Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.06.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 14.06.2008, Qupperneq 18
 14. júní 2008 LAUGARDAGUR E ins og þekkt er orðið hefur Gísli Örn Garðarsson nýlega skrifað undir samning um hlutverk í myndinni Prince of Persia: The Sands of Time sem Jerry Bruckheim- er framleiðir. Gísli mun fara með hlutverk illmennisins Hassans en þeir sem þekkja til Gísla segja hann þó vinalegan, hjartahlýjan, skemmtilegan og fyndinn. Gísli Örn er maður vikunnar. Gísli bjó lengi í Noregi og prófaði ýmislegt áður en hann fann sína réttu hillu. Hann stoppaði stutt við í norskum fimleikaháskóla, reyndi fyrir sér í félagsfræði við Háskóla Íslands og fór svo aftur til Noregs til að læra Evrópufræði. Þar byrjaði hann í leiklistinni, þegar hann lék með stúd- entaleikfélagi lögfræðinema í Ósló, þó svo að hann hefði aldrei lagt stund á lögfræði. Hann setti síðar upp sínar eigin sýningar, meðal annars Rocky Horror í Noregi og bítlasýn- ingu á Íslandi. Gísli hafði engan sérstakan áhuga á leiklist í æsku og engan hefði órað fyrir því að hann ætti eftir að gera garðinn frægan á því sviði. Raunar hafði hann sjálfur ekki grun um það fyrr en hann fór að velta því fyrir sér á hvaða sviði hann gæti nýtt fimleikahæfi- leika sína. Árið 1995 kynntist Gísli eiginkonu sinni, Nínu Dögg Filippusdóttur. Þau bjuggu saman í kommúnu í Noregi; tóku John Lennon og Yoko Ono sér til fyrirmyndar og vildu vinna sem götulista- menn. Helsti draum- urinn var að ferðast um heiminn en hann náði ekki lengra en á aðalgöngugötu Noregs þar sem þau spiluðu eitt sinn ásamt fleirum á djembít- rommur og didger- idoo og söfnuðu peningum í hatt. Árið 1997 sótti Gísli, hikandi þó, um í Leiklistarskóla Íslands ásamt Nínu Dögg og komust þau bæði inn. Nína hefur því ávallt verið hans nánasti samstarfs- maður hans og félagi. Hún var meðal þeirra sem stofnuðu með honum leikhópinn Vesturport. Hópurinn hefur notið mikillar velgengni frá upphafi og sett upp sýningar víða um heim, meðal annars í Bretlandi, Mexíkó, Suður-Kóreu og Rússlandi. Hópurinn hefur yfirleitt hlotið einróma lof gagnrýnenda og jákvæða umfjöllun í virtum dagblöðum og tímaritum á alþjóðavísu. Auk þess hefur hópurinn gert kvikmyndirnar Börn og Foreldra. Í Gísla mætast ákveðnar andstæður. Hann er sagður óvenju kraftmikill og atorkusamur en engu að síður einstaklega rólegur. Frægt dæmi um rólyndi hans er þegar Vesturport setti upp Kommúnuna í Mexíkó. Þá var leikmyndin ekki komin á frumsýning- ardag og erfiðlega gekk að ná henni úr tollinum. Allir aðrir í hópnum voru að fara á límingunum en Gísli var pollrólegur og hafði engar áhyggjur. Þessi rósemi þykir bæði kostur og galli. Fólki finnst yfirvegun hans ýmist þægileg og róandi eða einn af fáum eiginleikum Gísla sem fer í taugarnar á því. „Þetta fer allt eftir aðstæðum,“ segir félagi hans. „Þegar maður er að farast úr stressi eða að flýta sér er erfitt að vera með svona hægum manni. Stundum spyr maður sig hvort það renni ekki í honum blóðið. Ég þekki engan sem gengur svona hægt, þrátt fyrir ótrúlega langar lappir.“ Sá bætir þó við að þetta sé eini galli Gísla. Það er þó ljóst þegar afrekaskrá Gísla er skoðuð að blóðið í honum rennur prýðilega. Hann hefur alltaf nóg fyrir stafni og starfar jöfnum höndum sem leikari, leikstjóri, handritshöf- undur og framleiðandi bæði í kvikmyndum, leikhúsi og sjónvarpi. Auk þess stofnaði hann Hverfisbarinn og auglýsingapóst- kortafyrirtæki sem tröllreið þjóðinni í upphafi aldarinnar. Raunar segir einn vinur hans að hann sé blanda af athafna- manni og nörd. „Hann er rosalega mikill töffari út á við, en inn við beinið er hann algjör nörd − í góðri merkingu þess orðs.“ Annað dæmi um mikla orku hans er að hann stundaði fimleika lengi framan af ævinni og náði þeim merka árangri að vera liðsmaður í þremur landsliðum í greininni, því íslenska, danska og norska. Hann er sem sagt framtakssamur mjög og telja margir vina hans það hans helsta kost. „Hann hefur engar innri hömlur og gerir það sem honum dettur í hug. Hann fylgir hugmyndunum eftir frá A til Ö og lætur hlutina gerast,“ segir einn samstarfsmaður hans. Hugmyndirnar eru margar eins og sést, Gísli þykir á köflum sveimhugi með troðfullt höfuð − þannig að líklega er ekki skrítið að hann sé oft utan við sig og taki ekki endilega eftir því sem fólk í kringum hann er að segja. Hann er líka óstundvís en það skal ósagt látið hvort það sé vegna þess að hann gleymi sér í hafsjó hugmyndanna eða hve hægt hann gengur. MAÐUR VIKUNNAR Rólegur athafnanörd GÍSLI ÖRN GARÐARSSON ÆVIÁGRIP Gísli Örn Garðarsson fæddist í Reykjavík 15. desember 