Fréttablaðið - 05.06.2008, Page 68

Fréttablaðið - 05.06.2008, Page 68
44 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég hef verið með þá í mér síðan konan mín fann þá í bílnum! Síðasti maðurinn! Hann lítur ágætlega út! Þetta er maðurinn! Ég hef það á tilfinning- unni! Þegar þú ert tilbú- inn! Sko?! Hvað sagði ég? Takk! TAKK! Veistu hvað væri ótrúlega gaman að gera saman? Hvað? Fara á steppnám- skeið! Úps. Bara út af þessu skrái ég okkur í hip-hop og salsa líka. Pssshhhtt! Ég er á leiðinni í skólann til að læra reikning! Reikning! Af hverju ? Ég á að teljast með. Mér finnst að forstofan okkar þurfi dálítinn lit, finnst þér það ekki? Jú Hannes!!! Of mikið? Flestir hlutir í dag eru nú tölvustýrðir. Fólk er komið með tölvu- stýrð líffæri og nán- ast allt á heimilum þess er nú tölvustýrt. Bílar hafa ekki sloppið frá þessari þróun og það skelfir mig. Það vita allir að allt sem er tölvustýrt getur bilað og óhlýðn- ast eiganda sínum. Hver kannast ekki við það að tölvan geri það sem henni þóknast þrátt fyrir mótmæli eigandans? En aftur að áhyggjum mínum um bílana og fjölgun tölva í þeim. Svo margt er orðið tölvustýrt í bílum í dag. Þeir láta mann vita ef það er of lítið loft í dekkjunum eða ef vélin er eitthvað að bila. Þegar bíllinn bilar fer maður nú og lætur lesa tölvukubbinn í bílnum en ekki til venjulegs bifvélavirkja eins og í gamla daga. Mér finnst skelfi- legt að hugsa til þess að vera í sunnudagsbíltúr þegar bíllinn tekur völdin því tölvan í honum hefur klikkað. Þarna sit ég hjálparlaus í fram- sætinu og bið Guð og aðra góða menn að hjálpa mér meðan bíll- inn þeysist á milli akreina langt yfir hámarkshraða. Rúðurnar fara upp og niður og bíllinn flaut- ar níundu sinfóníu Beethovens á meðan ég þeysist upp Ártúns- brekkuna á 180 kílómetra hraða. Ég veit ekki hvert bíllinn ætlar með mig og vona bara að hann verði bensínlaus innan skamms. Ég öskra eins og smástelpa þegar bíllinn þeysist sjálfviljug- ur framhjá Litlu kaffistofunni þar sem lögreglan liggur í leyni og veitir auðvitað eftirför. Svo hringir síminn og það er frúin sem spyr hvort ég ætli að koma í mat en ég segi henni að það sé ólíklegt þar sem ég sé kominn hálfa leið austur fyrir fjall. Það eina sem getur bjargað mér úr þessari klípu er annað- hvort að dekk springi eða bíllinn verði bensínlaus. Allar tölvur í bílum hræða mig og ég get alveg sjálfur séð um að fylgjast með lofti í dekkjum og látið yfirfara vélina í stað þess að láta tölvu segja mér það. STUÐ MILLI STRÍÐA Bílar og tölvur MIKAEL MARINÓ RIVERA VILL EKKI FLEIRI TÖLVUR Í BÍLA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.