Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 40
[ ]Gardínur setja svip sinn á hvert herbergi. Gaman er að skipta gardínunum út reglulega og setja til dæmis upp sumargardínur, aðrar fyrir vetrar-tímann og svo fyrir jólin. Tími sumarblómanna er runninn upp. Gaman er að koma þeim fyrir þar sem þau blasa við augum og gleðja. Þau blómstra í ólíkum litum og lífga upp á umhverfið. Sumarblómin eru einærar plönt- ur sem flestir kaupa í gróðrar- stöðvum og stórum blómabúðum og koma fyrir í kerjum eða í beðum innan um fjölærar plönt- ur og runna. Ákjósanlegt er að staðurinn sé sólríkur og skjólgóð- ur en sumar plöntur eru þó harð- gerari en aðrar. Sigríður Helga Sigurðardóttir, garðyrkjufræð- ingur í Mörk í Stjörnugróf, var spurð hvaða sumarblóm væru efst á vinsældalistum lands- manna þetta árið. „Stjúpan er alltaf vinsælust og við fagmenn- irnir getum tryggt að hún lifi af sumarið því hún stendur sig svo vel við íslenskar aðstæður. Ekk- ert sumarblóm er til í jafnfjöl- breyttum litum og á eins langa hefð að baki. Hvítar stjúpur eru alltaf vinsælar, gular og bláar líka. Margir þekkja Margarítu en nú gengur hún undir nafninu Möggu- brá. Hvít blóm ganga alltaf, til dæmis skrautnálin sem er smá- gert kantblóm. Svo eru flauelsblómið, ilmskúfurinn og fiðrildablómið sígildar tegundir, ólíkar en hver annarri fallegri. Sólboðinn er líka úrvalsplanta, til í nokkrum litum, fjólubláum, appelsínugulum og ljósgulum.“ Hluti sumarblómanna eru hengiplöntur sem hentar að vera á veggjum, súlum og hurðum eða mynda blómstrandi fossa niður úr háu kerjum. Af hengiplöntum nefnir Sigríður Helga fyrst hengi- brúðarauga, öðru nafni lóbelíu, sem hefur verið afar vinsæl hin síðari ár. Snædrífan hefur líka unnið sér þegnrétt í íslenskum görðum því hún stenst vel veðr- áttuna sem stundum geisar. Gróðrarstöðin Mörk framleiðir allt sjálf sem selt er þar. Þegar Sigríður Helga er innt eftir nýj- ungum tekur hún fram að teg- undir séu þróaðar hægt til að rannsaka hvernig þeim reiði af á landinu bláa. „Garðplöntufram- leiðendur sá ekki fyrir plöntum í stórum stíl þó þær séu fallegar í útlöndum,“ útskýrir hún en af nýlegum tegundum nefnir hún aftan roðablóm og skógarmölvu. Segir þær sólelskar hásumar- plöntur sem sífellt séu að sækja á í vinsældum. Þau komi í sölu í júní. „Þetta eru hvorutveggja hávaxin blóm, geta komist í einn og hálfan metra og þurfa upp- bindingu og afbragðsgóðan stað en launa dekrið með blómskrúði.“ - gun Kærkomnir sumargestir Möggubrá er háfjallarunni frá Kanarí- eyjum. Hún vill gjarnan sólríkan stað í góðu skjóli. Tóbakshorn eru litsterk og fögur blóm sem gefa endalaust af sér, einkum ef visin blóm eru hreinsuð af reglulega. Hengibrúðarauga er eins og flæðandi foss sem fer vel á veggjum og útihurð- um. Sigríður Helga Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur í Gróðarstöðinni Mörk, segir sól- boðann úrvalsplöntu. Hann fæst í nokkrum litum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sölustaðir: Járn & Gler · Garðheimar · Húsasmiðjan · Egg · Búsáhöld Kringlunni · Pottar og Prik Akureyri · Gallerý kjöt og Fiskisaga · www.weber.is – ekki bara grill! X E IN N J G E B G 5 x8 0 3 sími: 660-6707 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.