Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 85
FIMMTUDAGUR 5. júní 2008 61 Ævisaga hinnar áhrifamiklu rokkhljómsveitar Sonic Youth er nú komin út í bókinni Goodbye 20th Century eftir David Browne. Í bókinni er tæplega þrjátíu ára ferill sveitarinnar rakinn og þau áhrif sem hún hefur haft á samtíma- menn eins og Beck, Nirvana og leikstjórann Spike Jonze tíunduð. Bókin er 422 blaðsíður og er kafað djúpt í efnið. Fjöldi ljósmynda prýðir bókina. Saga Sonic Youth á bók SONIC YOUTH Rokkhljómsveitin System of a Down liggur enn í salti eftir plötutvennuna Hypnotized/ Mezmerized sem kom út árið 2005. Söngvarinn Serj Tankian hefur gert sólóplötu og nú hafa gítarleikarinn Daron Malakian og trommarinn John Dolmayan stofnað hljómsveitina Scars On Broadway. Plata samnefnd sveitinni er væntanleg 29. júlí og sá Daron um hljóðvinnslu á henni. Hljómsveitin mun koma fram á tónleikum í sumar og segja tvímenningarnir að þetta sé þeirra aðalband í dag. Ekkert hefur hins vegar heyrst um að SOAD snúi aftur, þótt dánartil- kynning hafi heldur ekki verið gefin út. Nýtt band frá SOAD- mönnum Í SALTI System of a Down. Hljómsveitin Dr. Spock hamast nú í hljóðveri og er langt komin með nýja plötu. Þetta verður þriðja plata Spock-ara, fyrir eru breiðskífa og stuttskífa. Ekki hefur endanleg ákvörðun verið tekin um það hvort lagið úr Eurovision, Hvar ertu nú? verði með á plötunni. Styttist í Spock-plötu Ljósmyndarinn Charlie Strand sendir frá sér bókina Project:Iceland á laugardag. Á þeim tveimur og hálfu árum sem það tók hann að vinna bókina hefur gengið á ýmsu. Charlie fluttist hingað til lands frá London, þar sem hann er fæddur og uppalinn, fyrir um tveimur og hálfu ári með það fyrir augum að gera ljósmyndabók um frumkvöðla í íslensku tónlistar- og menningarlífi, eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir um ári síðan. Á meðal þeirra listamanna sem Charlie myndar og talar við eru hljómsveitirnar Mínus og Trabant, hönnuðirn- ir Jón Sæmundur og Helicopter, og listakonan Hrafnhildur Arnardóttir. Á ýmsu hefur gengið meðan á vinnslu bókarinnar stóð. „Fyrir ári var ég að drukkna í skuldum og í rauninni bara að fara þetta á þrjóskunni,“ segir Charlie og hlær við. „Ég var eiginlega bara einn í þessu þangað til það var komið að því að prenta bókina. Þá átti ég frekar niðurdrepandi tímabil þar sem ég reyndi að sannfæra hin ýmsu fyrirtæki um að styðja framtakið, sem gekk ekki sérstaklega vel.“ Svo fór að lokum að Charlie fékk stuðning frá Novator og í kjölfarið hafa utanríkisráðuneytið, Útflutningsráð, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og Reykja- víkurborg, auk annarra, tekið bókina upp á arma sína, auk þess sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, styður hana opinberlega. „Hún verður til dæmis til í öllum sendiráðum Íslands, og í útibúum Lands- bankans um allan heim,“ útskýrir Charlie. Aðalútgef- andi bókarinnar er Booth-Clibborn, sem mun dreifa henni um Asíu og gjörvalla Evrópu. „Booth-Clibborn hefur góðan orðstír. Bækur þeirra eru virtar, en samt beittar, sem er fullkomið. Mér finnst ég hafa þeim skyldum að gegna gagnvart þeim listamönnum sem ég fjalla um í bókinni að hún verði tekin alvarlega,“ segir Charlie. Hann segir það hafa verið nokkra áskorun að halda innihaldi bókarinnar fersku á svo löngu vinnuferli. „Ég hafði mínar aðferðir til að ganga úr skugga um að hún væri ekki úrelt og tók ekki endanlegar ákvarðanir um innihaldið fyrr en á síðustu mánuðun- um. Þó að það væru kannski liðin tvö ár frá því að listamaður féllst á að vera með í bókinni völdum við myndir af nýjustu verkum þeirra, eins seint og mögulegt var,“ útskýrir Charlie. „En ég reyndi að hafa jafnvægi á milli þess að hafa þetta nýtt og ferskt og að passa upp á listræna þáttinn líka,“ segir hann. Charlie hefur þegar hafist handa við ný verkefni. Hann stefnir á að opna listsýningu með eigin verkum í Reykjavík og London um jólin og vinnur að gerð nýrrar bókar. „Hún mun líka fókusera á íslenskar listir, en verður mun meira abstrakt og stærri. Í henni verður allt frá landslagsmyndum í skringilegri kantinum til portrettmynda af þekktum og minna þekktum andlitum í íslensku listalífi,“ útskýrir hann. Útkomu Project:Iceland verður fagnað í Liborius á laugardaginn. Einnig verður sett upp sýning í tengslum við útgáfuna, með verkum Charlie auk lista- verka frá meðal annars Hrafnhildi Arnardóttir og Riceboy sleeps. Þá verður geisladiskurinn sem fylgir bókinni einnig spilaður í fyrsta sinn, en á honum má finna efni frá þeim hljómsveitum sem Charlie fjallar um. Fögnuðurinn hefst í Liborius klukkan 19 á laugardag. sunna@frettabladid.is Project:Iceland kemur út TVEGGJA OG HÁLFS ÁRS STREÐ AÐ BAKI Charlie Strand sá á stundum ekki fram á að geta lokið vinnu sinni við Project: Iceland. Bókin, sem kemur út á laugardag, nýtur nú stuðnings Forseta Íslands ásamt stofnana á borð við Útflutningsráð og Kynningarmiðstöð íslenskrar menningar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.