Fréttablaðið - 14.06.2008, Page 42

Fréttablaðið - 14.06.2008, Page 42
● heimili&hönnun ● STÓLL FYRIR BÓKAUNNENDUR Í þessum stól er hægt að geyma upp undir fimm metra af bókum, sem hægt er að teygja sig í þegar mann langar til að glugga í bók. Hann er sniðugur fyrir þá sem vilja sýna bókasafnið sitt og hafa það alltaf við höndina. Stóllinn, sem er hannaður af ítalska tví- eykinu Nobody&co, setur svo sannar lega litríkan svip á stofuna. Hann er að sama skapi sniðugur fyrir lítil hús þar sem ekki er mikið pláss fyrir stóra bókaskápa. Stólinn er hægt að fá í mismunandi litum og viðargerðum. hönnun ● DÚLLULEGT DÚKKUSTELL Gaman er að bjóða í huggulegt kaffi- eða teboð og þá þarf að eiga gott stell. Lítil krútt vilja stundum halda teboð fyrir leikfélaga sína eða mjúka bangsa- og dúkkuvini. Enda er afskaplega huggulegt að setjast niður í stofu með fallega bolla og ræða menn og málefni. Þetta vand- aða álbollastell fyrir litlar hendur og munna fæst í versluninni Einu sinni var og kostar 2.890 krónur. Það er í fallegri tösku og með því fylgir blómlegur bakki. „Ég er ekki með margar hillur þannig að valið er einfalt,“ segir Sesselja Kristjánsdóttir söngkona og hlær um leið og hún bend- ir á ágæta hillu á heimili sínu. „Ég á þessa ekki einu sinni sjálf heldur fékk hana að láni hjá vinkonu minni sem hafði ekki pláss fyrir hana. Mig vantaði hins vegar hirslu enda er hún í stöðugri notkun. Þar er ég með hljómflutningstækin og þá geisladiska sem eru mest í umferð, auk þess sem ég hendi þangað nótum sem ég er að vinna með þá stundina.“ Í hillunni stendur fallegur lampi sem Sesselja kveðst hafa gefið manninum sínum, Ólafi Hjálmarssyni, í afmælisgjöf þegar þau bjuggu í Berlín. Þar er líka mynd af henni sem Rós- ínu í Rakaranum í Sevilla, sem var hennar fyrsta hlutverk í Ís- lensku óperunni. Fornrit eiga sess í hillunni og einnig safn ár- bóka Ferðafélagsins sem Ólafur erfði eftir föður sinn. „Ólafur slær í gegn á öllum hringferðum um landið síðan,“ segir Sess- elja brosandi. „Alltaf með fróðleikinn með sér.“ - gun HILLAN MÍN Góð til síns brúks Sesselja notar hilluna fyrir hljómflutningstækin og þá diska sem eru mest í umferð auk þess að henda þangað nótum sem hún er að vinna með þá stundina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Útskrifaðir töffarar! BERTONI jakkaföt með flottu sniðunum í gríðarlegu úrvali. Bolir frá 1.990. Skyrtur frá 2.990. Quart-buxur og stuttermabolur frá kr. 4.900. 14. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.