Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 4
4 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Tvö fíkniefnamál komu upp á Patreksfirði um síðustu helgi. Í öðru þeirra var hald lagt á meint hass en í hinu lagði lögreglan hald á amfetamín auk vopna og þeirra á meðal rafbyssu. Fundust efnin og vopnin við húsleit en lögreglan á Vestfjörð- um naut liðstyrks frá fíkniefna- deild lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu auk manna með fíkniefnaleitarhunda frá Bolung- arvík og Blönduósi. Lögreglan rannsakar nú hvernig mennirnir sem handteknir voru í tengslum við málið komust yfir rafbyss- una. - ovd Vopn á Patreksfirði: Lögðu hald á rafbyssur BAUGSMÁL Vefsíða Jóns Geralds Sullenbergers um Baugsmálið hefur verið mikið sótt frá því hún var sett upp fyrir síðustu helgi. Samkvæmt sjálfvirkum teljara á síðunni voru flettingar á henni að nálgast 50 þúsund í gær. Jón Gerald er einn sakborn- inga í Baugsmál- inu, en lengst framan af var hann vitni í málinu. Á síðunni baugsmalid.is birtir hann gögn úr málinu og leggur út af þeim í pistlum. Málflutningur í því sem væntan- lega verður lokakaflinn í málinu fór fram í Hæstarétti 14. og 15. maí. Dóms er að vænta á næstunni. - bj Síða Jóns Geralds mikið sótt: Tæplega 50 þús- und flettingar JÓN GERALD SULLENBERGER ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Grill og ostur – ljúffengur kostur! Í Fréttablaðinu í gær var ranglega sagt að Annþór Kristján Karlsson hefði strokið úr Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg. Hið rétta er að hann strauk af lögreglustöðinni við Hverfisgötu. LEIÐRÉTTING Á hægum batavegi Drengurinn sem brenndist í spreng- ingu í húsbíl í Grindavík á föstudags- kvöldið er kominn úr öndunarvél og er að sögn lækni, á hægum batavegi á gjörgæsludeild Landspítalans. Dreng- urinn er á þriðja ári og var með afa sínum í húsbílnum þegar slysið varð. Hann brenndist illa á höfði og hönd- um. Afi hans, maður á sjötugsaldri, slasaðist einnig en ekki alvarlega. SLYS VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13 16 16 14 15 12 12 12 13 8 6 5 6 6 5 5 6 12 6 6 6 12 12 20° 22° 27° 25° 23° 25° 23° 20° 21° 27° 22° 19° 18° 18° 23° 26° 24° 20° 12 13 16 Á MORGUN 3-8 m/s LAUGARDAGUR Vaxandi SA-átt 8-13 m/s sunnan til 15 13 16 15 1112 BEST NYRÐRA Í dag og næstu daga eru veð- ur-horfurnar einna bestar fyrir norðanvert landið. Bjart með köfl um, yfi rleitt hægur vindur og hlýindi einkenna veður- lagið þar fram á laugardag. Aðfarar- nótt sunnudagsins gengur úrkomuloft norður yfi r land og þá kann að dropa nyrðra fyrir hádegi. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur RIGA, AP Leiðtogar hinna ellefu aðildarríkja Eystrasaltsráðsins, þar á meðal Geir H. Haarde forsætisráðherra, samþykktu á fundi sínum í Riga í Lettlandi í gær ályktun þar sem þeir strengja þess heit að efla samstarfið milli ríkja sinna með það að markmiði að gera þennan norðlæga heims- hluta að framsæknasta efnahags- svæði heims. Ráðherrarnir sögðu að umhverf- isöryggi og hagþróun yrðu áfram þau mál sem nytu mests forgangs í samstarfi landanna. Eystrasaltsráðið var stofnað árið 1992 en aðild að því eiga Norðurlöndin fimm, Eystrasalts- ríkin þrjú auk Rússlands, Póllands og Þýskalands. - aa Leiðtogafundur Eystrasaltsráðs: Framsæknasta efnahagssvæðið RÁÐGAST Í RIGA Geir Haarde og hinn danski kollegi hans, Anders Fogh Rasm- ussen, stinga saman nefjum í Riga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVEITARSTJÓRNIR „Góður rómur var gerður að fundinum,“ segir í fréttatilkynningu Reykjavíkur- borgar um samráðsfund um málefni miðborgarinnar sem haldinn var í gær. Á fundinum var rætt um að auka öryggi og friðsæld í miðbænum með skipulögðu samstarfi lykilaðila í sumar. Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri og Jakob Frímann Magnús- son, framkvæmdastjóri miðborgar- mála, stóðu fyrir fundinum sem hátt í 30 manns sátu. Meðal fundar- manna var Stefán Eiríksson lög- reglustjóri og hagsmunaaðilar. - gar Samráðsfundur um miðborg: Meira öryggi og aukin friðsæld JAKOB F. MAGNÚSSON SJÁVARÚTVEGUR „Svo virðist sem þetta sé tilraun til að smygla hvalkjöti til Japans. Fyrirtækið sem skráð er á skjölum varðandi innflutninginn hætti störfum árið 2004 en var endurvakið fyrir aðeins tveimur vikum sem greiða við Kristján. Það höfum við staðfest með samtölum við forstjóra fyrirtæk- isins,“ segir Frode Pleym, talsmaður Grænfrið- unga, um sölu hvalaafurða frá Íslandi til Japans. Pleym fullyrðir að Kristján notfæri sér vinskap við Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra til að flytja kjötið út. Grænfriðungar fullyrða að ekkert innflutningsleyfi sé til staðar og hvetja japönsk stjórnvöld til að banna dreifingu á kjötinu. „Ef innflytjandi hefur ekki rétta pappíra kemur hann vöru sinni ekki inn í landið,“ segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. „Halda menn virki- lega að þegar komið er með vöru til Japans og hún sett þar í frystigeymslu sé það mögulegt án þess að fara rétta boðleið, til dæmis án vitundar tollyfirvalda? Gott dæmi er innflutningur á býflug- um á Austfjörðum í vikunni. Þetta er nákvæmlega það sama.“ Í fréttatilkynningum Grænfriðunga í gær kemur fram að fyrirtækið, Asian Trading Co., hafi verið endurvakið sérstaklega til innflutnings á hvalaaf- urðunum. Það hafi verið gert í greiðaskyni við Kristján Loftsson en í raun sitji vörurnar í frystigeymslum þar í landi án kaupanda. „Þetta er alveg rétt að fyrirtækið var endurvak- ið vegna þessa innflutnings,“ segir Kristján. „Það er ekkert óeðlilegt við það. Að sjálfsögðu þarf að vera viðtakandi í Japan og ég nýti mér þau viðskiptasambönd sem ég hef átt í landinu um langt skeið; menn sem þekkja verslun með fisk- og hvalafurðir.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra er nefndur á nafn í skeytum Grænfriðunga þar sem sagt er að um smygl sé að ræða. Spurður um þetta atriði segir Frode Pleym að í ljósi vinskapar Kristjáns og Einars dragi hann þá ályktun að ráðherrann sé að gera útflytjanda greiða án þess að taka með í reikninginn þann skaða sem slíkt muni hafa fyrir Íslendinga. „Fullyrðingar Grænfriðunga um mína hlutdeild eru lygi,“ segir Einar. „Er það glæpur þegar einhver flytur vöru á markað þar sem eftirspurn er eftir henni? Þetta mál er þannig til komið að veiðar voru heimilaðar 2006 og alltaf var gert ráð fyrir að afurðirnar yrðu seldar. Auðvitað hlaut framleiðandinn að markaðssetja vöruna og þurfti ekki leyfi frá mér til þess.“ svavar@frettabladid.is Grænfriðungar segja kjötið smyglvarning Fullyrt er af Grænfriðungum að hvalaafurðum hafi verið komið til Japans án þess að kaupandi sé fyrir hendi. Margt sem samtökin segja grunsamlegt útskýr- ir Kristján Loftsson sem nauðsynlegt ferli í viðskiptum og blæs á „áróðurinn“. Í HVALFIRÐI Veiðarnar haustið 2006 vöktu heimsathygli og margir Íslendingar fóru til að sjá hvalskurð. KRISTJÁN LOFTSSON EINAR K. GUÐFINNSSON FRODE PLEYM RÓM, AP Ban Ki-Moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, segir allt að 20 milljarða bandaríkjadala, andvirði um 1.500 milljarða króna, kunni að vera þörf árlega til að auka matvæla- framleiðslu í heiminum nægilega til að fyrirbyggja hungursneyð í þeim löndum sem hækkandi mat- væla- og eldsneytisverð snertir verst. Þessi orð lét Ban falla á öðrum degi ráðstefnu Matvælastofnunar SÞ í Róm um aðgerðir til að bregð- ast við hækkun matvælaverðs. Umræður um það að hve miklu leyti framleiðsla lífræns eldsneyt- is væri orsakavaldur að hinu hækkandi heimsmarkaðsverði á ýmsum lífsnauðsynjum voru mjög áberandi á ráðstefnunni í gær. Ed Schaefer, landbúnaðarráð- herra Bandaríkjanna, sagði þó í það stefna að málamiðlunarsam- komulag næðist um þátt lífræns eldsneytis. Schaefer hafði áður sagt að hann teldi aðeins um 2-3 prósent verðhækkananna að rekja til þessa þáttar. Aðrir aðilar, svo sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, segja vísbendingar um að á bilinu 15-30 prósent hækkananna sé að rekja til framleiðslu lífræns elds- neytis. Ráðstefnunni lýkur í dag, fimmtudag. - aa Ráðstefna Matvælastofnunar SÞ um viðbrögð við matvælaverðshækkunum: Stórfé þarf til að auka framboð RÁÐFÆRST Í RÓM Ban Ki-moon talar á ráðstefnunni í gær. Jacques Diouf, fram- kvæmdastjóri FAO, fylgist með. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ 04.06.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 154,2188 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 77,15 77,51 150,86 151,6 119,3 119,96 15,987 16,081 14,942 15,03 12,77 12,844 0,7366 0,741 124,8 125,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.