Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 70
46 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Hátíðahöldin í tilefni af 100 ára kaupstað-
arafmæli Hafnarfjarðar halda áfram í kvöld
með glæsilegum söngtónleikum í Hafnar-
borg, lista- og menningarmiðstöð bæjarins, í
kvöld kl. 20. Á tónleikunum koma fram ungir
og efnilegir söngvarar sem eiga það sameig-
inlegt að hafa stundað söngnám á Ítalíu hjá
Kristjáni Jóhannssyni tenór. Söngvararnir eru
þau Hlöðver Sigurðsson tenór og Þórunn
Marínósdóttir sópran og undirleikari á píanó
er Antonía Hevesi. Á efnisskránni eru ítalskar
óperuaríur og dúettar eftir Donizetti, Puccini
og Verdi.
Hlöðver hóf söngnám hjá Antoníu Hevesi
við Tónlistarskóla Siglufjarðar, stundaði síðan
nám við Guildhall Scool of Music and Drama
í London og síðar við Mozarteum Tónlistar-
háskólann í Salzburg.
Þórunn hóf söngnám sitt við Söngskólann
í Reykjavík undir handleiðslu Dóru Reyndal
og lauk þaðan burtfararprófi árið 2002.
Þaðan lá leið hennar í framhaldsnám í söng
hjá Martha Sharp, kennara við Mozarteum
Tónlistarháskólann í Salzburg.
Síðastliðið eitt og hálft ár hafa Hlöðver og
Þórunn bæði stundað söngnám hjá Kristjáni
Jóhannssyni á Ítalíu.
Antonía Hevesi er fædd í Ungverjalandi.
Frá því í ágúst 2002 hefur hún verið listrænn
stjórnandi og píanóleikari hádegistón-
leikaraðar Hafnarborgar, sem hefur boðið
Hafnfirðingum upp á klassíska tóna einu
sinni í mánuði við mikinn fögnuð bæjarbúa.
Antonía starfar nú sem orgel- og píanó með-
leikari á Íslandi og æfingarpíanisti við
Íslensku Óperuna.
Aðgangur að tónleikunum í kvöld er
ókeypis og öllum opinn og því er gráupp-
lagt fyrir tónlistarunnendur að bregða sér í
Hafnarborg og upplifa ítalska stemningu á
íslensku júníkvöldi.
- vþ
Ítölsk kvöldstund í Hafnarborg
HLÖÐVER SIGURÐSSON, ÞÓRUNN
MARINÓSDÓTTIR OG ANTONÍA HEVESI Skapa
ítalska stemningu í Hafnarborg í kvöld.
Kl. 22
Tríó Matta Sax leikur á kaffihúsinu
Cafe Cultura, Hverfisgötu 18, í kvöld
kl.22. Auk Matta eru í bandinu þeir
Stefán H. Henrýsson á orgel og Rafn
Emilsson á gítar. Sérstakur gestur
hljómsveitarinnar á tónleikunum í
kvöld er söngkonan Áslaug Helga
Hálfdánardóttir.
Velheppnuðu starfsári
lýkur senn hjá Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Í kvöld
fara fram næstsíðustu
tónleikar hljómsveitar-
innar að sinni, en þeir eru
með heldur óvenjulegu
sniði. Franska söngkonan
Keren Ann Zeidel og Barði
Jóhannsson, heilinn á bak
við hljómsveitina vinsælu
Bang Gang, koma fram með
Sinfóníunni og leika bæði
eigin lög og tónlist sem þau
hafa samið saman undir
formerkjum hljómsveitar-
innar Lady and Bird.
Söngkonan Keren Ann sendi frá
sér sína fyrstu hljóðversplötu árið
2000 og hlaut sú frábærar viðtök-
ur bæði gagnrýnenda og almenn-
ings. Síðan þá hefur hún sent frá
sér fjórar plötur til viðbótar og
leikið á tónleikum víða um heim.
Tónlist hennar hefur að auki verið
notuð talsvert í sjónvarpsþáttum
og auglýsingum. Hljómsveitin
Lady and Bird gaf út samnefnda
plötu fyrir nokkrum árum og
hefur að auki samið kvikmynda-
tónlist og sent frá sér bók. Dúett-
inn hefur aðeins komið fram á
þrennum tónleikum fram að þessu
og hefur verið uppselt á þá alla.
Keren Ann og Barði hafa eytt
miklum tíma í æfingar ásamt Sin-
fóníunni síðustu daga, enda stór-
tónleikar í aðsigi. Lady and Bird
komu síðast fram á tónleikum á
Íslandi árið 2005 þar sem þau léku
mestmegnis tónlist af hljómplötu
sinni, en Keren segir tónleikana í
kvöld verða með allt öðru sniði.
