Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 78
54 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR Dýrleif Ýr Örlygsdóttir býður lesendum blaðsins upp á sumarlegan forrétt. Hún vill fá góðan mat í það minnsta einu sinni á dag. „Þessi réttur er rosalega góður. Ég fékk upp- skriftina fyrir nokkrum árum hjá honum Ragnari, sem varð síðan yfirkokkurinn á Domo,“ útskýrir Dýrleif, en maður hennar, Kormákur Geirharðs- son, er einmitt einn eigenda veitingastaðarins. „Ég er búin að nota þessa uppskrift alveg rosa- lega oft, einmitt af því að hún er svo auðveld og góð. Maður er ekki nema fimm mínútur að þessu, sem er mjög þægilegt ef maður er að fá fólk í mat,“ segir Dýrleif, sem jafnvel hefur notað hana sem aðalrétt. „Þá skipti ég rækjunum út fyrir humar og eyk bara magnið af öllu,“ útskýrir hún. Réttinn má bæði grilla eða steikja á pönnu. „Hann er kannski enn betri af grillinu, sérstaklega svona á sumrin, en það virkar líka mjög vel að steikja hann. Ég hef oft gert það, ég er ekki einu sinni með grill hérna heima,“ segir hún. Dýrleif kveðst vera mikill sælkeri og hafa gaman af því að elda. „Ég reyni samt að hafa allar uppskriftir í fljótlegra lagi. Ég er ekki alveg komin á þann stað í lífinu að ég hafi marga klukkutíma til að verja í eldhúsinu,“ segir hún og hlær við. „Ég er hrifin af dálítið bragðmiklum mat. Ég er mjög hrifin af kryddum eins og engiferi, kóríander og chilli, sem eru einmitt öll í þessari uppskrift.“ Eins og flestum sælkerum finnst Dýrleifu ekki leiðinlegt að halda matarboð. „Mér finnst mjög skemmtilegt að bæði bjóða í og fara í matarboð, en í rauninni finnst mér mikilvægt að borða góðan mat einu sinni á dag. Ég og maðurinn minn eldum oft saman og eigum góða stund í eldhús- inu,“ segir hún brosandi. Dýrleif hefur starfað mikið sem stílisti og búningahönnuður í gegnum tíðina, en hefur nú tekið sér pásu frá frílanslífinu, eins og hún kallar það. „Ég var að byrja að vinna hjá Habitat, þar sem ég sé um útstillingar og þvíumlíkt. Þetta er á sama sviði, en mér finnst fínt að breyta aðeins til. Það er góð tilbreyting að vera á launaskrá einhvers staðar,“ segir hún og hlær. sunna@frettabladid.is Vill bragðmikinn mat > Sumardrykkirnir … … verða enn líflegri ef brugðið er á leik með klaka. Blandaðu saman jarðarberjum, vatni, sykri og smá sítrónusafa í blandara og frystu, eða búðu til klaka úr djúsblöndum. Jarðarberjaklaki er skemmtilegur bæði í gosdrykki og kampavínsglas. Ekki gleyma grænmetinu þó að grillið sé vaknað úr dvala. Það er um að gera að grilla meðlætið um leið og kóteletturnar, eða hvað það er sem hefur orðið fyrir valinu í það og það skiptið. Sætar kartöfl- ur henta vel með ýmsum mat og eru sérlega ljúffengar af grillinu. Þessa uppskrift að sætum kart- öfluflögum er að finna á vefnum epicurious.com. 1 kg sætar kartöflur ¼ bolli ólífuolía 1 tsk. salt 1 tsk. kúmen 1 vorlaukur 2 tsk. nýkreistur lime safi límónusneiðar ¼ bolli ferskur kóríander Sjóðið kartöflur í söltuðu vatni undir loki þar til þær eru rétt orðnar meyrar, í um 15-30 mínútur eftir stærð þeirra. Hellið vatni af og skolið kartöflur með köldu vatni. Skrælið og skerið í um 1 cm þykkar skífur. Hrærið saman olíu, salti og kúmeni í skál og penslið báðar hliðar kartöfluskífanna með blönd- unni. Skiljið þó aðeins eftir af blöndunni. Grillið þar til þær eru gullin- brúnar, í um mínútu á hvorri hlið. Notið tangir til að færa kartöfl- urnar yfir á bakka. Skerið vor- laukinn skáhallt í þunnar sneiðar, sáldrið yfir kartöflurnar. Pískið límónusafann saman við olíu- blönduna, saltið og piprið eftir smekk og dreypið yfir kartöflurn- ar. Stráið kóríander yfir og berið fram með límónusneiðum. Kartöflur á grillið Matreiðslumaðurinn Ragnar Ómarsson hefur bæst í eigenda- hóp Domo, en hann hefur verið yfirkokkur þar frá opnun staðar- ins í desember 2006. Aðrir eigend- ur Domo eru Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, Kormákur Geir- harðsson og Skjöldur Sigurjóns- son. Ragnar er sem stendur fyrir- liði og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins og hefur unnið til fjölda verðlauna. Hann hefur til að mynda keppt fyrir Íslands hönd í Bocuse D’Or, virtustu matreiðslu- keppni í heimi. Ragnar kveðst ekki ætla að gera miklar breytingar á starfsemi Domo, en segir að afrískra áhrifa verði að gæta í matreiðslu. „Það sem er efst á blaði hjá okkur er að göfga enn frekar bragðlauka land- ans með því að færa inn á matseð- ilinn okkar rétti og krydd sem koma frá framandi stöðum í Afr- íku,“ segir Ragnar. Domo er til húsa að Þingholts- stræti 5. Kaupir hlut í Domo Í EIGENDAHÓP DOMO Ragnar Ómarsson hefur eignast hlut í veitingastaðnum Domo, en hann hefur verið yfirkokkur þar á bæ síðan staðurinn var opnaður. