Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 44
6 Jakob Pape GRÆNLAND-ÍSLAND-AFRÍKA Þegar maður mætir Jakobi Pape á förnum vegi er hann í engu öðruvísi en hver annar 23 ára ungur maður. Frjálslegt fataval, svöl sólgleraugu og stór glitrandi kross í keðju um hálsinn. Ýmis- legt hefur þó á daga hans drifi ð en líf hans tókst á fl ug dag einn er hann kynntist fólki úr Veginum sem þá voru stödd á Grænlandi. Jakob Pape Silassen er frá Austur Grænlandi og aðspurður um hvernig líf hans hafi verið áður en hann kom til Íslands svarar hann því til að það hafi verið ótrúlega erfi tt. Hann var þunglyndur, með litla lífslöngun og allar hans kringumstæður voru í raun afar slæmar. Jakob segir að það hafi verið eins og skuggi dauðans hafi verið yfi r lífi hans og annara bæjarbúa. Sjálfsvíg eru tíð og oft eins og hluti af daglegu lífi . Í svona litlum bæ þekkjast allir og þegar ung manneskja tekur líf sitt þá snertir það alla og maður fi nnur hvernig sorgin og vonleysið hellist yfi r bæinn. Jakob þekkir þetta af eigin raun því tveir bræður hann féllu fyrir eigin hendi. Dagurinn áður en yngri bróðir hann dó er Jakobi sérstaklega minnistæður. Bróðir hans var ofsakátur og allir urðu glaðir í kringum hann. En næsta dag var komið að honum þar sem hann hafði hengt sig. Mikil sorg og reiði var í fj ölskyldunni. “Reiðin varð svo mikil að við kenndum hvert öðru um og fannst við hafa brugðist. Þessir atburðir sundruðu fj ölskyldunni alger- lega. Ég hugsaði oft hver yrði næstur. Oft fann ég fyrir miklum tómleika og var oft svo sorg- mæddur en reyndi að brosa og láta ekki á því bera. Ég fann líka fyrir miklu hatri og fannst eins og allir hötuðu mig. Ég var alveg viss um að ég gæti aldrei orðið hamingjusamur”. Jakob segist oft hafa verið mjög nærri því að taka sitt eigið líf. En hann segir; “það var alltaf einhver vonarneisti innra með mér sem stoppaði mig af. Á þessum tíma bað ég oft til Guðs, ég bað hann um hjálp. Ég vissi ekki hvernig Guð gæti hjálpað mér. Ég bað í hljóði svo að enginn heyrði í mér”. Dag einn hitti hann gamlan vin sem sagðist vilja kynna hann fyrir fólki frá Íslandi sem gæti hjálpað honum. Hann svaraði því til, að hvernig ætti þetta fólk að geta hjálpað honum þar sem vinir hans höfðu reynt en ekki getað það. Vinur hans ítrekaði það samt við hann að hann yrði að kynnast þessu fólki frá Íslandi. Tveimur dögum seinna hitti hann fólkið á litlu útvarpsstöð- inni í bænum og í kjölfarið fór hann að túlka fyrir þessa gesti frá Íslandi. Þau voru frá Veginum og komu til Grænlands til þess að kynnast fólki og rétta því hjálpar- hönd. Fyrst um sinn var þetta honum bara tilbreyting en einn daginn kom hann fyrr en vana- lega til fundar við Íslendingana og sagði þeim sögu sína. Hann segir; “þau báðu fyrir mér og veittu mér andlega aðhlynningu. Og þau spurðu mig síðan hvort ég vildi að þau hjálpuðu mér og ég svaraði þeim einfaldlega; já”. Í kjölfarið, sem mikið bænasvar, bauð Vegurinn honum til Íslands og hjálpaði honum um dvalar- stað og að sækja um vinnu. Hann fékk strax vinnu og vann þar til hann fór í Biblíuskóla í Noregi og er aftur kominn í sömu vinnu í dag. Vegurinn styrkti hann á meðan hann var í skólanum og einnig þegar hann fór til Afríku með skólafélögum sínum að loknu námi. Þar miðlaði hann af reynslu sinni og rétti öðrum hjálparhönd. Það voru mikil viðbrigði fyrir Jakob að vera í 45 stiga hita og umgangast inn- fædda Afríkubúa frá því að vera hálf umkomulaus á Grænlandi. Vegurinn stendur enn við bakið á honum og leiðbeinir en bæn hans er að geta farið aftur heim til Grænlands og hjálpað öðrum því þörfi n þar er mjög mikil. UPPÖRVUNARORÐ Að biðja. Í Biblíunni er mikið talað um bæn. Bæn er samtal okkar við Guð. Við getum verið að tala um vandamál okkar við Guð, eða við getum komið fram fyrir Guð og sagt honum hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Við