„Fyrir þremur árum lékum við
eingöngu tónlist með Lady and
Bird, en tónleikarnir í kvöld byggj-
ast mestmegnis upp á tónlistinni
sem við höfum gefið út undir eigin
nöfnum. Við tökum þó nokkur
Lady and Bird lög, en þetta eru í
raun frekar tónleikar með tveim-
ur sólólistamönnum.“
Það er einnig nokkur nýjung
fyrir Keren og Barða að leika tón-
list sína með heilli sinfóníuhljóm-
sveit. „Þetta er stórkostlegt ævin-
týri fyrir okkur,“ segir Keren með
bros á vör. „Mér þykir árangurinn
alltaf áhugaverður þegar blandað
er saman heimum popptónlistar
annars vegar og klassískrar tón-
listar hins vegar. Það er magnað
að heyra laglínur sem maður
samdi á gítar eða píanó öðlast líf í
stórum hljómsveitarútsetningum;
jafnframt er gaman að vinna að
tónlist með svona mörgu fólki,
hljómsveitinni, hljómsveitarstjór-
anum og útsetjaranum. Það er
mjög gefandi.“
Keren segist reyndar ekki gera
mikið af því að vinna með öðrum,
utan hljómsveitarinnar Lady and
Bird. „Ég hef unnið örfá verkefni
með öðru fólki, en samstarf mitt
við Barða er það sem hefur enst
lengst. Við höfum brallað margt
saman í gegnum árin og eigum
enn eftir að hrinda mörgum hug-
myndum í framkvæmd. Samstarf
okkar byggist á því að við náum
vel saman sem tónlistarmenn; við
berum fullt traust hvort til annars
og erum góðir vinir. Að mínu mati
er Barði framúrskarandi tónlist-
armaður og lagahöfundur og mér
finnst ég læra afskaplega mikið af
því að vinna með honum.“
Sem gefur að skilja er þó ekki
alltaf hlaupið að því fyrir tvo tón-
listarmenn sem eiga talsverðri
velgengni að fagna í eigin rétti að
finna tíma til þess að vinna saman.
Keren segir þó lítið mál að finna
tíma til samstarfs þegar viljinn er
fyrir hendi. „Ég er nýkomin úr
árslöngu tónleikaferðalagi um
allan heim og fer beint í þetta
verkefni. Fólk furðar sig gjarnan
á því að við nennum að starfrækja
Lady and Bird þar sem það er
meira en nóg að gera hjá okkur
þess utan. En við viljum halda
áfram að vinna saman og því finn-
um við okkur tíma til þess, svo
einfalt er það.“
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar-
innar, Keren Ann og Barða eru
hluti af dagskrá Listahátíðar í
Reykjavík og hefjast kl. 19.30 í
Háskólabíói. vigdis@frettabladid.is
Sinfó mætir poppurum
KEREN ANN ZEIDEL Kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og Barða Jóhanns-
syni á tónleikum í Háskólabíói í kvöld.
Sýningaröðin Sjónheyrn opnar
með pompi og pragt næstkom-
andi laugardag á Vesturveggn-
um í Skaftfelli, miðstöð mynd-
listar á Austurlandi.
Sýningarstjórar eru þau Ingólf-
ur Örn Arnarson og Elísabet
Indra Ragnarsdóttir og sáu þau
um að velja saman listamenn-
ina sem sýna verk sín á veggn-
um í sumar. Líkt og titillinn
gefur til kynna leggur sýningin
nokkra áherslu á að sameina
hljóð- og myndlist og því sýna
flestir listamannanna tveir
saman, annar sem myndlistar-
maður og hinn sem hljóðlistar-
maður. Þó eru hlutverkin
sjaldnast svo skýr og kemur
margt forvitnilegt út úr sam-
starfinu.
Á fyrstu sýningu Sjónheyrnar má sjá verk eftir
þau Gunnhildi Unu Jónsdóttur og Hilmar Bjarnason.
Þau hafa dvalist undanfarin ár í Pittsburgh í Penns-
ylvaníu þar sem Gunnhildur var í mastersnámi í
myndlist í háskólanum Carnegie Mellon og eru verk-
in sem þau sýna á Seyðisfirði
tengd þeirri dvöl. Sýningin
stendur yfir til 24. júní og er
öllum opin. Aðgangur er ókeyp-
is.
Jafnframt er vert að minna á
að nú stendur yfir í Skaftfelli
sýning SkyrLeeBob í aðalsýn-
ingarsalnum, en hún er fram-
lag Skaftfells til Ferðalags,
verkefnis sem var unnið fyrir
Listahátíð í Reykjavík 2008.
SkyrLeeBob er fjöllistahópur
þeirra Guðna Gunnarssonar
myndlistarmanns, Ernu Ómars-
dóttur dansara og Lieven
Dousselaere tónlistarmanns. Á
sýningunni eru ljósmyndir af
SkyrLeeBob við ýmsar athafn-
ir; 6 videó með SkyrLeeBob frá
Seyðisfirði, munir úr gjörning-
um SkyrLeeBob og í undraherberginu er einnig vid-
eóupptaka frá gjörningi SkyrLeeBob á opnun sýning-
arinnar. Síðasti sýningardagur er 15. júní.
Skaftfell er til húsa að Austurvegi 42 á Seyðisfirði.
- vþ
Myndlist blómleg fyrir austan
SJÓNRÆNA HLIÐIN Mynd eftir Gunnhildi Unu
Jónsdóttur.
Allra síðustu sætin!
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta
er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem
er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og
iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig
um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana
og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til
Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000
Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Auglýsingasími
– Mest lesið