íslands og Landspítali Háskólasjúkrahús óska eftir heilbrigðum sjálfboðaliðum til þátttöku í rannsókn á kremi og stílum unnum úr lýsi. Þátttakan felur í sér notkun á viðkomandi kremi og stílum tvisvar sinnum á dag í tvær vikur ásamt þremur læknisskoðunum. Greiðsla fyrir þátttöku er 15.000.- kr Rannsóknin er samþykkt af Lyfjastofnun og Vísindasiðanefnd. Áhugasamir vinsamlegast hafi ð samband við Orra Þór Ormarsson lækni email: orriorm@landspitali.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.