Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 16
16 20. júní 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Breska þingið er löggjafi Bretlands og er þrískipt. Æðsta vald þingsins er neðri deildin. Í henni sitja 646 lýðræðislega kjörnir þing- menn. Lávarða- deildina skipa lávarðar og fulltrúar bresku biskupakirkjunnar. Vald hennar er nú takmarkað. Drottn- ing Bretlands, Elísabet önnur, telst höfuð þingsins en vald hennar er að mestu formlegs eðlis. Ríkisstjórn Bretlands situr í umboði þingsins og þingið fer með fjárstjórnarvald: ákvarðar tekjur og útgjöld ríkisins. BRESKA ÞINGIÐ ÞRÍSKIPT ÞING Næringarfræði 101 „Þegar bjarndýr er svona hor- að þá þýðir það að það hefur ekki étið í langan tíma.“ ÞORSTEINN SÆMUNDSSON, FORSTÖÐUMAÐUR NÁTTÚRUSTOFU NORÐURLANDS VESTRA, SKILUR GANG LÍFSINS. Fréttablaðið 19. júní Þar er efinn „Það er ekki endilega rétt, en það gæti verið rétt.“ SVEINN ÞORGRÍMSSON, FORMAÐUR ÚTHLUTUNARNEFNDAR LOSUNAR- HEIMILDA, ER EKKI ALVEG VISS HVORT BARA EITT ÁLVER RÚMIST INNAN LOSUNARHEIMILDA. Fréttablaðið 19. júní Rakel Árnadóttir er 28 ára Grafarvogsbúi sem er fötluð vegna heilalömunar (cerebral palsy). Hún er ákveðin í að láta fötlun sína ekki koma í veg fyrir að hún geti heimsótt eftirlætis- landið sitt, Danmörku, í sumar. Slíkt ferðalag getur þó reynst afar kostnaðar- samt. Rakel hefur hafið fjársöfnun af þessu tilefni. „Ég er mikill aðdáandi Danmerkur og nánast alls sem danskt er,“ segir Rakel, og heimili hennar ber þess- ari aðdáun á fyrrum herraþjóð okkar glögglega vitni. Lítill danskur fáni blaktir við hún í glugganum og veggina þekja ljósmyndir af meðlimum dönsku konungsfjöl- skyldunnar. Spurð um ástæðuna fyrir þessum mikla áhuga á Dana- veldi segir Rakel ýmsa þætti vera að verki. „Það er svo ótalmargt sem heillar við Danmörku. Ég hef mik- inn áhuga á danskri tungu og er alltaf að verða sleipari í henni. Horfi til dæmis mikið á danska DVD-diska til að öðlast betri skiln- ing. Svo er alltaf gaman að vera í Kaupmannahöfn. Sérstaklega á Strikinu, þar er uppáhaldsbúðin mín, Fona. Þar er flest til sem mig vantar. Ég hef líka áhuga á að kynna mér hvernig danska kerfið með- höndlar öryrkja, en ég hef heyrt að aðstæður öryrkja séu að einhverju leyti betri þar en hér heima,“ segir Rakel, sem er greinilega farin að hlakka til ferðarinnar. Rakel fékk heilahimnubólgu þegar hún var tíu daga gömul. Síðan þá hefur hún verið fötluð af heilalömun, sem lýsir sér þannig að ákveðnar stöðvar í heilanum virka ekki eins og þær eiga að gera. Rakel er því hreyfihömluð, bundin við hjólastól og þarfnast mikillar aðstoðar við sínar daglegu athafn- ir. Stutt ferð til Danmerkur getur því reynst mjög kostnaðarsöm, því auk þess að greiða allan ferða- kostnað fyrir sjálfa sig þarf Rakel að standa straum af kostnaði fyrir aðstoðarmanneskju sem verður með í för. Rakel hefur hafið söfnun sem miðar að því að minnka fjárhags- byrðina sem hlýst af slíkri reisu. „Söfnunin gengur ágætlega og ég er mjög þakklát þeim sem hafa lagt mér lið. Enn vantar þó dálítið upp á að þetta gangi upp.“ Þeim sem vilja auðvelda Rakel að láta Danmerkurdraum sinn ræt- ast er bent á reikningsnúmer hennar: 515-14-611114. Kennitala hennar er: 110680-5629. kjartan@frettabladid.is Dreymir um Danmerkurreisu DANNEBROG Á HANDLEGGNUM Rakel lét húðflúra danska fánann og skjaldarmerki krónprinsins á handleggina á sér fyrir nokkrum árum. „Húðflúrarinn varð steinhissa og spurði hvers vegna ég fengi mér ekki íslenska fánann á hendina,“ segir hún. „Ég fór í jómfrúrferðina mína sem leiðsögumaður upp á Langjökul fyrir hálfum mánuði og líkaði vel,“ segir Valdimar sem er nýkominn með leiðsögumennskuna sem aukastarf en á sumrin er hann annars aðallega að mála. „Ég er bara að mála þessa dagana og bíða eftir nýju leikári í Borgarleikhúsinu. Það er voðalega gott fyrir sálina að mála hvítt. Það er hreinsandi.