Fréttablaðið - 14.06.2008, Side 58

Fréttablaðið - 14.06.2008, Side 58
30 14. júní 2008 LAUGARDAGUR Ef þú værir ekki plötusnúður, hvað værir þú þá? Ég er hvort eð er að gera fullt af öðrum hlutum en að snúa skíf- um. Ég er framleiðandi hjá CCP-leikj- um, meistarakokkur, listakona og rit- höfundur. Ef ég gæti valið eitt draumastarf þá væri það að vakna einn góðan veðurdag með alla þá kunn- áttu sem þarf til þess að verða geim- vísindafræðingur. Hvaðan ertu og hvernig endaðir þú á Íslandi? Ég fæddist í enskri sveit í afar fallegu héraði. Ég kom fyrst til til Íslands til að skrifa um Airwaves árið 2001 og vaknaði fyrsta daginn með verstu þynnku sem ég hef nokkru sinni upplifað og átti fullt af nýjum vinum. Það var mjög auðvelt í fyrstu að fljúga til London og til baka sem ég gerði ótt og títt en svo varð ódýrara að einfald- lega flytja hingað. Hvenær varstu hamingjusömust? „Varstu“ er eitthvað í fortíðinni en ég er hamingjusöm núna. Kannski var ég þó hamingjusamari sem saklaus fimm ára stúlka þegar hver dagur færir nýja uppgötvun. En eitt sem stendur upp úr nýlega er þegar ég var að framleiða síðasta þáttinn af Weird Girls. (myspace.com/theweirdgirls). Ég stóð upp í miðjum klíðum og fjarlægði kan- ínugrímuna af höfðinu á mér og brosti breitt. Þá var ég á kafi í snjó og sólin skein í heiði. Ég var umkringd nítján stúlkum í spandexgöllum, með kanínu- grímur og sveðjur, og þetta var rosa- legt. Ef þú byggir ekki í Reykjavík, hvar myndirðu þá helst vilja búa? Erfið spurning. Ég er ekki viss. Það eru svo margir staðir sem ég vildi gjarnan eyða þremur mánuðum en ekki búa þar. New York til dæmis. Eini staður- inn í heiminum sem mér dettur í hug að búa á í framtíðinni er Skotland. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Ég á svona tólf billjónir af uppáhaldsflík- um, þetta fer allt eftir skapi. Ég er mjög hrifin af samfestingum og ég á marga svoleiðis. Hvenær og hvernig byrjaðir þú fyrst í tónlistarbransanum? Ég var að skrifa fyrir tónlistartímarit og vefsíð- ur í London og var stundum að skipu- leggja tónleikaferðir fyrir hljómsveit- ir. Ég byrjaði ekki að þeyta skífum fyrr en hér á Íslandi fyrir nokkrum árum. Mig langaði svo að spila lög, ekki bara einhver stef. Ég fór til dæmis alltaf að hlusta á DJ KGB út af einmitt þeirri ástæðu. Svo hætti hann að spila á tímabili og ég heyrði ekkert nema teknó á börunum sem ég fór á. Ég elska að DJ-a og fólk tekur alltaf gríðarlega vel í það og dansar brjálað. Ég spilaði í afmæli um daginn á Dillon og þrátt fyrir að ég væri ekki að spila „þeirra“ tónlist þá voru allir komnir upp á borð að dansa eftir smástund. Þá á ég erfitt með að hætta, ég fæ svo mikið kikk út úr því að ýta á play-takk- ann þegar maður veit að fólk mun æpa af gleði. Hvaða New York 90‘s-partí er þetta á laugardaginn? Ég er svo spennt yfir því, ég held að þetta verði besta kvöld sem ég hef spilað á um ævina. JD úr hljómsveitinni Le Tigre kemur til að þeyta skífum með mér ásamt Lauren Flax frá New York. Lauren er góð vin- kona mín og um ári eftir að ég byrjaði með 90‘s-kvöldin hér tóku hún og JD upp á að gera það sama í New York. Við höfum verið að skipuleggja þetta kvöld í langan tíma. Lauren hefur unnið meðal annars með Carl Craig, Jungle Brothers, Green Velvet, Boy George, Miss Kitten, Moby, Scissor Sisters, Klaxons, Peaches og Basement ÞRIÐJA GRÁÐAN ÞRIÐJA GRÁÐAN: Kitty Von- Sometime STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Ég hef svo mikið að gera að mér mun aldrei leiðast. FÆÐINGARÁR: 1977, árið sem pönkið stóð sem hæst og geimskutl- unni Voyager 2 var skotið á loft. Allir dansa uppi á borði Breska ofurskvísan Kitty Von-Sometime (öðru nafni Kiki-Ow) þeytir skífum á Organ á laugardags- kvöldið en þá verður haldið mikið „næntís“-partí ásamt plötusnúðunum Lauren Flax og JD Samson frá New York. Anna Margrét Björnsson tók Kitty í þriðju gráðu yfirheyrslu. KITTY VON-SOMETIME Uppáhaldsorðið mitt á íslensku er „kannski“. ■ Á uppleið Allt sem tengist Beðmálum í borg- inni. Cosmopolitan-kokkteilar, Manolo Blahnik-skór og skvísuleg föt. Borgar- hjólin. Frábær lausn á hækkandi bensín- verði og umhverfis- væn í þokkabót. Hægt að brjóta þau saman og svo kosta þau ekki mikið. Sumarbústaðarferðir. Að flatmaga í grasinu með límonaði í hönd og hlusta á flugurnar suða. Airwaves. Við héldum að ballið væri búið og svo koma stórkost- legar hljómsveitir eins og CSS og Familjen í haust. Snilld. Prjónaskapur. Allir að mæta í Hallar- garðinn og prjóna úti í sólinni. Vistvænt og hressandi. ■ Á niðurleið Þulirnir á EM. Hver fær ekki bjánahroll