Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 18
18 20. júní 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Félagslegt húsnæði RV U n iq u e 0 60 80 1 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Servíettur NexxStyle 39x39cm 80stk, ýmsir litir Satiné Clean, gólfsápa Brial Clean, alhliða hreinsiefni Kristalin Clean, baðherbergishreinsir Into WC Clean Lotus eldhúsrúllur Lotus WC pappír Lotus Maraþon Plus Lotus WC Júmbó Lotur T-Þurrkur Lotus V-Þurrkur Nánar i upplý singar veita s ölume nn og ráðgja far RV Umhverfisvottaðar vörur - fyrir sumarbústaðinn, veiðihúsið og ... Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Auglýsingasími – Mest lesið Um síðustu mánaðamót tók gildi nýtt stuðningskerfi fyrir íbúa Félagsbústaða í Reykjavík. Nú hefur niður- greiðslu húsnæðis verið hætt og sértækar leigu- bætur teknar upp í staðinn. Breytingar á útgjöldum koma ekki að fullu í ljós fyrr en um næstu mánaða- mót en hjá þó nokkrum fjölda hafa þau hækkað töluvert. Sigurður Kr. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða, segir að breytingarnar á stuðn- ingskerfinu eigi að nýtast þeim verst settu best. „Áður var kerfið þannig að niðurgreiðsla var bundin íbúð, óháð efnahag. Nú hefur raunkostnaðarleiga hækk- að og stuðningur við þá sem verst eru settir hækkað á móti,“ segir Sigurður. Hann segist telja að hjá um 300 til 500 manns nemi hækk- un útgjalda meira en 5.000 krón- um. Tugprósenta hækkun Fréttablaðið hefur undir höndum greiðsluseðil eins leigjanda Félagsbústaða. Leiga viðkomandi var ríflega 32 þúsund krónur, en eftir breytingar er hún tæpar 55 þúsund krónur; hækkunin nemur rúmlega 70 prósentum. Á móti þessu kemur umtals- verð hækkun á húsaleigubótum. Viðkomandi var með tæplega 10 þúsund krónur, en með sérstök- um húsaleigubótum fékk hann um síðustu mánaðamót um 38 þúsund krónur. Útgjöld mannsins hækkuðu því úr ríflega 20 þúsund í ríflega 26 þúsund krónur, eða um um það bil 30 prósent. Með þessu er þó ekki öll sagan sögð. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra setti í apríl reglugerð um hækkun húsaleigu- bóta frá og með 1. apríl. Grunn- bætur hækkuðu úr 8.000 í 13.500, eða um 69 prósent. Þá höfðu húsa- leigubætur ekki hækkað síðan árið 2000. Bæturnar eru greiddar eftir á og um síðustu mánaðarmót fengu leigjendur leiðréttingu á húsa- leigubótum í apríl og maí og því er um tveggja mánaða sérstakar húsaleigubætur að ræða í þessu tilviki. Nokkuð sem ekki verður fyrir hendi um næstu mánaða- mót. Húsaleika hækkar ársfjórð- ungslega, en hún er bundin húsa- leigulið í vísitölu. Í ár hefur leigan hækkað um 3,4 prósent og reikna má með töluverðri hækkun um næstu mánaðarmót, nái spár um vísitölu eftir að ganga. Húsaleigu- bætur eru ekki bundnar vísitölu og því standa þær í stað þar til annað er ákveðið. Ákvörðun félagsmálaráðherra um hækkun þeirra stendur til tveggja ára og því ljós að bætur muni ekki hækka á þeim tíma. Deilt um aðgerðir Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði, vildi fresta breytingum á kerfinu þangað til bæturnar yrðu bundnar vísitölu. „Um næstu mánaðamót má reikna með að leigan hækki um 5 til 6 prósent, ef ekki meira. Bæturnar hækka ekki á móti og það er óeðlilegt,“ segir Þorleifur og bætir við að almennt hafi útgjöld fólks í félagslegu húsnæði aukist eftir breytinguna. Þessu mótmælir Jórunn Frí- mannsdóttir, formaður velferðar- ráðs, og segir að þvert á móti hafi raunútgjöld meirihluta íbúa lækk- að. „Heilt yfir kemur þetta meiri- hlutanum til góða og þetta er mun réttlátara kerfi,“ segir Jórunn. Hún segir að hjá einhverjum hafi leigan hækkað meira en um 5.000 krónur og með þann hóp sé unnið sérstaklega. Sumir séu í of stóru húsnæði, aðrir hafi ekki sótt um húsaleigubætur og einhverjir séu hreinlega of tekjuháir miðað við viðmið Félagsbústaða. „Þetta kemur mun meiri hreyfingu á kerfið. Í þessu er hvati fyrir fólk að finna sér íbúð við hæfi og einn- ig til að komast út úr kerfinu. Í dag er kerfið allt of staðið.