Fréttablaðið - 14.06.2008, Qupperneq 12
12 14. júní 2008 LAUGARDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 302
4.439 +0,24% Velta: 3.295 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 6,48 0,00% ... Bakkavör 30,00
-2,28% ... Eimskipafélagið 14,20 -2,70% ... Exista 8,76 -1,13% ...
Glitnir 16,40 -0,91% ... Icelandair Group 15,10 +0,67% ... Kaupþing
755,00 +0,94% ... Landsbankinn 22,90 +0,44% ... Marel 89,40
+0,45% ... SPRON 3,88 +0,78% ... Straumur-Burðarás 10,05 +0,50%
... Teymi 2,10 +0,96 ... Össur 93,30 +0,43%
MESTA HÆKKUN
NÝHERJI +22,22%
TEYMI +0,96%
KAUPÞING +0,94%
MESTA LÆKKUN
ATLANTIC PETROL. -3,00%
EIMSKIPAFÉLAGIÐ -2,70%
FØROYA BANKI -2,70%
Merrion Landsbanki, dóttur-
félag Landsbankans, hefur fest
kaup á írska eignastýringarfé-
laginu Oppenheim Investment
Managers Ltd. Þetta kemur
fram í Moment, tímariti Lands-
bankans, sem kom út í gær.
Oppenheim er stórt á sínu
sviði á írskan mælikvarða, með
um einn milljarð evra í stýringu.
Með yfirtökunni tvöfaldast sú
upphæð sem Merrion hefur í
sinni umsjá.
Starfsmenn írska fyrirtækis-
ins eru fjórtán, en í sameigin-
legu félagi á Írlandi verða
starfsmenn Landsbankans
nokkuð á annað hundraðið.
- bih
Landsbankinn
kaupir á ÍrlandiAf dónalegum spurningum
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, brást illa við
spurningum Sindra Sindrasonar, fréttamanns
Markaðarins, fyrir utan Stjórnarráðið í gærmorg-
un. Sakaði Geir Sindra um dónaskap þegar
hann innti ráðherra eftir aðgerðum í efnahags-
málum. Svona voru samskiptin: Sindri: „Jæja,
hvar eru peningarnir sem eiga að komast inn
í landið?” Geir: „Á þetta að vera
viðtal? Sindri: „Já, ég myndi vilja
heyra aðeins um þetta...” Geir:
„Þú verður að hafa samband
fyrirfram.” Sindri: Geir, þjóð-
in náttúrulega bíður eftir
einhverjum aðgerðum frá
ríkisstjórninni. Geturðu ekki
gefið okkur smá komment?”
Geir: „Ég vildi gjarnan gera
það, Sindri, ef þú hagaðir
þér ekki svona dónalega.”
Var botninum þá ekki náð?
Óhætt er að segja að hörð viðbrögð forsætisráð-
herra veki athygli. Í hverju dónaskapur frétta-
mannsins fólst er heldur ekki augljóst.
Forsætisráðherra verður að una því að fjölmiðl-
ar spyrji þeirra spurninga, sem fólkið í
landinu spyr sig þessa dagana. Verð-
bólgan hækkar, gengið sveiflast, bensín
er í hæstu hæðum og fyrirtæki segja
upp fólki. Hann sagði sjálfur í þinginu
fyrir nokkrum vikum að botninum
væri náð á mörkuðum. Óhætt
er að segja, að það hafi ekki
gengið eftir. Hann hefur einnig
sagt að til standi að efla gjald-
eyrisforðann með erlendu láni
og nú er beðið eftir því. Hve
löng sú bið verður, er ekki
gott að segja. Kannski væri líka
dónalegt að velta því fyrir sér?
Peningaskápurinn ...
„Þetta eru tæplega fjögur þúsund
einstaklingar sem bætast við hlut-
hafahópinn,“ segir Kristinn Hall-
grímsson, formaður skilanefndar
Eignarhaldsfélagsins Samvinnu-
trygginga.
