Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 68
36 23. maí 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Bandaríska hiphop-sveitin The Roots hefur fyrir löngu sannað sérstöðu sína. Áttunda hljóðversplata þeirra Ahmirs „Questlove” Thompson og Tariqs „Black Thought” Trotter, Rising Down, kom út fyrir skemmstu. Trausti Júlíus- son spáði í The Roots. Philadelphiu-rappsveitin The Roots er þegar orðin ein af líf- seigustu hiphop-sveitum sögunnar. Hún fagnar tuttugu ára afmæli á næsta ári og var að senda frá sér nýja plötu, þá átt- undu í röðinni. Ástæður fyrir langlífi The Roots eru nokkrar, þar á meðal sú staðreynd að sveitin er fyrst og fremst skipuð ástríðufullum tónlistarmönnum, en ekki sjálfhverfum klíkufor- ingjum með mikilmennskubrjál- aði. Meðlimirnir hafa bakgrunn í fönki, djassi og soul-tónlist, en sjö manna tónleikasveit The Roots er eins konar hirðhljóm- sveit hiphop-senunnar og hefur meðal annars spilað undir hjá Jay-Z og Erykuh Badu. Rödd og trommusett Höfuðpaurar The Roots eru rapp- arinn Tariq Trotter sem kallar sig Black Thought og trommuleikar- inn og upptökustjórinn Ahmir „Questlove” Thompson. Þeir hitt- ust fyrst í september 1987 þegar þeir voru við nám í sama lista- skóla í Philadelphiu. Þá hafði Ahmir verið trommuleikari í hljómsveit föður síns í nokkur ár. Hann eignaðist sitt fyrsta sett þriggja ára. „Ahmir var nörd,” segir Tariq í nýlegu viðtali við Rolling Stone, „en það sem dró okkur saman var að hann gat endur skapað öll breikin sem voru ríkjandi í hiphoppinu um miðbik níunda áratugarins. Alla þessa takta sem Big Daddy Kane eða Kool G Rap röppuðu yfir. Níu af hverjum tíu þeirra voru komnir frá James Brown. Ahmir gat bara sest niður og spilað þá.“ Erfiður uppvöxtur Ahmir og Tariq eiga ólíkan bak- grunn. Ahmir ólst upp í tónlistar- fjölskyldu og var tólf ára gamall farinn að ferðast með hljómsveit föður síns, en Tariq átti vægast sagt erfiða æsku. Pabbi hans var virkur í trúarsamtökunum Nation of Islam og fór í moskuna fimm sinnum á dag. Að sögn Tariqs var trúarstarfið samt bara yfirvarp yfir glæpastarfsemi og pabbi hans var tekinn af lífi á hrottaleg- an hátt í mafíuhefndaraðgerð þegar Tariq var aðeins árs gamall. Þegar hann var unglingur var móður hans rænt, henni nauðgað og hún myrt af geðbiluðum morð- ingja. Til að kóróna þetta var svo bróðir hans lengst af í fangelsi. „Hann hefur setið í inni í 27 af þessum 42 árum sem hann hefur lifað,“ segir Tariq í fyrrnefndu viðtali. Tariq virðist þó hafa kom- ist ótrúlega heill frá þessum hörmungum. Sexy Back og Zeppelin Questlove er eftirsóttur upptöku- stjóri og útsetjari. Hann er til dæmis tónlistarstjóri yfirstand- andi risatónleikaferðar Jay-Z og nýbúinn að stjórna upptökum á nýrri plötu soul-goðsagnarinnar Al Green sem mikill spenningur er fyrir. Nýja Roots-platan, Rising Down, hefur fengið fína dóma og er enn ein staðfestingin á ágæti sveitar- innar. Hún er harðari og pólitískari en oft áður og full af flottum tökt- um. Á meðal gesta má nefna Mos Def, Dice Raw, Porn, Common, Chrisette Michele og Talib Kweli. Tónleikar með The Roots eru nokkuð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Bandið er að sögn drulluþétt og auk þess að spila lög sveitarinnar dettur það í miðri dag- skrá yfir í að spila Led Zeppelin- gítarriff og slagara eins og Sexy Back með Justin Timberlake og Roc Boys með Jay-Z. Hljómar ekki illa... Yfirburðasveit í rappsögunni THE ROOTS Þeir Questlove (með afróið) og Black Thought halda áfram að brillera á nýju plötunni. „Mér finnst mest gaman að röppurum sem geta verið með fjölbreytt þema,“ segir Sesar A, sem hefur gefið út sína þriðju sólóplötu, Of gott. „Hluti af þessu snýst um að spyrja sig spurninga, velta hlutunum fyrir sér og vera með umræður, ekki bara að velta sér upp úr eigin egói. Það er dauðadæmt,“ segir hann. Sesar A, sem heitir réttu nafni Eyjólfur Eyvindarson, deilir víða á peninga- og markaðshyggju þjóðfélagsins á plötunni og ber titillinn merki þess. „Hann vísar til þess að þessi lífsstíll sem við lifum á Vesturlöndum sé of góður til að vera sannur. Hann hlýtur að vera á kostnað einhvers.“ Sesar A vann plötuna með hléum samhliða því sem hann nam kvikmyndaleikstjórn og matreiðslu er hann bjó á Spáni. Á meðal þeirra sem aðstoða hann er hljómsveitin IFS sem hann söng með í Barcelona. Hún samanstendur af níu manns frá átta löndum sem syngja á allt að tíu tungumálum. Því til undir- strikunar eru lagatextarnir birtir á fjórum tungumálum í umslag- inu. Lagið Hosur grænar fer í spilun á næstunni auk þess sem myndband við lagið er á leiðinni. DVD-mynddiskur með heimildar- myndum og myndböndum er síðan væntanlegur með plötunni Of gott í viðhafnarútgáfu seinna á árinu. Aðspurður segir Sesar að rappið sé síður en svo dautt eins og margir hafa haldið fram. „Það sem vantar er ákveðinn vettvang- ur fyrir rappið. Ég held að allt annað sé til staðar, bæði gróskan og sköpunargleðin.