þegar Þorsteinn J. rýnir í myndavélina og segir alvarlegri röddu að þetta sé svo sannarlega „karlmennskusport“ því það rétt rigndi á eitt liðið í vikunni. Gallapils og svartar gammós- íur undir. Þessi eitr- aða sam- setning er hreinlega faraldur um þessar mundir í sólinni á Austurvelli og er vægast sagt púkaleg. Krepputal. Mikið er þetta orðið leiðin- legt. Á maður ekki að vera jákvæður á sumrin og taka upp neikvætt hjal þegar haustar? Strákar í skræpóttum neonlituðum hettupeysum. New Rave-lúkkið er algjörlega búið. Klámfréttir. Það er eins og vissir pennar fái útrás við að flytja hverja fréttina af fætur annarri af barnaníðing- um og brjósta- stækkunum, og auðvitað allt með stafsetningarvill- um. Fyrirsagnir eiga ekki að innihalda orðið „túttur“. MÆLISTIKAN Jaxx. Í síðasta mánuði þeytti hún skífum fyrir Madonnu. JD fylgdi Peaches í síðustu tón- leikaferð og er á plötunni henn- ar. Af hverju ertu svona hrifin af 90‘s-tónlist? Ég og Bibbi Curver vorum alltaf að rífast um hvor áratugurinn væri betri, 80‘s eða 90‘s. Ég var alltaf svona eítís- stelpa en eftir að við byrjuðum að skiptast á tónlist þá komst ég að því að það eru til snilldarlög frá síðasta áratug. Svo kom gamla reif-senan aftur í tísku í Bretlandi og við ákváðum að gera eitthvað sem mótvægi. „Ég fann þetta mix í skrýtinni götu í Þýskalandi, er ég ekki svalur af því enginn hefur heyrt þetta áður?“. Við spilum lög sem fólk þekkir og skammast sín stundum fyrir að þekkja. Annars veit ég ekki hvað svala fólkið gerði eiginlega á þessum áratug, ætli það hafi ekki allt verið með broskarl á hnakkan- um og stökkvandi upp í loft með sjálflýsandi reifprik. Hvað með föt frá tíunda ára- tugnum? Ég geng mikið í þeim, en svona samansett á nýjan hátt. Hönnuðir eins og Imba, sem er íslenskur hönnuður í New York, hafa gert handa mér ýmiss konar samfestinga og svo geng ég mikið í neonlituðum frá Nakta apanum. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Ég hef oft verið að þrífa en það var ekki svo slæmt. Versta starfið var rétt áður en ég flutti hingað. Þá flutti ég aftur í sveitaþorpið mitt frá London til að spara pening og þurfti að skrá gögn inn á tölvu í tíu tíma á dag í gluggalausri skrifstofu með ekkert internet. Ég varð næstum því sturluð. Hvernig tónlist hefur mestu áhrifin á þig og hvaða lag ertu að hlusta á í iPodinum þessa vikuna? Ég hlusta á svo ólíka stíla. Þessa vikuna hlusta ég meðal annars á Siouxsie and the Banshees, Le Tigre, Modest Mouse, The Orb og The Knife. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Kötturinn minn. Hann nagar á mér tærn- ar. Ef þú ættir tímavél, hvert myndir þú fara og af hverju? Ef ég myndi ekki slasast þá myndi ég vilja fara alveg aftur að Stóra hvelli og athuga hvort Hawking hafði rétt fyrir sér. Svo myndi ég vilja hitta for- eldra mína þegar þau voru átján ára og fá mér kaffibolla með þeim til þess að athuga hvernig þau voru þá. Áttu þér leynda nautn? Já, CSI-þættina. Ég er yfir mig hrifin af þeim. Ég veit að þeir eru formúlukenndir og hallæris- legir en það færist yfir mig innri ró þegar ég horfi á þá. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Á Íslandi er það nágranninn minn hún Fríða og besta vinkona mín Kar- ólína sem kemur mér stöðugt á óvart. Í Englandi eru það auð- vitað foreldrar mínir, ekki af því að mér finnist ég verða að segja það heldur vegna þess að það er satt. Hvaða núlifandi manneskju hatar þú mest? Það er ömurlegt að hata, það er tilfinning sem nagar mann að innan. Ég hata engan. Bara þoli ekki frekjur og fólk sem gerir öðrum mein. Hvaða eitt atriði myndi auka lífsgæði þín? Fjölskylda, ein- hvern daginn. En akkúrat núna væri það meiri tími og jafnvel aðstoðarmanneskja. Hvaða frasa ofnotar þú? „Heyrðu!“ og svo nota ég alltaf orðið „casual“ yfir allt án þess að vita af hverju. Hvert er uppáhaldsorðið þitt á íslensku? Kannski! Það er yndislegt. Sérstaklega ef fólk segir kaaaaannski með þessu hiki. Það er svona stríðni í því. Hvað er svo á döfinni í sumar? Við erum að safna pening til þess að koma Weird Girls-verk- efninu á listahátíð í London. Við verðum með límonaðistand á Austurvelli næsta laugardag og Berglind Ágústsdóttir mun flytja tónlist. Við verðum allar í búningum að sjálfsögðu. Svo verðum við með grill á Q-bar fimmtudaginn 26. júní og ég spila þar fram eftir kvöldi. Hvaða lag ætti að spila í jarðar förinni þinni? „You Ain‘t Seen Nothing Yet“ með Bach- man Turner Overdrive. Kitty Von-Sometime spilar á Organ í Hafnarstræti í kvöld frá klukkan 23.30

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.