Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 30
FÖSTUDAGUR fréttir Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@365.is Forsíðumynd Arnþór Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5491 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 „Ég fékk að vita það rétt fyrir síðustu helgi að samingurinn minn verður ekki fram- lengdur,“ segir Þórunn Högnadóttir en hún hefur ritstýrt þættinum Innlit/Útlit síð- ustu þrjú ár. „Öll inn- lenda framleiðsl- an er að færast yfir til framleiðsludeild- ar Saga Film. Þáttur- inn heldur þó göngu sinni áfram en Arnar Gauti og Nadía munu halda áfram sem kynn- ar þáttarins að því er ég best veit,“ segir Þórunn sem kveður þáttinn sátt þótt ekki liggi fyrir hver muni taka við ritstjórn þáttarins. „Ég hef starf- að við þáttinn í fimm ár og notið þess að starfa með öllu því frábæra fólki sem ég hef kynnst á þessum tíma,“ segir Þórunn og horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Ég er komin með ýmis spennandi verk- efni og tilboð í sigtið og mun nú fara yfir þau í rólegheitunum,“ segir Þórunn sem hefur mikinn áhuga á að halda áfram að starfa við fjölmiðla. Kveður Innlit/Útlit „Já, ég varð fertugur 13. maí síðastliðinn og af því tilefni ákváð- um við að halda grillveislu fyrir vini og fjölskyldu,“ segir hinn nýfertugi Björn Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri NTC, þegar Föstudagur hafði samband við hann. Veislan var haldin úti í garði á heimili Björns og Svövu á Bakka- flötinni í Garðabænum. „Við buðum mörgum gestum til veislunnar og slógum upp tjöldum í garðinum. Veðrið lék við okkur og veislan hefði ekki getað heppnast betur,“ segir Björn en veitingastaðurinn Argentína sá um veisluföngin og kokkar frá þessum rómaða veitinga- stað grilluðu kjöt á staðnum fyrir veislugesti. „Við vorum ekki með stífa dagskrá enda átti þetta bara að vera fyrst og fremst notaleg kvöldstund,“ segir Björn og bætir því við að dansinn hafi verið stiginn langt fram eftir nóttu. „Við fengum DJ frá b5 sem kom og sá um tón- listina og áður en við vissum af hafði myndast dansgólf í tjaldinu og mikil stemming,“ segir Björn en hið eina sem gestirnir voru beðnir að hafa í fartesk- inu var góða skapið. „Fimmtugs aldurinn leggst mjög vel í mig en ég hef alla tíð tekið hverjum nýjum áratug fagnandi enda er ég ekki frá því að það sé hlustað betur á mann eftir því sem árin færast yfir,“ segir Björn að lokum og er strax farinn að hlakka til fimmtugsafmælis- ins. bergthora@frettabladid.is „Ég er að fara að taka við starfi verslunarstjóra Habitats,“ stað- festir hönnuðurinn Guðlaug Hall- dórsdóttir betur þekkt sem Gulla í Má mí mó. Þegar verslunin flutti í nýtt húsnæði á dögunum í Holta- görðum aðstoðaði hún eigendur Habitat við að staðsetja nýju búð- ina. „Þrátt fyrir að hafa starfað að hönnun í áraraðir þekkti ég ekki vel til verslunarinnar og þeirri vönduðu hönnunarvöru sem hún býður upp á. Það má því eiginlega segja að það hafa opnast fyrir mér nýjar víddir,“ viðurkennir Gulla sem varð yfir sig hrifin af Habitat í orðsins fylgstu merk- ingu. „Ég hafði spurnir af því að þau væru að leita að verslunar- stjóra í verslunina og sótti ég um starfið í kjöfarið,“ segir hún. Gulla hefur rekið Þrjár hæðir síðastliðin misseri. „Ég hætti með rekstur inn á verslun- inni en held áfram með textílverk- stæðið og mun taka þar að mér sérverkefni.“ Í Habitat verður meiri áhersla lögð á Lífrænu-línu fyrirtækisins en Gulla er heilluð af henni. „Í framtíðinni er ráðgert að koma á laggirnar stílistaráð- gjöf en við viljum bjóða viðskipta- vinum okkar upp á framúrskar- andi þjónustu,“ segir Gulla, sem ætti ekki að vera í vandræðum með að setja sig í hlutverk stílist- ans en hún var um tíma ráðgjafi í þættinum Innlit/Útlit í tíð Völu Matt, „Ég hef störf 1. júní og er farin að hlakka mikið til að takast á við þetta spennandi verkefni og vinna með því frábæra fólki sem starfar í versluninni,“ segir Gulla að lokum alsæl með nýja starfið. Nýr verslunarstjóri í Habitat Guðlaug Halldórsdóttir skiptir um gír. Hún er að hætta með verslun sína 3 hæðir og hefur ráðið sig sem verslunar- stjóra í Habitat. Björn Sveinbjörnsson hélt flotta grillveislu í tilefni af fjörutíu ára afmælinu Fimmtugsaldurinn leggst vel í mig „Í dag er víst planið að spila fót- bolta með föngum á Litla-Hrauni að ég held, en annars er bara ráðgert að eyða helginni í faðmi fjölskyld- unnar. Ég mun horfa á Eurovision- keppnina á laugardagskvöldinu, með báðum ef við komust áfram en einungis öðru ef svo verður ekki raunin. Annars erum við fjöl- skyldan á fullu að undir- búa okkur fyrir hjól- reiðatúr um Evrópu í sumar og munum því bókað taka einhverj- ar hjólreiðaæfingar um helgina, ef- laust úti í Gróttu.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Dreifi ng: Óm snyrtivörur Tunguvegi 19 • 108 Reykjavík • S: 568 0829 www.om.is 2 • FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.