Fréttablaðið - 05.06.2008, Side 40

Fréttablaðið - 05.06.2008, Side 40
[ ]Gardínur setja svip sinn á hvert herbergi. Gaman er að skipta gardínunum út reglulega og setja til dæmis upp sumargardínur, aðrar fyrir vetrar-tímann og svo fyrir jólin. Tími sumarblómanna er runninn upp. Gaman er að koma þeim fyrir þar sem þau blasa við augum og gleðja. Þau blómstra í ólíkum litum og lífga upp á umhverfið. Sumarblómin eru einærar plönt- ur sem flestir kaupa í gróðrar- stöðvum og stórum blómabúðum og koma fyrir í kerjum eða í beðum innan um fjölærar plönt- ur og runna. Ákjósanlegt er að staðurinn sé sólríkur og skjólgóð- ur en sumar plöntur eru þó harð- gerari en aðrar. Sigríður Helga Sigurðardóttir, garðyrkjufræð- ingur í Mörk í Stjörnugróf, var spurð hvaða sumarblóm væru efst á vinsældalistum lands- manna þetta árið. „Stjúpan er alltaf vinsælust og við fagmenn- irnir getum tryggt að hún lifi af sumarið því hún stendur sig svo vel við íslenskar aðstæður. Ekk- ert sumarblóm er til í jafnfjöl- breyttum litum og á eins langa hefð að baki. Hvítar stjúpur eru alltaf vinsælar, gular og bláar líka. Margir þekkja Margarítu en nú gengur hún undir nafninu Möggu- brá. Hvít blóm ganga alltaf, til dæmis skrautnálin sem er smá- gert kantblóm. Svo eru flauelsblómið, ilmskúfurinn og fiðrildablómið sígildar tegundir, ólíkar en hver annarri fallegri. Sólboðinn er líka úrvalsplanta, til í nokkrum litum, fjólubláum, appelsínugulum og ljósgulum.“ Hluti sumarblómanna eru hengiplöntur sem hentar að vera á veggjum, súlum og hurðum eða mynda blómstrandi fossa niður úr háu kerjum. Af hengiplöntum nefnir Sigríður Helga fyrst hengi- brúðarauga, öðru nafni lóbelíu, sem hefur verið afar vinsæl hin síðari ár. Snædrífan hefur líka unnið sér þegnrétt í íslenskum görðum því hún stenst vel veðr- áttuna sem stundum geisar. Gróðrarstöðin Mörk framleiðir allt sjálf sem selt er þar. Þegar Sigríður Helga er innt eftir nýj- ungum tekur hún fram að teg- undir séu þróaðar hægt til að rannsaka hvernig þeim reiði af á landinu bláa. „Garðplöntufram- leiðendur sá ekki fyrir plöntum í stórum stíl þó þær séu fallegar í útlöndum,“ útskýrir hún en af nýlegum tegundum nefnir hún aftan roðablóm og skógarmölvu. Segir þær sólelskar hásumar- plöntur sem sífellt séu að sækja á í vinsældum. Þau komi í sölu í júní. „Þetta eru hvorutveggja hávaxin blóm, geta komist í einn og hálfan metra og þurfa upp- bindingu og afbragðsgóðan stað en launa dekrið með blómskrúði.“ - gun Kærkomnir sumargestir Möggubrá er háfjallarunni frá Kanarí- eyjum. Hún vill gjarnan sólríkan stað í góðu skjóli. Tóbakshorn eru litsterk og fögur blóm sem gefa endalaust af sér, einkum ef visin blóm eru hreinsuð af reglulega. Hengibrúðarauga er eins og flæðandi foss sem fer vel á veggjum og útihurð- um. Sigríður Helga Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur í Gróðarstöðinni Mörk, segir sól- boðann úrvalsplöntu. Hann fæst í nokkrum litum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sölustaðir: Járn & Gler · Garðheimar · Húsasmiðjan · Egg · Búsáhöld Kringlunni · Pottar og Prik Akureyri · Gallerý kjöt og Fiskisaga · www.weber.is – ekki bara grill! X E IN N J G E B G 5 x8 0 3 sími: 660-6707 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.