Kristinn segir að ákveðið hafi
verið að túlka ákvæði samþykkt-
anna rúmt. „Eftirlifandi makar
kvæntra tryggingataka eignast
helming réttindanna,“ segir Krist-
inn. Einnig hafa ákvæði sem varða
fyrirtæki verið rýmkuð.
Fjárfestingafélagið Gift er stofn-
að upp úr eignarhaldsfélaginu. Þeir
sem tryggðu hjá Samvinnutrygg-
ingum árin 1987 til 8 eiga að eignast
hlutabréf í Samvinnutryggingum.
Alls verða hluthafar í Gift um 54
þúsund, bæði fólk og fyrirtæki. Gift
á aftur stóra hluti í Kaupþingi,
Existu og fleiri félögum.
Skilanefndin vinnur eingöngu
eftir samþykktum félagsins, en seg-
ist starfa í anda hlutafélaga- og
samvinnufélagalaga. Kristinn Hall-
grímsson segir að það væri ekki í
samræmi við samþykktirnar að eft-
irlifandi makar fengju full réttindi,
þar sem þær heimili ekki að rétt-
indi erfist.
Kristinn segir að stefnt sé að því
að birta lista yfir þá sem eignast
hlut í Gift á netinu.
Skilanefndin hefur spurt Persónu-
vernd hvort það sé í lagi. Kristinn
Axelsson, lögfræðingur hjá stofn-
uninni, staðfestir að þangað hafi
borist erindi. Niðurstaða ætti að
liggja fyrir á næstu vikum. - ikh
Biðja Persónuvernd um
leyfi fyrir hluthafalista
Núverandi stjórnendur
Eimskipafélagsins þögðu um
Innovate-málið í meira en
þrjá mánuði. Fjármálaeftir-
litið íhugar rannsókn. Fyrr-
verandi forstjóri félagsins
fékk næstum milljarð króna
við starfslok vegna sölu-
tryggingar á kaupréttum.
Eimskip verður af tugum
milljarða vegna mistaka
undir hans stjórn.
Fjármálaeftirlitið (FME) íhugar nú
að hefja rannsókn á milljarða
afskriftum Eimskipafélagsins á
breska félaginu Innovate.
Eimskipafélagið tilkynnti í vik-
unni að dótturfélagið Innovate yrði
afskrifað í heilu lagi. Níu milljarð-
ar króna færu út úr bókum félags-
ins. Þá gerði félagið ráð fyrir um
36 milljarða tekjum af félaginu í
ár.
Baldur Guðnason var forstjóri
félagsins þegar kaupin voru gerð.
Stjórn Eimskips ætlar að fara
vandlega yfir allt málið. Meðal
annars verður skoðað hvort Baldur
hafi haldið upplýsingum leyndum
fyrir stjórninni eða hvort hann hafi
verið blekktur við kaupin á Inn-
ovate.
Gylfi Sigfússon, forstjóri félags-
ins, sagði við Markaðinn að málið
hefði komið inn á borð stjórnar
Eimskips í febrúar.
Eftir því sem heimildir Markað-
arins herma telja menn eðlilegt að
greint hefði verið frá þessu til
Kauphallarinnar mun fyrr en í
þessari viku.
Málið er hins vegar komið á borð
FME, sem íhugar rannsókn á mál-
inu. „Þetta er nýkomið upp og verð-
ur skoðað ef ástæða þykir til,“
segir Íris Björk Hreinsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi FME.
Meðal þess sem líklega yrði
kannað, eftir því sem næst verður
komist, er hvort viðskipti hafi
verið með hlutabréf í Eimskipum á
grundvelli vitneskju um yfirvof-
andi afskriftir Innovate.
Gengi hlutabréfa í Eimskipafé-
laginu hefur hrunið úr 20 niður í
14,4 eftir að Innovate-málið kom
upp á yfirborðið.
Sindri Sindrason, stjórnarfor-
maður Eimskips, sagði við Mark-
aðinn að stjórnendur hefðu gert
mistök við kaupin á breska félag-
inu Innovate. Hann sat sjálfur í
stjórn félagsins þegar kaupin voru
gerð. Magnús Þorsteinsson, fyrr-
verandi viðskiptafélagi Björgólfs-
feðga, var þá stjórnarformaður.