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SÆTT MEÐ GRILLINU Sætar kartöflur henta vel á grillið, en úr þeim má til dæmis búa til einfalt og ljúffengt salat. NORDICPHOTOS/GETTY Hvaða matar gætiru síst verið án? Spínats. Eftir að ég byrjaði að borða spínat hætti ég að fá flensu einu sinni í mánuði. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Íranskur kavíar heima hjá afa unnusta míns. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Gellur og kinnar. Ég get bara ekki sett þær upp í mig. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Hunt‘s Honey Mustard BBQ sósa. Hún er einfaldlega góð með öllu! Kjúlla, kjöti, meira að segja spínati. Maður skellir henni bara á pönnuna með hverju sem er. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ég hef verið að æfa mig að gera gazpacho, eftir uppskrift sem ég fékk hjá ömmu minni, því ég er hálfur Spánverji og það er algjör heilsubomba. Tómatarnir kæla líkamann mjög vel. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Sojamjólk. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Einhverja góða sósu til að hafa með humrinum sem ég myndi veiða mér. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Snákasúpa sem ég fékk í Kína. Það er skrítið að borða snák, eins og allt sem maður er ekki vanur. Ég var viss um að eitthvað væri að kjötinu, en það var alls ekki vont. MATGÆÐINGURINN SARA MARTI GUÐMUNDSDÓTTIR LEIKKONA Snákakjöt í Kína undarlegt undir tönn Smurbrauðsstaðurinn Jómfrúin á Lækjargötu hefur notið mikilla vinsælda síðastliðin tólf ár fyrir klassískt smurbrauð upp á danska mátann. Síðastliðin sumur hefur verið boðið upp á djasstónlist á laugardögum við góðar undirtektir matargesta. „Sumardjassinn á vegum Sigurð- ar Flosasonar byrjar hjá okkur 14. júní og verður sex laugar- daga í sumar. Þá er sett upp lítið svið í portinu á bak við staðinn og það fyllist af fólki. Þetta bygg- ist á því að það sé gott veður, en fólk á öllum aldri mætir með góðum fyrirvara til að tryggja sér pláss.“ segir Guðrún Pálína Sveinsdóttir, yfirkokkur á Jóm- frúnni. „Það er nóg að gera á staðnum, en svo sendum við líka smurbrauð í veislur og fyrirtæki út í bæ. Það er alltaf mikið að gera í hádeginu en svo eru hápunktar eins og sumrin og svo desembermánuður. Margir panta borð í janúar fyrir desember,“ útskýrir Guðrún Pál- ína. „Smurbrauðið er mjög sígilt svo það eru litlar breytingar á mat- seðlinum eftir árstíðum. Við erum með fasta rétti, en veljum svo hvað við höfum á matseðlinum eftir því hvað er vinsælast,“ segir Guðrún Pálína og bætir við að rauðsprettan og rifjasteikin séu án efa tveir vinsælustu réttirnir á Jómfrúnni, „svo er eiginlega skylda að fá sér einn öl og snafs með smurbrauðinu,“ segir Guðrún Pálína sem gaf okkur girnilega uppskrift að sumarlegu salati. Smurbrauð og sumardjass FLJÓTLEGT EN BRAGÐGOTT Dýrleif Ýr Örlygsdóttir vill hafa mat- inn sinn bragðmikinn en fljótlegan. Uppskriftin að tígrisrækjun- um sameinar þetta tvennt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RAUÐSPRETTAN VINSÆLA AÐ HÆTTI JÓMFRÚARINNAR Nýjum rauðsprettu- flökum er velt upp úr hveiti, eggi og raspi og djúpsteikt. Borin fram á rúgbrauði með remolaði, rækjum, aspas og sítrónu. GRILLUÐ ENGIFERMAR- INERUÐ TÍGRISRÆKJA MEÐ APRIKÓSU-LIME- DÝFU Forréttur Ca 3 tígrisrækjur á mann. 1 tsk. ferskt engifer 1 stk. hvítlauksrif 1 dl ólífuolía salt og pipar Ídýfa 2 msk. apríkósumarm- elaði safi úr 2 stk. lime ½ rauður chilli 2 msk. hvítvínsedik 2 msk. sojasósa 2 msk. fiskisósa hnefafyllir kóríander Marínering: Rífið bæði engifer og hvítlauk með fínu rifjárni. Blandið olíu, engiferi og hvítlauk vel saman og leggið rækjurn- ar í löginn í u.þ.b. klst. Rækjurnar grillaðar eða steiktar á pönnu í 1½ mínútu á hvorri hlið. Kryddið með salti og pipar og berið rækjurnar fram heitar eða kaldar. Ídýfan: Saxið chilli- pipar og kóríander fínt. Öllu blandað saman og smakkað til með salti og pipar DANSKT „HØNSESALAT“ Guðrún Pál- ína gaf okkur uppskrift að sumarlegu salati. DANSKT „HØNSESALAT“ 150 g majones eða sýrður rjómi, eða til helminga HP sósa salt og pipar Fylling: 250 g soðið kjúklingakjöt í bitum 125 g aspas 125 g steiktir sveppir í sneiðum Majonesið bragðbætt með kryddinu. Kjúklingakjöti, aspas og sveppum hrært í majonesið. Sett í skál og puntað með beikoni, steiktum sveppum og tómatbát- um. Borið fram með ristuðu brauði. maturogvin@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.