“ Jórunn segir að eðlilegt sé að húsaleigubætur séu vísitölutengd- ar. „Velferðarráð samþykkti sam- hljóða áskorun til ráðuneytisins þar um. Það er hins vegar ekki hægt að hengja breytingar hjá Reykjavíkurborg á mögulegar aðgerðir í ráðuneytinu í ófyrir- séðri framtíð,“ segir Jórunn. Hrannar B. Arnarsson, aðstoð- armaður félagsmálaráðherra, segir að á vegum ráðuneytisins sé í gangi vinna um endurskoðun á öllum stuðningsúrræðum varð- andi húsnæði. „Við erum að skoða allt kerfið á vegum hins opinbera, hvort sem það eru húsaleigubæt- ur, vaxtabætur eða niðurgreiðsla á félagslegum íbúðum. Vísitölu- tenging húsaleigubóta rúmast innan þeirrar vinnu og verður bara skoðað.“ Starfshópurinn á jafnframt að skoða verka- og kostnaðarskipt- ingu á milli ríkis og sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að hann skili af sér eigi síðar en 1. desember 2008. Vilja meiri hækkun Fyrir mánuði síðan óskuðu Félags- bústaðir eftir tíu prósenta hækk- un á húsaleigu umfram verðlags- hækkanir. Afgreiðslu velferðarráðs á til- lögunni hefur verið frestað en reiknað er með að hún gangi í gegn á miðvikudaginn. Jórunn segir að verið sé að móta tillögu að svari innan velferðasviðs en vísar að öðru leyti í fyrri ummæli sín. Þegar tillagan kom fram sagði hún að sér þætti ekki ólík- legt að beðið yrði með hækkun. Óskin um hækkun leigu Félags- bústaða kemur vegna rekstrar- stöðu fyrirtækisins. Menn eru sammála um að hún sé slæm og Jórunn segir beiðnina ekki óeðli- lega í ljósi hennar. Þorleifur segir málið einfalt; auka þurfi framlög borgarinnar til Félagsbústaða. „Við ættum frekar að setja peninga í félagsleg úrræði en að ausa fé í að setja Geirsgötu í stokk, svo dæmi sé tekið. Þegar illa árar þarf að huga að þeim verst settu,“ segir Þor- leifur. Leigukostnaður hækkar hjá allt að 500 manns FÉLAGSBÚSTAÐIR Umtalsverð hækkun varð á leigu eftir breytingar á stuðningskerfi. Stjórnin vill tíu prósenta hækkun leigu umfram verðlag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í desember 1996 að stofna hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkur- borgar. Megintilgangur með stofnun fyrirtækisins var að skilja rekstur félagslegra leiguíbúða Reykjavíkurborgar frá öðrum rekstri borgarinnar og bæta fjármálalega og faglega umsýslu rekstrarins. Félagsbústaðir áttu 2063 íbúðir í árslok 2007, þar af voru 1767 leigu- íbúðir og 296 þjónustuíbúðir fyrir aldraða ásamt tilheyrandi þjónustu- rýmum. Leiguíbúðum hefur fjölgað um 940 á tíu árum frá stofnun félags- ins 1997 en þá nam fjöldi félagslegra leiguíbúða átta íbúðum á hverja 1.000 íbúa í borginni en var 15 íbúðir í árslok 2007 og áætlaður sautján íbúðir í árslok 2010. HLUTAFÉLAG UM FÉLAGSLEG ÚRRÆÐI FJÖLGAR Á BIÐLISTA Ár Úthlutanir % Biðlisti 1999 974 153 16 471 2007 1.747 175 10 761 Fjöldi íbúða JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR Vegna aðstæðna á húsnæðis- markaði á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár hefur dregið úr gegnumstreymi leigjenda og þar með afköstum íbúðaeignar Félagsbústaða, sem sést best á því að úthlutuðum íbúðum fjölg- aði einungis um fjórtán prósent á tímabilinu 1999-2007 á sama tíma og íbúðaeign Félagsbústaða nær tvöfaldaðist. Á tímabilinu fjölgaði umsækjendum á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá Velferðarsviði borgarinnar hins vegar um 62 prósent. Úr skýslu stjórnar Félagsbústaða 2008. LÍTIL HREYFING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.