Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 20. júní 2008 13 „Ég kom heim frá Líberíu á sunnu- dagsnóttina,“ segir Charlotte, sem var við hjálparstörf í Afríkuríkinu á vegum IceAid. Hún segir ferðalagið hafa tekið 37 klukkustund- ir og alls náð 14.056 kílómetrum, fimm flugvöllum og sjö flugvélamál- tíðum. „Þetta var ógleymanleg ferð, aðallega þar sem ég hitti yndislegt fólk sem tók svo vel á móti mér. Þetta ferðalag mitt minnti mig á að hversu heppin við erum hér, sér í lagi hvað varðar ýmis grundvallarréttindi eins og heilsugæslu og menntun. Ég vonast þó til að komast innan skamms aftur til Líberíu.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier: Ógleymanleg ferð til Líberíu VIKA 20 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA Jónsmessuganga 21. júní með Ingó H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 0 8 -1 1 6 2 Þegar á toppinn er komið mun Ingó skemmta þátttakendum yfir varðeldi. Gangan endar við Bláa lónið þar sem Ingó mun spila til miðnættis. Lagt verður af stað frá sundlaug Grindavíkur kl. 20.30. Ókeypis er í gönguna en þátttakendur greiða aðgang að Bláa lóninu. Bláa Lónið og Grindavíkurbær bjóða upp á hina árlegu Jónsmessugöngu á fjallið Þorbjörn laugardagskvöldið 21. júní. www.bluelagoon.is sími 420 8800 Kynnisferðir verða með sætaferðir til Grindavíkur frá BSÍ kl. 19.30 og SBK fer frá Reykjanesbæ kl. 20.00. Sætaferðir frá Bláa lóninu verða til Grindavíkur kl. 00.30 og til Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kl. 01.00. Það var ekki laust við að Filipe væri nokkuð spenntur þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Ástæðan er þó augljós en aðeins voru nokkrar klukkustundir þangað til portúgalska landsliðið mætti því þýska í átta liða úrslitum í Evrópukeppninni. „Sem betur fer fara margir snemma úr vinnu til að horfa á leikina svo að ég hef getað gert það sama og hef því ekki misst af leik,“ segir hann. „Ég er auðvitað vongóður fyrir hönd minna manna við vinnum þetta. Yfirmaður minn sem veðjaði á Svía í upphafi er nú orðinn sann- færður um að Portúgalar taki þetta.“ En þegar talið berst að öðru en fótbolta segir Filipe að heimþráin sé aðeins farin að segja til sín. „Ef það er ekki harður vetur né heldur almennilegt sumar þá leiðist mér svolítið svo ég bíð spenntur eftir því að komast heim í sólina.“ Filipe Figueredo: Portúgalarnir taka þetta „Þetta var yndis- legur dagur,“ segir Rachid, sem gekk ásamt konu sinni um miðborg Reykjavíkur á þjóðhátíðardag- inn, 17. júní. Hann segist halda upp á daginn eins og flestir aðrir Íslendingar. „Ég bý hér og þetta er minn dagur líka sem ég deili með Íslendingum. Ég skemmti mér og naut dagsins með konunni minni, vinum okkar og fjölskyldu. Við hlustuðum á nokkur tónlistaratriði sem voru ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg. Það var mikið líf í bænum. Sautjándi júní er alltaf góður dagur, sérstaklega þegar það er jafn gott veður og var nú í ár.“ Rachid Benguella: Hélt upp á þjóð- hátíðardaginn SAMGÖNGUR Breyttir tímar í verslunarháttum á landsbyggðinni gera það að verkum að for- svarsmenn birgja sem sjá stærstu matvöru- verslununum á landinu fyrir vörum telja ólík- legt að þeirra fyrirtæki myndu nýta sér strandsiglingar, verði þær teknar upp að nýju. Strandsiglingar lögðust af árið 2004 þar sem ekki var næg eftirspurn til þess að það borgaði sig að halda úti skipi í siglingum. Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur ítrekað lýst því yfir að hann hafi áhuga á því að taka upp strandsiglingar á ný, þó að ríkið þyrfti að niður- greiða þær. „Kröfur neytenda eru ferskar vörur,“ segir Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga. Fyrirtækið sér verslunum Bónuss, Hagkaupa og 10-11 fyrir vörum. Lárus segir ferskvörur um sextíu prósent af matvörum og þær verði ekki sendar með skip- um nema rýra gæðin. Fólk á landsbyggðinni sætti sig ekki við minni gæði en íbúar á höfuð- borgarsvæðinu. Ættu Aðföng að dreifa þurrvörum með skip- um þyrfti að setja upp fjögur vöruhús á lands- byggðinni og segir Lárus það allt of kostnaðar- samt. Strandflutningar eru einfaldlega ekki nútímaleg leið til að flytja vörur, segir Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss, sem rekur verslanir Krónunnar, Nóatúns, 11-11 og Kjarvals, og vísar í sömu ástæður og Lárus. Hann bendir þó á að kostnaður við flutninga sé alltaf að aukast og enginn kostur verði sleginn út af borðinu að óskoðuðu máli. „Ég sé ekki að strandsiglingar hefðu mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Hann segir að flytja þurfi mikið magn í einu til að strand- siglingar borgi sig. Þær séu í raun liðin tíð hjá fyrirtæki sem selji ferskvörur. - bj Birgjar stærstu matvöruverslanakeðjanna telja litlar líkur á því að ríkisstyrktar strandsiglingar yrðu nýttar: Neytendur krefjast ferskra matvara STRANDSIGLINGAR Samgönguráðherra vill kanna leiðir til að taka upp strandsiglingar að nýju, mögulega með ríkisstyrkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.