Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.06.2008, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 14.06.2008, Qupperneq 42
● heimili&hönnun ● STÓLL FYRIR BÓKAUNNENDUR Í þessum stól er hægt að geyma upp undir fimm metra af bókum, sem hægt er að teygja sig í þegar mann langar til að glugga í bók. Hann er sniðugur fyrir þá sem vilja sýna bókasafnið sitt og hafa það alltaf við höndina. Stóllinn, sem er hannaður af ítalska tví- eykinu Nobody&co, setur svo sannar lega litríkan svip á stofuna. Hann er að sama skapi sniðugur fyrir lítil hús þar sem ekki er mikið pláss fyrir stóra bókaskápa. Stólinn er hægt að fá í mismunandi litum og viðargerðum. hönnun ● DÚLLULEGT DÚKKUSTELL Gaman er að bjóða í huggulegt kaffi- eða teboð og þá þarf að eiga gott stell. Lítil krútt vilja stundum halda teboð fyrir leikfélaga sína eða mjúka bangsa- og dúkkuvini. Enda er afskaplega huggulegt að setjast niður í stofu með fallega bolla og ræða menn og málefni. Þetta vand- aða álbollastell fyrir litlar hendur og munna fæst í versluninni Einu sinni var og kostar 2.890 krónur. Það er í fallegri tösku og með því fylgir blómlegur bakki. „Ég er ekki með margar hillur þannig að valið er einfalt,“ segir Sesselja Kristjánsdóttir söngkona og hlær um leið og hún bend- ir á ágæta hillu á heimili sínu. „Ég á þessa ekki einu sinni sjálf heldur fékk hana að láni hjá vinkonu minni sem hafði ekki pláss fyrir hana. Mig vantaði hins vegar hirslu enda er hún í stöðugri notkun. Þar er ég með hljómflutningstækin og þá geisladiska sem eru mest í umferð, auk þess sem ég hendi þangað nótum sem ég er að vinna með þá stundina.“ Í hillunni stendur fallegur lampi sem Sesselja kveðst hafa gefið manninum sínum, Ólafi Hjálmarssyni, í afmælisgjöf þegar þau bjuggu í Berlín. Þar er líka mynd af henni sem Rós- ínu í Rakaranum í Sevilla, sem var hennar fyrsta hlutverk í Ís- lensku óperunni. Fornrit eiga sess í hillunni og einnig safn ár- bóka Ferðafélagsins sem Ólafur erfði eftir föður sinn. „Ólafur slær í gegn á öllum hringferðum um landið síðan,“ segir Sess- elja brosandi. „Alltaf með fróðleikinn með sér.“ - gun HILLAN MÍN Góð til síns brúks Sesselja notar hilluna fyrir hljómflutningstækin og þá diska sem eru mest í umferð auk þess að henda þangað nótum sem hún er að vinna með þá stundina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Útskrifaðir töffarar! BERTONI jakkaföt með flottu sniðunum í gríðarlegu úrvali. Bolir frá 1.990. Skyrtur frá 2.990. Quart-buxur og stuttermabolur frá kr. 4.900. 14. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.