Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 88
64 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR HANDBOLTI Íslenska landsliðið stendur í ströngu þessa dagana. Það er mikið álag og ferðalög á strákunum sem nú eru í æfinga- búðum í Magdeburg þar sem þeir búa sig undir næsta stríð sem er gegn Makedónum í Skopje um helgina. Er það fyrri leikur lið- anna í keppni um laust sæti á HM í Króatíu sem fram fer í janúar. Strákarnir glöddust því mjög þegar Alfreð Gíslason, fyrrver- andi landsliðsþjálfari, bauð öllum hópnum í grillveislu á heimili sínu er þeir sneru aftur til Magdeburg frá Wroclaw. Alfreð og Kara, eiginkona hans, hafa komið sér upp glæsilegu heimili um 60 kílómetrum fyrir utan Magdeburg. Húsið var nán- ast rústir einar þegar þau keyptu það á sínum tíma. Þau lögðust í mikið verkefni að endurbyggja húsið í raun og veru og útkoman er glæsileg. Það þarf talsvert magn til þess að metta maga landsliðsstrákana og Alfreð hafði því komið upp einum þremur grillum þar sem voru eldaðar stórsteikur og brat- wurst-pylsur. Alfreð sá sjálfur um eldamennskuna ásamt Einari Þor- varðarsyni, framkvæmdastjóra HSÍ, og undirrituðum. Strákarnir tóku hraustlega til matar síns og spjölluðu síðan fram á kvöld og létu fara vel um sig í glæsilegum vistarverum Alfreðs og konu hans. Daginn eftir byrjaði síðan alvar- an á ný hjá strákunum og þeir halda á morgun til Skopje þar sem erfitt verkefni bíður liðsins. Heimavöllur Makedóna þykir einn sá erfiðasti í Evrópu enda áhorf- endur langt frá því eins kurteisir og áhorfendur voru til að mynda í Póllandi. Viku síðar fer síðari leikur lið- anna fram í Laugardalshöll og eftir það fá strákarnir langþráð frí áður en undirbúningurinn fyrir Ólympíuleikana hefst en liðið fer utan til Peking í byrjun ágúst og fyrsti leikur liðsins er 10. ágúst. henry@frettabladid.is Alfreð bauð landsliðinu í heljarinnar grillveislu Alfreð Gíslason, fyrrum landsliðsþjálfari, tók vel á móti gömlu lærisveinunum sínum er þeir sneru aftur til Magdeburg frá Póllandi. Alfreð sló upp grillveislu á glæsilegu heimili sínu þar sem strákarnir tóku hraustlega til matar síns. SVONA GERUM VIÐ ÞETTA EINAR, MINN Alfreð fer yfir grillmálin með Einari Þorvarð- arsyni, framkvæmdastjóra HSÍ, sem hjálpaði til við að grilla ofan í mannskapinn. FRÉTTABLAÐIÐ/HBG GLÆSILEGT HÚS Alfreð býður hér strák- ana velkomna á heimili sitt sem sést hér til vinstri. Til hægri á myndinni er bílstjóri Magdeburgarliðsins í handbolta sem keyrir liðið allar götur síðan Alfreð tók við en landsliðið fær þess utan afnot af glæsilegri liðsrútu Magdeburgarliðs- ins. FRÉTTABLAÐIÐ/HBG FLOTTUR VIÐ GRILLIÐ Alfreð tók sig vel út við grillið þar sem hann fór á kostum við að matreiða hverja stórsteikina á fætur annarri ofan í landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/HBG KÖRFUBOLTI Magnús Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur og íslenska landsliðsins, hefur ákveðið að söðla um en hann skrifaði í gær undir eins árs samning við erki- fjendur Keflavíkurliðsins, Njarð- vík. „Þetta er bara rétti tíminn hjá mér að breyta aðeins til og prófa eitthvað nýtt. Ég þurfti einnig nýja áskorun og það kemur núna í ljós hvort ég geti eitthvað í körfu- bolta. Ég hef verið svo lánsamur að spila með frábærum Keflavík- urliðum en það mun reyna meira á mig hjá Njarðvík og þá kemur í ljós úr hverju ég er gerður,“ sagði Magnús en hann hefur þegar leitt hugann að því hvernig það verði að mæta í Sláturhúsið í græna búningnum. „Það er strax erfitt og sérstakt að hugsa um það. Ég fæ eflaust að heyra það eitthvað en ég vona að það verði líka klappað eitthvað fyrir mér,“ sagði Magnús. - hbg Magnús Gunnarsson er á leiðinni til Njarðvíkur: Fannst ég þurfa á nýrri áskorun að halda MAGNÚS GUNNARSSON Verður í grænu næsta vetur. MYND/VÍKURFRÉTTIR FÓTBOLTI Bikarmeistarar FH mæta 1. deildarliði Fjarðabyggð- ar austur á landi í 32 liða úrslit- um VISA-bikars karla. Verður það örugglega strembin rimma fyrir meistarana enda Fjarða- byggð erfið heim að sækja og með frambærilegt lið. Tveir úrvalsdeildarslagir eru í umferðinni, Þróttur mætir Fylki og HK tekur á móti ÍA. Áhugaverð rimma er í Vestur- bænum þar sem úrvalsdeildarlið KR mætir þriðju deildarliði KB sem sló Njarðvík frekar óvænt út síðustu umferð. Íslandsmeist- arar Vals mæta svo Þór á Akur- eyri. - hþh Dregið í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla: Meistararnir fara austur DRÁTTURINN Leikið er 18. og 19. júní Breiðablik - KA Fjarðabyggð - FH Fjölnir - KFS Fram - Hvöt Grindavík - Höttur Hamar - Selfoss Haukar - Berserkir HK - ÍA ÍBV - Leiknir R. Keflavík - Stjarnan KR - KB Reynir Sandgerði - Sindri Víðir - Þróttur Vogum Víkingur R. - Grótta Þór - Valur Þróttur R. - Fylkir Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.