Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 67
FÖSTUDAGUR 23. maí 2008 35 SÚ ÞRÁ AÐ ÞEKKJA OG NEMA nefnist safn greina um og eftir séra Jónas Jónsson frá Hrafna- gili (1856-1918). Háskólaútgáfan gefur út en í ritið skrifa Árni Björnsson, Emilía Sig- marsdóttir, Halldóra J. Rafnar, Hjalti Hugason, Rósa Þorsteinsdóttir, Terry Gunnell og Viðar Hreinsson. Þá eru í safninu fjórar ritgerðir eftir Jónas. HUGUR – tímarit um heimspeki 19/2007 er komið út í ritstjórn Geirs Sigurðssonar. Meðal efnis í ritinu er viðtal Roberts Jack við Eyjólf Kjalar Emilsson, greinar eftir Pál Skúla- son, Bryan Magee í þýðingu Gunnars Ragnarssonar, Jón Á. Kalmansson og Stefán Snævarr. Þema heftisins er Heimspeki menntunar og leggja þar sitt til málanna þeir Ólafur Páll Jónsson, Ármann Halldórsson og Kristján Kristjánsson. Félag áhuga- manna um heimspeki gefur út. AÐ KVEIKJA SÉR Í VINDLI – ljóð eftir Charles Bukowski er komin út á vegum Brúar. Kverið er 85 síður og geymir 45 ljóð í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar. Bukowski fæddist í Þýskalandi 1920 en ólst upp á götum Los Angeles. Hann fór að yrkja seint, 35 ára, og gaf út á fimmta tug ljóðabóka. Hallmundur skrifar inngang að bók- inni. JPV útgáfa dreifir. Sýningin „Að vita meira og meira – brot úr sögu almenningsfræðslu á Íslandi í hundrað ár“ verður opnuð almenningi í Þjóðarbókhlöð- unni í dag og stendur til 31. ágúst. Tilefni sýningarinnar er að nú eru 100 ár liðin frá því að Kennara- skóli Íslands tók til starfa og að sömuleiðis er öld liðin frá setningu fyrstu fræðslulaganna. Sýningin veitir innsýn í skólastarf, menntun og þróun kennarastéttarinnar og áhrif hennar á daglegt líf og sam- félag. Sérstakur gaumur er gefinn að framlagi kennslukvenna og áhrifum þeirra á samfélagsmynd liðinnar aldar og þátt kvenna í heilsugæslu skólabarna. Um leið og sögð er saga skóla og menntunar hér á landi í heila öld eru sýndar svipmyndir og munir sem lýsa tíðarandanum á mismun- andi tímabilum liðinnar aldar. Fræðsla barna og ungmenna var í örri þróun og víða hafði risið mynd- arlegt skólahúsnæði. Með fræðslu- lögunum og menntun kennara var þessi þróun sett í ákveðinn farveg og öllum sveitarfélögum gert skylt að halda skóla fyrir börn og ung- menni 10-14 ára eða sjá þeim fyrir fræðslu. Foreldrum og forráða- mönnum var líka gert skylt að senda börn sín í skóla eða sjá til þess að þau fengju kennara eða kennslu í einhverri mynd. Þar með lauk margra ára deilu milli þeirra sem töldu íslenskri menningu best borgið með heimafræðslu og hinna sem töldu jafnvel almennings- fræðsluna aleflingu sálar- og lík- amskrafta mannsins. - vþ NÝJAR BÆKUR Almenningsfræðsla í hundrað ár ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN Hýsir áhugaverða sýningu um almenningsfræðslu á Íslandi. GÓÐUR OG SVALANDI GERÐUBERG www.gerduberg.is Sýningar eru opnar virka daga frá kl. 11-17 og helgar 13-16. Sími 575-7700 – gerduberg@reykjavik.is Kynjaskepnur úr íslenskum þjóðsögum Sýning á teikningum Jóns Baldurs Hlíðberg. Listamaðurinn verður með leiðsögn kl. 15. laugardag Handavinnu- og listmuna- sýning í Félagsstarfi Gerðubergs Föstudag: kl. 10 – 17. Laugardag og sunnudag: kl. 13 -16. Ath! Safnaramarkaði sem vera átti 24. maí er frestað til 6. september Stefnumót við safnara III Hljómfagurt stefnumót við tónlistar- menn og safnara! Leiðsögn um sýninguna kl. 14. á laugardag . Milli fjalls og fjöru Alþýðulistamennirnir Michael Guðvarðarson og Ósk Guðmundsdóttir sýna landslagsmálverk í Boganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.