Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 5. júní 2008 39
UMRÆÐAN
Emil Als skrifar um
þróunarhjálp
Dögum oftar erum við minnt á geigvænlega
neyð fólks og þjáningar
víða um heim, hungur og
hörmungar í slíkum mæli
að öll erum við vakin til
umhugsunar og hjá okkur
lifir vilji til að rétta fram
hjálparhönd en einnig til að öðlast
skilning á aðstæðum og orsökum
hinna viðvarandi vandræða á
mörgum svæðum. Sárast er að
milljónir barna skuli líða skort og
myndir af stóreygum sveltandi og
vanræktum börnum valda okkur
hjartakvöl.
Gríðarlegum fúlgum er veitt til
aðstoðar illa stöddum þjóðum og á
vanþróuðum svæðum en of oft
með takmörkuðum varanlegum
árangri. Hannes H. Gissurarson
hefur í Fréttablaðinu kynnt þá
skoðun sína að fjáraustur til hinna
frumstæðu þjóða sé til lítils og
bendir máli sínu til stuðnings á, að
hjálpar Íslendinga í hendur íbúum
á Grænhöfðaeyjum sjái ekki stað.
Hannes, sem oft heggur á hnút-
inn með beittum og eftirminnileg-
um athugasemdum, hefur mikið
til síns máls. Gríðarlegur peninga-
austur á vegum Sam. Þj. og ann-
arra hjálparstofnana hefur orðið
að engu líkt og þegar steypiregn
hverfur í þurra sandauðn. Þessu
veldur þjófnaður á mörgum við-
komustöðum og vankunnátta. Leið
hinna fákænu og fátæku þjóða til
bættra kjara og nýrrar verkkunn-
áttu liggur um snertileiðir sam-
skipta og verslunar við betur sett-
ar þjóðir. Á þetta bendir Hannes
en því er við að bæta, að þjóðir á
framabraut þurfa að komast að
lánsfé með skikkanlegum kjörum.
Í bland við sögur um afdrifarík
mistök hinna góðviljuðu tilhlaups-
manna frá ýmsum hjálparstofnun-
um segir frá vel heppnuðu starfi
hinnar íslensku þróunarsamvinnu-
stofnunar í Afríku.
Þar virðast stjórn-
endur hafa í huga
kjörorð félags sem
hefur unnið að end-
urhæfingu fólks
eftir langvinn veik-
indi: „Styðjum sjúka
til sjálfsbjargar“;
andi þessum skyld-
ur hefur mótað fleiri
íslensk félög sem
fylkja liðsmönnum
til hjálpar þar sem
stuðnings er þörf. Haukur Már
Haraldsson segir, einnig hann í
Fréttablaðinu, frá aðferðunum
sem Íslendingar beita í sínu
hjálparstarfi og miða að því að
skila málum í hendur heima-
mönnum þegar upp rennur sá
dagur að þeir finna sig færa um
að taka við taumunum.
Lærdómurinn í hinu stóra dæmi
er þessi: Aðstoðar er víða þörf.
Annars vegar neyðarhjálp þar
sem stórvandræði koma upp og
ráðleysi allt um kring. Hins vegar
hin yfirgripsmikla og skipulega
aðstoð veitt með þeim hætti, að
hinir þurfandi eru leiddir götuna
til sjálfsbjargar og að fjöldinn
verði gagntekinn af framfaravilja.
Greiðar leiðir á hina stóru mark-
aði hinna betur stæðu festa
nýfengið sjálfstraust í sessi. Sé
einlægur vilji fyrir hendi til að
afhenda brot af lífskjörum efn-
aðra þjóða ættum við að sjá fram á
nýjar áherslur í tollamálum. Með
öðrum orðum: aukin samskipti og
verslun við eftirlegusvæðin ásamt
þeirri aðstoð sem leiðir til vaxandi
kunnáttu fólks og þess sjálfstæðis-
anda sem vill brjótast undan deyf-
andi áhrifum hinnar hripleku
ölmusuleiðar.
Ekki verður svo fjallað um
örbirgð mannkyns að ekki sé horft
á hina hamslausu fólksfjölgun
sem heldur mörgum ættbálkum
og þjóðum á mörkum hungurs og
hverskyns þrauta. Meðal brýnna
verkefna er flutningur þekkingar
á getnaðarvörnum til fjölda staða;
Eigi hinir efnaminnstu að komast
til bjargálna þurfa menn að ráða
sem mestu um fjölda þungana og
fjölskyldustærð. Þær raddir heyr-
ast að stórir barnaskarar séu víða
efnahagsleg nauðsyn og trygging
foreldrum sem sjái í þeim fyrir-
vinnu þegar kemur að efri árum
þeirra sjálfra; sömu raddir segja
að við batnandi kringumstæður
muni fæðingum fækka.
Það má ljóst vera að öllum til-
tækum ráðum þarf að beita ef
vænta á framfara á þeim svæðum
þar sem neyð og vonleysi ríkir,
markviss fræðsla um getnaðar-
varnir og aðstoð við útvegum
hjálpar gagna er meðal þeirra
aðgerða sem hjálparstofnanir geta
beitt sér fyrir; í slíkum aðkomum
er þungvæg leið til að tefja fyrir
dreifingu sjúkdóma. En hér er um
að ræða viðkvæmt svið og nauð-
synlegt að unnið sé með samþykki
ráðsmanna á hverjum stað; Vestur-
landamenn mega gæta þess að þeir
sem aðstoðar njóta horfi ekki fram-
an í særandi yfirlætistilburði.
Höfundur er læknir.
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Við hvetj um les end ur til að senda
okk ur línu og leggja orð í belg um
mál efni líð andi stund ar. Grein ar
og bréf skulu vera stutt og gagn-
orð. Ein göngu er tek ið á móti efni
sem sent er frá Skoð ana síð unni
á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein-
ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni
birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða
í báð um miðl un um að hluta eða
í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt-
inga og til að stytta efni.
EMIL ALS
Stuðningur til sjálfsbjargar
...ég sá það á visir.is
„...fyrst á visir.is“
NASA
FLAUTAR TIL LEIKS
LAUGARD.KVÖLD 7. JÚNÍ
HÚSIÐ OPNAR KL. 23
MIÐAVERÐ KR. 2200
ALDURSTAKMARK 20 ÁRA
FORSALA MIÐA
Á NASA FÖSTUDAG
MILLI KL. 13 OG 17
SÁLIN