“ - fb Lífið of gott til að vera satt SESAR A Rapparinn Sesar A hefur gefið út sína þriðju sólóplötu, Of gott. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Plata vikunnar Steintryggur - Trappa ★★★ „Trappa er skemmtilegt samkrull af tónlist víða að úr heiminum þó að grunnur- inn sé taktar trommaranna Sigtryggs Baldurssonar og Steingríms Guðmundssonar.“ TJ > Í SPILARANUM Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Oft spurði ég mömmu Neil Diamond - Home Before Dark Shearwater - Rook Dísa - Dísa Wolf Parade - At Mount Zoomer SIGURÐUR GUÐMUNDSSON WOLF PARADE Fönkararnir í Red Hot Chili Peppers eru komnir í ársfrí og ætla að nota tímann til að hvíla sig eftir erfiða törn að undanförnu, þar sem einkalífið hefur setið á hakanum. „Við vorum mjög lengi að taka upp Stadium Arcadium-plöt- una. Þetta var erfitt og langt ferli, sem kom í kjölfar tveggja álíka langra verkefna, Cali- fornication og By the Way,“ sagði söngvar- inn Anthony Kiedis í viðtali í tímaritinu Rolling Stone. „Við stöldruðum ekki við fyrr en tónleikaferðinni okkar lauk í fyrra. Við vorum allir orðnir búnir á því andlega og ræddum um að gera ekkert í að minnsta kosti eitt ár nema lifa lífinu, borða og læra nýja hluti,“ sagði hann. „Ég er bara heima hjá mér núna að læra á brimbretti. En ég er samt kominn með smá fiðring og er farinn að hugsa um að semja lög á nýjan leik.“ Red Hot í ársfríi RED HOT CHILI PEPPERS Hljómsveitin Ret Hot Chili Peppers er í ársfríi um þessar mundir. Þegar rýnt er í menningarfyrirbæri hefur tíðkast að flokka menn- inguna í há- og lágmenningu. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvar mörkin liggja en þó er algengara að rauðvín og annað fínerí fylgi hámenningunni. Dægurtónlist hefur yfirleitt flokkast undir hatt lágmenningarinnar, mér til mikillar gremju, aðallega sökum þess hve hún fléttast mikið saman við poppmenningu og daglegt amstur. Listin að gera fallega tóna hefur af þeim sökum alltaf farið hallloka gegn „fínni“ listgreinum. Hér er þó ekki átt við sígilda tónlist sem þykir blússandi hámenning, jafnvel þegar „tónskáld“ fremja voðaverk á sex óbó, fjórar hörpur og eitt langspil sem eru í engum takti við tilgang tónlistar. Þegar kemur hins vegar að keppnum eins og Eurovision, sem kölluð er sönglagakeppni, er ekki að furða þótt mörgum finnist tónlist vera argasta lágmenning. Keppnin, sérstak- lega eins og hún hefur þróast undanfarin ár, er ótrúlega skrautlegur fýr, vægast sagt. Hér er tekin ákveðin sena, með nokkuð afmörkuð- um en dyggum og áköfum aðdáendahópi, og búin til fáránlega dýr keppni. Tónlistin sem fær að hljóma í keppninni er nokkuð sér á báti og á sér frekar fáar hliðstæður. Það er ekki oft sem tónlist er samin með það að leiðarljósi að heilla heila heimsálfu á þremur mínútum. Ef við tökum samt íslensku lögin sem dæmi, og öll lögin úr undankeppnum síðustu ára, þá eru furðu fá lög sem hafa náð að sitja eftir svo einhverju nemur í þjóðarsálinni. Hvað veldur eiginlega? Eiga þessi lög ekki að grafa sig í meðvitundina hjá manni? Ég ætla því að gefa mér það að íslensku Eurovision-lögin séu verri en flest íslensk dægurlög. Samt er verið að eyða milljónum í þetta batterí sem hlýtur þá að vera á kostnað annarra tónlistar- greina. Skilar sér til baka sem góð landkynning myndu einhverjir segja. Allt í lagi, nokkrir stórfurðulegir gaurar frá útlöndum þekkja öll íslensku lögin og koma hingað reglulega en væri einhver til í að halda því fram að Eurobandið sé eins góð landkynning og til dæmis Mugison eða Emilíana Torrini (ætla að leyfa mér að sleppa að nefna nöfn á borð við múm, Sigur Rós og Björk)? Viðurkennum það bara, peningarnir sem fara í Eurovision eru greiðsla fyrir afþreyingu enda er keppnin lítið annað. Hún er reyndar fín sem slík og virkar vel þannig. Ég vona hins vegar að þeir sem borga brúsann séu ekki að halda því fram að þeir séu að styrkja og glæða íslenskt tónlistarlíf og auka hróður þess út fyrir landsteinana. Nei, RÚV, þið eruð einfaldlega að gefa okkur lands- mönnum löglegan partídag og ástæðu til að detta í það. Eurovision-lágmenning LÁGMENNING Eurobandið keppti fyrir Íslands hönd í Serbíu í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.