Baldur Guðnason hætti störfum
sem forstjóri Eimskips í febrúar,
um svipað leyti og málið kom á
borð stjórnar.
Í apríl síðastliðnum keypti Eim-
skipafélagið hlut Baldurs. Hlutur-
inn var sölutryggður á genginu
37,76, en var keyptur í lok apríl í
fyrra þegar gengi félagsins var
34,4 á hlut.
Baldur átti ríflega 67 milljónir
hluta. Gengi hluta í félaginu var
24,7, í byrjun apríl í ár, þegar félag-
ið keypti Baldur út. Hann græddi
því næstum níu hundruð milljónir
króna á mismuninum.
ingimar@markadurinn.is
FME íhugar rannsókn
á Eimskipafélaginu
FYRRVERANDI FORSTJÓRI EIMSKIPS Baldur Guðnason ók í burtu með næstum
milljarð í farteskinu vegna sölutryggingar kaupréttar þegar hann hætti hjá Eimskipa-
félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fjárfestingarbankinn Lehman
Brothers hefur ákveðið að lækka
nokkra af helstu stjórnendum
bankans í tign eftir slakt uppgjör
á öðrum fjórðungi. Tap Lehman
Brothers nam 2,8 milljörðum
Bandaríkjadala á öðrum ársfjórð-
ungi, jafnvirði 210 milljarða
íslenskra króna.
Hlutabréf í Lehman Brothers
hafa lækkað um tæp 25 prósent
frá því að uppgjörið var birt og
fóru lægst í 22,70 á hlut. Bréfin
tóku við sér í gær og stóðu í 24,48
um miðjan dag en hafa þó ekki
verið lægri frá miðju ári 2000. - bþa
Lehman lækk-
ar fólk í tign
Greiningardeild Landsbankans
spáir ríflega þrettán prósenta
verðbólgu á ársgrundvelli, í þess-
um mánuði. Enn fremur spáir
bankinn því að tólf mánaða verð-
bólga verði tæplega fjórtán pró-
sent í ágúst, en nái þá hámarki.
Gangi þetta eftir hafa ekki sést
svona háar verðbólgutölur frá því
óðaverðbólga níunda áratugarins
rann sitt skeið. Tólf mánaða verð-
bólga í ágúst árið 1990 mældist þá
14,2 prósent.
Greiningardeildin segir að áhrif
af gengislækkun krónunnar séu
að mestu komin fram. Hún bendir
á að lækkandi fasteignaverð dragi
úr verðbólgu.
Greiningardeild Glitnis hefur
einnig spáð vaxandi verðbógu. - ikh
Óðaverðbólgutölur
Það er mikilvægt fyrir bankana og
íslenskt fjármálakerfi að sýna að
það búi ekki við einangrun og
erlendir aðilar séu að fjárfesta í
og með íslensku bönkunum, sagði
Ármann Þorvaldsson, forstjóri
Kaupþings í London, í hádegisvið-
tali Markaðarins í gær.
Ármann bendir á að umræðan
sé að snúast til hins betra og
erlendir greiningaraðilar séu ekki
jafn neikvæðir og áður. Hann
segir einnig að erlendir fjárfestar
séu ekki spenntir fyrir íslenskum
fyrirtækjum vegna smæðar mark-
aðarins. - bþa
Komast úr
einangrun
SAMVINNUSJÓÐURINN SAMT STÆRSTUR Þótt hluthöfum í Gift fjölgi um fjögur
þúsund, þá hefur það engin áhrif á heildarmyndina. „Sjóður hinna dauðu“ verður
stærsti hluthafinn. Finnur Ingólfsson er stjórnarformaður sjóðsins, en í hann hafa
runnið réttindi þeirra sem fallið hafa frá. Myndin er frá aðalfundi sjóðsins á dögun-
um. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA