Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 5. júní 2008 5 Ertu lestrarhestur? Eða vilt láta líta svo út? Þá er Biblio- chase-stóllinn það sem vantar á heimilið. Stóllinn er í senn þægilegur lestrarstóll, og í bak og fyrir innrammaður af rúmgóðum bókahillum sem taka býsnin öll af bókmenntum. Hægt er að fá letilegt skammel í stíl, með enn fleiri bókahirslum, en litir og áklæði fara alveg eftir smekk kaupandans, og úr úrvali lita, taus og leðurs að velja. Bibliochase-stóllinn er einstök hönnun, áberandi flottur og með drjúgt notagildi, en ef þú vilt að aðrir telji þig vel gefinn og víðlesinn er ráð að koma við í bókabúðinni og kaupa nokkra vel valda titla í bókahillurnar. Stóllinn fæst víða á netinu. - þlg Stóll fyrir gáfnaljós Bibliochase-stóll er frábær lausn á pláss- lítil heimili. Baðherbergið – Hreinlætisvörur Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningar- efnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt. Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolp- leiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta skaðað lífríkið. Að efni brotni niður í umhverfinu segir ekki allt um hversu fljótt þau gera það og einnig geta niður- brotsefnin verið skaðlegri en upprunalegu efnin. Öruggast er að forðast notkun óþarfa efna og skammta rétt þegar efna er þörf. Yfirleitt er hægt að helminga ráðlagða skammta hreinsiefna því vatn á Íslandi er mun mýkra en víða í Evrópu. Sjampó og sápur Sjampó og sápur geta innihaldið bæði tilbúin og náttúruleg efni. Stundum koma náttúrulegu efnin beint úr jurtum, en oft er búið að einangra þau til að fá nákvæm- lega þá virkni sem óskað er eftir í vörunni. Skoðaðu vel innihalds- efnin sérstaklega ef þú ert með ofnæmi. Góð regla er að nota eins lítið af sápu og hægt er enda getur ofnotkun aðeins leitt til þess að húðin þornar um of. Sum sjampó innihalda efni eins og vax sem erfitt er að ná úr hár- sverðinum. Ódýr sjampó eru oft alls ekki góð vara auk þess sem þau eru ódrjúg. Sjampó í góðum gæðaflokki er mun virkara og verðið segir því ekki alla sög- una. Sjá meira um hreinlætisvörur á: http://www.natturan.is/husid/1269/ GÓÐ RÁÐ fyrir þig og umhverfið Náttúran.is – vefur með umhverfisvitund Þegar borðað er úti í blíðskapar- veðri er alltaf viss hætta á að óboðnir gestir geri vart við sig og vilji gera könnun á veisluföngun- um. Þar eru geitungarn- ir hvað óvinsælastir. Oft eru gestgjafar á nálum og hafa flugnaspaðana við höndina til að bægja þeim óvel- komnu frá. Hlífar yfir föt og diska ættu að bjarga málum. Þennan köku- hjálm fundum við í Duka í Kringlunni. Hann gleður augað auk þess að gera gagn og kost- ar 1.250 krónur. Bæði skraut og hlíf Hlýleg húsgögn og gjafavara! Standandi gluggahlerar loksins komnir, falleg fuglaböð og fuglahús, nýjar eldhúsvörur og gullfallegar, fléttaðar gólfmottur í nýjum litum. Sjón er sögu ríkari!! Full búð af nýjum og spennandi vörum! Opið alla virka daga frá kl. 10 - 18 Lokað á laugardögum í sumar. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.