tölum um fyrirbæn, þá biðjum við fyrir öðrum. Líkþrár maður kom til jesú og sagði “ef þú vilt, getur þú hreinsað mig!” Jesú segir við hann “ég vil, verði þú hreinn.” Hver er vilji Guðs fyrir okkur? Lestu í Biblíunni og fi nndu út hver er vilji Guðs með þitt líf og talaðu svo við Guð eftir vilja hans og sjáðu lausnina koma inn í þitt líf og einnig inn í líf annara þegar þú biður. Í Matt 7:1 segir “Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð fi nna, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða.” Lestu Biblíuna, talaðu við Guð og gefðu þér tíma til að hlusta á Guð, því hann þráir að tala við þig. Högni Valsson & Lilja Ástvalds- dóttir LÆKNINGADAGAR Guð er góður og umhyggju- samur, það kemur fram í orði hans hvernig hann vill mæta þörfum okkar á öllum sviðum lífsins, andlega, sálarlega og líkamlega. Textinn í 23. Davíðs- sálmi lýsir vel hjarta Guðs fyrir okkur: “Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta, á græn- um grundum lætur hann mig hvílast.” Bænin hefur alltaf skipað veiga mikinn sess í kristinni trú og hefur mikilvægur þáttur bænastarfsins verið fyrirbæn fyrir sjúkum og þeim sem glíma við ýmiskonar vanlíðan. Vegna þessa eru í Veginum haldnir sérstakir fyrirbænadagar sem kallast “Lækningadagar” þar sem lögð er sérstök áhersla á að fólk geti komið og slakað á, bæði á líkama og sál og þegið fyrirbæn og ráðgjöf. Erna Eyjólfsdóttir Þótt þjóð okkar sé lánsöm og búi við gott heilbrigðiskerfi með frábærum læknum og hjúkrunarfólki þurfa margir á fyrirbæn að halda. Lækninga- dagar eru haldnir þrisvar á ári og standa yfi r frá föstudagskvöldi til eftirmiðdags á sunnudegi. Reynslan af þessum dögum er hreint stórkostleg, og geta margir vitnað um lækningu og lausn til líkama, sálar og anda. Lækningadagar er opnir öllum. Umsjón með Lækningadögum hefur Erna Eyjólfsdóttir og fer skráning fram á skrifstofu Vegar- ins í síma 564-2355. UMMÆLI UM LÆKNINGADAGA Lækningadagar eru tækifæri sem við fáum til að leyfa Guði að koma inn í líf okkar og lækna það sem er brotið og illa farið. Síðast liðinn vetur hefur ein- kennst af vinnu við að fara ofan í kjallarann í lífi mínu, ná í það sem hefur eyðilagt líf mitt og gefa það Guði. Ásta Lóa Jónsdóttir Félagasamtökin “Vinir í bata” eru samtök sem ég fann til að hjálpa mér við þessa úttekt sem var mjög sársaukafull á köfl um. En mitt í sársaukanum voru “lækn- ingadagar” þar sem tækifæri til að ljúka málum gafst, afhenda Guði það sem ég var búin að sækja og dusta af. Ég hef burðast með brotna sjálfs- mynd í gegnum lífi ð og litið á mig sem ómögulega manneskju, jafnvel fengið að heyra að ég væri ómöguleg og merkilegt hvað úr mér hafi ræst. Á lækningadögunum kom Guð og lagði myndina saman fyrir mig, til að rétta hana af. Mér leið allan tímann eins og haldið væri á mér eins og litlu barni, eins og barni sem foreldri heldur á þétt í fangi sér. Ég fékk að heyra orð eins og “elsku stelpan mín”, “elsku barnið mitt”, “yndislega dóttir mín”, “ég elska þig, ég elska þig, ég elska þig”. Þetta var allt sem ég þurfti svo að heyra. Mér hafði liðið eins og enginn gæti elskað mig, af því ég væri svona eða hinsegin. En Guð er tilbúinn að taka allt sem ég hafði gengið með, sársaukann, höfnunina, einmanaleikann og fl eira. Í dag fi nn ég að hlutir sem hrjáðu mig, gera það ekki lengur. Ég er frjáls og hef fengið lækn ingu inn í líf mitt sem Guð einn gat gefi ð mér. Vinir í bata hafa leitt mig að lækningunni, lækn- ingadagarnir gáfu mér tækifæri til að taka við lækningunni en Guð gaf lækninguna. Ásta Lóa Jónsdóttir Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogur, Sími 564 2355, www.vegurinn.is SUNNUDAGINN 22. JÚNÍ Á VÍÐISTAÐATÚNI 19:00 Lofgjörðarsveit Vegarins 19:30 Story Tellers 20:00 Siggi Kapteinn & blúsband 21:00 Herbert Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.