1973. Foreldrar Gísla eru þau Garðar Gíslason kennari og Kolbrún Högnadóttir sjúkraliði en þau er skilin. Gísli er giftur Nínu Dögg Filippusdóttur leikkonu sem var með honum í bekk í leiklistarskólanum og starfar með honum í leikhópnum Vesturporti. Dóttir þeirra heitir Rakel María. Gísli Örn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð árið 1992 og stundaði svo nám hér og þar meðal annars í norskum fimleikaháskóla og bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Ósló. Hann útskrifaðist svo vorið 2001 frá leik- listardeild Listaháskóla Íslands. Gísli er einn af stofnendum leikhópsins Vesturports og hefur leikið og leikstýrt mörgum velheppnuðum verkefnum með hópnum auk þess sem hann hefur séð um framleiðslu. Gísli hefur meðal annars leikið í leikritunum Hamskipt- unum, Rómeó og Júlíu, sjónvarpsþáttunum Mannaveiðum og kvikmyndinni Börnum, sem hann tók líka þátt í að skrifa handritið að. Nýverið tryggði hans sér hlutverk í Hollywood- myndinni Prince of Percia: The Sands of Time. Helstu leik- stjórnarverkefni Gísla eru Woyzeck og Rómeó og Júlía. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR: Vakti athygli í norskum smábæ þegar hann var ellefu ára gamall þegar hann dansaði breikdans á götum bæjarins við mikinn fögnuð bæjarbúa. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Hann er skemmtileg blanda af athafnamanni og nörd. Hann virkar rosalega mikill töffari út á við, en inn við beinið er hann algjör nörd - í góðri merkingu þess orðs.“ Ragnar Bragason, leikstjóri og samstarfsmaður. HVAÐ SEGIR HANN „Ég [er] voðalega flinkur í að nota dauðan tíma, sem til fellur hjá sjálfum mér, í annað. Það er ákveðin gjöf eða kannski ókostur.“ Gísli í Morgunblaðinu 13. október 2001 ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS S. 512 5426 - vip@365.is S. 512 5441 - hrannar@365.is Við erum stolt af starfsemi okkar! Viltu vera með? ILVA er ný húsgagna- og heimilisvöruverslun frá Danmörku. Við erum stolt af orðspori okkar er varðar gæði, verðlagningu og þjónustu. Fyrir okkur er gott einfaldlega ekki nógu gott. Við viljum vera stolt af starfsfólki okkar og við viljum að starfsfólkið sé stolt af okkur. Laus störf í nýrri verslun okkar í Reykjavík Síðsumars mun ILVA opna nýja og glæsilega verslun á Korputorgi við Vesturlandsveg. Því leitum við að framúrskarandi starfsfólki til liðs við okkur. Fyrir þig er þetta frábært tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu einstakrar verslunar. Í boði eru eftirtalin störf: Viltu slást í hópinn? Frekari upplýsingar um störfi n fást hjá STRÁ MRIGuðný Harðardóttir og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson svara fyrirspurnum, en viðtalstímar eru frá kl. 13–15. Vinsamlegast sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is.Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2008. Upplýsingar má einnig nálgast á heimasíðu STRÁ www.stra.is. Sölumenn Við leitum að smekkvísum og þjónustuliprum sölumönnum, sem hafa næmt auga fyrir straumum og stefnum sem og framsetningu húsgagna og húsbúnaðar. Við leggjum áherslu á ríka þjónustulund, góða söluhæfi leika og metnað fyrir að skila framúrskarandi árangri í starfi . Reynsla af sölu húsgagna og húsbúnaðar er kostur.Lagermenn Við leitum að duglegum, þjónustuliprum lagermönnum til framtíðarstarfa í sérhönnuðu lagerhúsnæði. Fjölbreytt þjónustustörf Við óskum eftir að ráða þjónustuglaða og jákvæða starfmenn til að sinna ýmsum fjölbreyttum þjónustustörfum. Ýmis störf eru í boði, m.a. Gjaldkerastörf á afgreiðslukössum. Við bjóðum glæsilegt vinnuumhverfi , góða starfsþjálfun, lífl eg, fjölbreytt og skemmtileg störf, góð laun, sveigjanlegan vinnutíma, heilsdags- og hálfsdagsstörf sem og hlutastörf um helgar. Tækifærið er þitt – hafðu [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] menning júní 2008 NORRÆN SAMTÍMALIST Í BRENNIDEPLI Carnegie Art Award ■ DJASS Á EGILSSTÖÐUM ■ TRAUSTI JÚLÍUSSON ■ KJÖTBORG ■ BIRNA BJA ■ ÞÓRDÍS AÐALSTEINSDÓTTIR ■ TEITUR ATLASON ■ GRÍMAN ■ Kaffi barsfl ugur Ljósmyndabókin Barfl ies eftir Einar Snorra og Eið Snorra kemur út í New York um helgina. Fréttablaðið rifjar upp stemninguna á Kaffi - barnum árið 1994 ásamt fastagestum hans. Hver er besti ísinn í bænum? Fréttablaðið fékk þjóðþekkta Íslendinga til að bragða ís og fella dóm. Menning fylgir Fréttablaðinu á sunnudag. - Carnegie Art Award haldin í tíunda sinn - Norræn myndlist í brennidepli - Benni Hemm Hemm gefur út nýja plötu, heimildarmyndin Kjötborg, ferill Pauls Simon, Teitur Atlason skrifar um guðfræði og dómur um nýjustu afurð Sigur Rósar. Menning Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.