“ Valdimar lék á síðasta leikári meðal annars í leikritinu Fló á skinni sem fékk á dögunum áhorf- endaverðlaunin á Grímunni. „Flóin verður sett aftur upp í haust og svo sé ég til hvað ég geri fleira. Það er alltaf nóg að gera.“ Valdimar er fjölhæfur og hefur meðfram leiklistinni og öðrum störfum gælt við tónlistina. Árið 1991 gaf Valdimar út plötuna Kettlingar ásamt hljómsveitinni Hendes verden. Nú er hann að vinna að öðru tónlistarverkefni. „Ég er mikið að spila á gítar þessa dagana. Ég er í hljómsveit með félögum mínum sem ber vinnuheitið Úlfur. Við erum að æfa frumsamið efni en höfum hingað til bara spilað fyrir sjálfa okkur,“ segir Valdimar en bætir við að markmiðið sé að koma fljótlega fram fyrir aðra. „Okkur finnst þetta passa svona undir stiga eða í bakgarði á menningarnótt. Þannig að ef það er einhver vert í bænum sem leggur fram góðan samning þá erum við tilbúnir til við- ræðna,“ segir Valdimar og hlær. „Svo er ég stundum að kyssa hana Siggu mína og þess á milli að reyna að vera ekki algjörlega óþolandi í augum unglinganna á heimilinu.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? VALDIMAR ÖRN FLYGENRING LEIKARI Leiðsögumaður málar fyrir sálina Íslandsmeistararnir í barnaskóla- sveitinni í skák, fjórir strákar úr Grunnskóla Vestmannaeyja, tefldu við feður sína á toppi Hei- makletts á þjóðhátíðardaginn, 17. júní síðastliðinn. Svo fór að í sveitakeppni sigr- uðu strákarnir feður sína með tveimur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Í kjölfarið vann Kristófer Gautason fyrsta Heima- klettsmótið í skák en keppt var með útsláttarfyrirkomulagi. Skák- mótin mörkuðu upphaf söfnunar strákanna vegna ferðar þeirra á Norðurlandamót barnaskóla í skák sem fram fer á Álandseyjum 12. til 14. september. - ovd Safna fyrir keppnisferð: Teflt í Heimakletti TEFLT Í GÓÐVIÐRINU Ólafur Freyr Ólafs- son og Karl Gauti Hjaltason, formaður Taflfélags Vestmannaeyja, voru meðal þeirra sem tefldu. MYND/ÓSKAR P. GUÐJÓNSSON Næturferðir Herjólfs sumarið 2008 Sumarið 2008 verða sigldar næturferðir á völdum dagsetningum. Þá er siglt frá Vestmannaeyjum klukkan 23.00, og til baka frá Þorlákshöfn klukkan 2.00 um nóttina. Um borð í Herjólfi eru þrír aðalsalir, matsalur, sjónvarpssalur og setustofa en auk þess fjöldi káetna. Einnig má nefna tvær barnastofur, aðra með leikföngum og hina með sjónvarpsefni. Bókun og ítarlegri upplýsingar á www.herjolfur.is Básaskersbryggju 900 Vestmannaeyjar Sími 481 2800 Fax 481 2991 www.herjolfur.is TB W A \R EY K JA V ÍK \S ÍA \ 0 82 68 4 Ath. að samkvæmt okkar upplýsingum eru rútuferðir ekki alltaf tengdar næturferðum. Vinsamlegast leitið upplýsinga um rútuferðir hjá Þingvallaleið í síma 511 2600. Eftirtalda daga verða sigldar næturferðir og miðast við að brottför sé frá Vestmannaeyjum klukkan 23.00: Fimmtudag 3. júlí Sunnudag 6. júlí Föstudag 11. júlí Föstudag 18. júlí Föstudag 25. júlí Miðvikudag 30. júlí Fimmtudag 31. júlí Föstudag 20. júní Þriðjudag 24. júní Miðvikudag 25. júní Föstudag 27. júní Laugardag 28. júní Sunnudag 29. júní Miðvikudag 2. júlí Föstudag 1. ágúst Mánudag 4. ágúst Þriðjudag 5. ágúst Miðvikudag 6. ágúst Föstudag 8. ágúst Föstudag 15. ágúst Föstudag 22. ágúst Föstudag 29. ágúst „Mér finnst frá- bært að sjá vin- sælar hljómsveitir nota frægð sína til einhvers sem skiptir máli,“ segir Katrín Atladóttir verkfræðingur. „Ég fór á tónleika með Radiohead í Mílanó um daginn. Þeir nota til dæmis orkusparandi ljósaperur auk þess að mælast til þess að fólk gangi eða hjóli á tónleikana.“ Katrín segir tónleika á borð við þessa auðveldlega geta vakið fólk til umhugsunar. SJÓNARHÓLL TÓNLEIKAR BJARKAR OG SIGUR RÓSAR Nota frægðina á réttan hátt KATRÍN ATLADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.