Fréttablaðið - 05.06.2008, Síða 82

Fréttablaðið - 05.06.2008, Síða 82
58 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR Geiri á Goldfinger vann í gær meiðyrðamál gegn tímaritinu Ísafold en ekki þykir sannað, líkt og segir í grein þar, að Goldfinger tengist mansali á nokkurn hátt. Jón Trausti Reynis- son ritstjóri segir dómara óhrædda að vega að mál- frelsinu sem aldrei nýtur vafans. „Við munum áfrýja. Það er engin spurning. Annars verður erfitt að vera blaðamaður á Íslandi. Fyrri hálfleik er lokið,“ segir Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Ísafoldar og núverandi ritstjóri DV. Það var þyngra í Jóni Trausta hljóðið en Ásgeiri Þór Davíðssyni – Geira á Goldfinger – sem í gær hrósaði sigri í meiðyrðamáli sínu á hendur tímaritinu Ísafold vegna greinar sem birtist í júní árið 2007. Honum var dæmd ein milljón króna í bætur en með máls- og birtingarkostnaði auk dráttar- vaxta leggur sektin sig á um 2 milljónir sem Jón Trausti og Ingi- björg Dögg Kjartansdóttir, þá á Ísafold, þurfa að borga. Sigurður H. Stefánsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Meginefni greinarinnar er man- sal og ítrekað er sagt að mansal tengist rekstri súlustaðarins Gold- finger sem er í eigu Geira. „Þetta eru að mér skilst næsthæstu skaða- bætur sem dæmdar hafa verið á Íslandi. Bara „Maggi glæpur“ fékk meira. Lögreglan hefur margoft rannsakað starfsemina og ekkert bendir til þess að á staðnum þrífist vændi, mansal eða tengsl við skipulagða glæpastarfsemi líkt og segir í greininni,“ segir Geiri. Og lögmaður hans var kátur einnig. Fagnar niðurstöðunni. Hann bendir á að í Ísafold hafi Geiri verið bendlaður við refsi- verða starfsemi sem enginn fótur reyndist fyrir – starfsemi sem er svívirðileg í augum alls almenn- ings. Tjáningarfrelsi fylgi skyldur og þegar menn nýta sér það verði þeir að taka mið af réttindum sem snúa að æruvernd og friðhelgi einkalífs. Blaðamenn fóru langt út fyrir mörk tjáningarfrelsisins að mati Vilhjálms. Jón Trausti mótmælir dómnum harðlega og telur hann aðför að fjölmiðlun á Íslandi. „Meginefni dómsins er að mansal sé hreint og klárt þrælahald í gamaldags skiln- ingi þess orðs. Grein Ísafoldar fjallar hins vegar um hvernig man- sal virkar, hvernig það teygir anga sína til Íslands og þessara staða. Ef dómarinn hefði nennt að hlusta á vitnisburð Rúnu í Stígamótum [Guðrúnar Jónsdóttur] hefði nið- urstaðan orðið önnur,“ segir Jón Trausti. Hann bendir jafnframt á að miskabæturnar sem slíkar séu ívið hærri en fórnarlömb í nauðg- unarmálum fá. „Ég er hissa á þessu. Ómögulegt er að átta sig á dómum í meiðyrðamálum á Íslandi yfirleitt. Aðalatriðið í þessu er að dómarar eru óhræddir við að vega að málfrelsinu sem aldrei nýtur vafans.“ jakob@frettabladid.is Ómerkar meiningar um mansal INGIBJÖRG DÖGG OG GEIRI Geiri var ánægðari en ritstjórinn með dóminn sem var upp kveðinn í dómsal 202 í héraðsdómi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON„Hún er ansi flott í ár,“ segir Björgúlfur Egilsson, skipuleggj- andi menningarhátíðar Grand Rokks sem hefst í dag klukkan 18 og stendur fram á sunnudag. Dag- skrá hátíðarinnar er fjölbreytt. Bæði kvenna- og karlakór Grand Rokks munu stíga á svið. Kvenna- kórinn ber nafnið Sólsnípurnar og honum stjórnar Andrea Gylfa- dóttir, en karlakórinn heitir Þúfut- ittlingarnir. Einnig verður lifandi list í gangi, en þá mála listmálarar verk á staðnum sem verða boðin upp á lokadegi hátíðarinnar og á sama uppboði verða boðnar upp bækur frá Braga Kristjónssyni fornbókasala. Tónlistaratriði verða einnig á dagskrá hátíðar- innar sem og ýmis önnur skemmti- atriði. Stærsta uppákoma hátíðarinnar er þó hin árlega leiksýning Grand Rokks. Í ár er það söngleikurinn Skeifa Ingibjargar eftir Benóný Ægisson en verkið fjallar um Jón Sigurðsson og konu hans Ingi- björgu. Það eru Lísa Pálsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson sem leik- stýra en með hlutverk Ingibjarg- ar fer Kormákur Bragason og Örn Guðnason fer með hlutverk Jóns. „Það eru miklar væntingar bundn- ar við Kormák í þessu hlutverki,“ segir Björgúlfur en leikfélagið er eina barleikhús heimsins, eftir því sem hann best veit. „Það eru eintómir Grandarar sem skipa leikhópinn,“ segir Björgúlfur og aðspurður hvað einkenni hinn dæmigerða Grandara svarar hann: „Glaðværð og fegurð. Hún verður í fyrirrúmi um helgina.“ - shs Glaðværð og feg- urð á Grand Rokki GRAND Á ÞVÍ Þorsteinn Þórsteinsson, vert á Grand Rokki, og Björgúlfur Egilsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HAGKAUP SMÁRALIND HAGKAUP SKEIFUNNI HAGKAUP KRINGLUNNI HAGKAUP SPÖNGINNI HAGKAUP GARÐABÆ HAGKAUP EIÐSTORGI HAGKAUP AKUREYRI HAGKAUP BORGARNESI HAGKAUP NJARÐVÍK HAGKAUP HOLTAGARÐAR EINAR ÓLAFSS, AKRANESI NETTÓ MJÓDD ÚRVAL NJARÐVIK ÚRVAL HAFNAFIRÐI ÚRVAL EIGILSSTÖÐUM ÚRVAL HÚSAVÍK ÚRVAL HRÍSALUNDI ÚRVAL ÍSAFIRÐI ÚRVAL SIGLUFIRÐI ÚRVAL BORGARNESI ÚRVAL BLÖNDUÓSI ÚRVAL SKAGASTRÖND BJARNI EIRÍKS,BOLUNGARV. KAUPFÉLAG V-HÚNV. HVAMMST. SKAGFIRÐINGABÚÐ SAUÐÁRKR. KAUPFÉLAGIÐ DRANGSNESI NÓATÚN SELFOSSI EFNALAUG VOPNAFJARÐAR LYFJA, PATRÓ ÞÍN VERSLUN SELJABRAUT STRAX FÁSKRÚÐSFIRÐI STRAX LAUGAVATNI KRÓNAN REYÐARFIRÐI KRÓNAN BÍLDSHÖFÐA KRÓNAN MOSÓ KRÓNAN VESTMANNAEYJUM RANGÁ SKIPASUNDI KJARVAL VÍK KJARVAL HVOLSVELLI ÚTSÖLUSTAÐIR SLOGGI TILBOÐ TAI Vönduð nærföt á tilboðsverði Flottar, þægilegar og sniðnar að þér. tai TAI 3 í pakka 2.490 kr/pk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.