Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 48
útlit smáatriðin skipta öllu máli 12 • FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 N aughty Nauticals heitir nýjasta línan frá MAC. Það sem er svo skemmtilegt við hana er að hún hvetur konur til að hugsa út fyrir rammann og vera pínulítið öðruvísi. Einhvern tímann var því fleygt fram að ef augun væru mikið máluð ættu varirnar að vera lítið málaðar en það er greinilega ekki málið hérna því bæði varir og augu eru áberandi. Frostblátt naglalakk í stíl við kalt augna- ráð er málið. Lark About pigment stardust er borið á augnbeinið og augnlokin. Í þessu útliti á andlitið að vera alveg slétt og jafnt, enginn kinnalitur eða neitt slíkt. Til að fanga stemninguna er fallegt að lýsa upp kinnbeinin til að fá fallega áferð. Til að fullkomna förðunina er grár blýantur settur alveg við augnhár- in en hann heitir Greyprint Technakohl. Glossinn sem toppar sumarstemninguna heitir Ensign Lustreglass. Er hægt að biðja um eitthvað meira? martamaria@365.is Naughty Nauticals er sumarlínan frá MAC Blár er nýi svarti Hugmyndin að ilminum, Seductive Elixir, er komin frá Afríku þar sem forfeður fyrirsætunnar Naomi Campbell áttu heima. Ilm- fræðingurinn Guilaume Flavigny heillaðist af rauðum drykk sem er gerður úr blöðum stokkarósarinnar, Hibiscus, sem innfæddir segja að sé heilög. „Þetta var eins og undur- samlegur töfradrykkur, svo spennandi og algerlega framandi,“ segir hann og bætir því við að ilmurinn eigi að endurspegla seiðandi fegurð Naomi. Hver vill ekki vera eins ástríðufull og seiðandi og ofurfyrirsætan? SUMARILMURINN FRÁ GIVENCHY fær mann til að iða af lífi og fjöri og langa til að dilla sér í takt við sumarblíðuna. Það kemur kannski ekki á óvart því hann ber nafnið „Summer Coctail“. Givenchy hugsar um bæði kynin því dömurnar fá rautt glas en herrarnir blátt og geta því sameinast í sumar- kokkteil. 1.Submarine heitir þessi augnskuggi frá MAC. 2. Lark About glimmerduft er borið yfir augnlokið þegar búið er að bera augnskuggann á. 3.Frost naglalakk frá MAC. Ástríðufull Naomi 1 2 3 Nýjasta útlitið frá Mac heit- ir Naughty Nauticals. Blái liturinn í kringum augun er afar sjarmerandi og flottur með eldrauðum vörum. Ólífrænt fólk í vanda É g fékk hálfgerða hugljómun þegar ég las grein í tímaritinu Style sem fjall- aði um klofna persónuleika nútímans - fólkið sem vildi bæði lifa lífrænu lífi og ferðast um á einkaþotu. Þótt þetta um einkaþotuna sé „svo 2007“ þá fangaði þetta þá stemningu sem ríkt hefur innra með mér undanfarið. Langar ekki flesta að lifa líf- rænu lífi og baða sig í velmegun og lúxus á sama tíma? Þótt ég standi mig þokkalega þegar kemur að lífrænu eldhúsi og matreiðslu þá vantar töluvert upp á í öðrum þátt- um. Á til að mynda ekki safnhaug í garðinum (það stendur til bóta í sumar) og í ofanálag keyri ég um á bíl sem eyðir svo miklu bensíni að ég hef varla undan að fylla á hann. Blæðandi bíladella kemur þó í veg fyrir að ég skipti á honum og rafmagnsbíl. Var að velta lífrænni tilveru fyrir mér þegar ég var stödd í sænska móðurskipinu H&M um daginn. Þar hékk aragrúi af lífrænum bómull- arfötum á slám verslunarinnar og eitt augnablik hugsaði ég með mér hvort ég ætti ekki að kaupa þetta frekar en óumhverfisvænu glam- úrfötin sem hengu á næstu slá. Eftir smá umhugsun komst ég að því að ég hef einfaldlega ekki lífrænan fatasmekk. Þótt sumir séu sætir í víðum ólituðum hörbuxum, í bómullarbol með lífrænan túrban í hár- inu þá gerir þetta ekkert fyrir sjálfa mig. Fyrir mér eru þetta bara föt til að vera í þegar garðurinn er sjænaður en á ekki heima á vinnu- stað hvað þá í partíum. Á sama tíma eru háhælaðir skór eitthvað það ólífrænasta sem hægt er að hugsa sér, samt gæti ég ekki hugsað mér lífið án þeirra. Ég held reyndar að fyrsta skrefið fyrir þá ólífrænu sé að hugsa sig tvisvar um áður en fjárfest er í dauðum hlut. Nú eiga einhverj- ir sem mig þekkja eftir að fá hláturskast og finnast þetta koma úr hörðustu átt en batnandi manni er best að lifa. Þegar það voraði upplifði ég það sterkt að kannski væri ég á bata- vegi þegar ég dró fram öll gömlu sumarskópörin sem ég hef sank- að að mér í gegnum tíðina. Ég fékk þá tilfinningu að gömlu skórn- ir væru splunkunýir því þeir voru allir svo fallegir. Kannski upp- lifði ég þetta því ég var ekki búin að hafa þá fyrir augunum lengi. Kannski er þetta lykillinn að lífrænu lífi – að pakka reglulega niður fötum og taka þau upp aftur. Þá líta þau út fyrir að vera ný og gera það sama fyrir „sjoppaholikinn“ sem býr innra með allt of mörgum. Skora á ykkur að prófa! Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.