Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 65
FÖSTUDAGUR 20. júní 2008 29 UMRÆÐAN Svanur Kristjánsson skrifar um vinnu- brögð við Háskóla Íslands Undanfarið hafa grundvallaratriði í starfi Háskóla Íslands verið á dagskrá og reynt hefur á varð- stöðu yfirmanna skólans, eink- um rektors og deildarforseta félagsvísindadeildar. Forsaga málsins er sú að árið 2004 birti tímarit Sögufélagsins, Saga, ítar- lega greinargerð Helgu Kress prófessors um að annar prófess- or við Háskóla Ísland, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hefði í bók sinni, Halldór 1902-1932. Ævisaga Halldórs Kiljan Lax- ness (2003), brotið á höfundar- rétti Halldórs Kiljans Laxness og sænska fræðimannsins Peters Hallberg. Jafnframt lagði Helga Kress fram skýrslu um umfangs- mikil brot Hannesar gagnvart höfundarrétti margra höfunda. (Sjá: Helga Kress, Skýrsla um meðferð texta og tilvitnana í bók Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar, Halldór 1902-1932. Ævi- saga Halldórs Kiljans Laxness (Reykjavík, 2004), www.hi.is/ ~helga/ ). Yfirmenn Háskóla Íslands, félagsvísindadeild og viðkom- andi skor aðhöfðust ekkert til að verja heiður Háskóla Íslands sem er sá að í skjóli háskóla slái enginn eign sinni á verk annarra og kynni sem sín verk. Enginn háskóli sem vill standa undir nafni umber slíkan verknað nem- enda, hvað þá háskólakennara. Rektor aðhefst ekki Eftir að ljóst var að háskólayfir- völd ætluðu ekki að gera neitt hóf ekkja Halldórs, Auður Laxness, mál gegn Hannesi Hólm- steini fyrir brot á höf- undarréttarlögum. Dómur í Hæstarétti Íslands féll 13. mars sl. eins og kunnugt er og óþarfi er að rekja hér innihald hans en í stuttu máli var Hann- esi Hólmsteini gert að greiða talsverðar fébætur vegna brota gegn höf- undarrétti. Í ljósi ábendinga dómnefndar frá árinu 1988 um að í verkum Hannesar Hólm- steins gæti ónákvæmni í með- ferð heimilda kemur þessi dómur lítt á óvart. Rektor Háskóla Íslands brást við dómnum með því að segja að Háskóli Íslands gæti ekkert gert í málinu og staða prófessorsins yrði óbreytt. (Fréttablaðið 4. apríl 2008). Hannes mun því að óbreyttu halda áfram að kenna og leiðbeina nemendum, m.a. um vinnubrögð við ritun fræðilegra ritgerða, þar á meðal lokarit- gerða. Rektor skólans lét hins vegar hjá líða að útskýra hvernig sá háskóli á að starfa sem hefur að engu grundvallaratriði um heiðarleika og trúmennsku í vís- indastarfi og sannleiksleit. Morgunblaðið leitaði eftir við- brögðum forsvarsmanna deildar Hannesar Hólmsteins, félagsvís- indadeildar, við dómi Hæsta- réttar yfir prófessor við deild- ina. Í frétt blaðsins 5. apríl sl. sagði m.a.: „Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindadeildar, hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um mál Hannesar og vildi ekki tjá sig um bréf rektors í samtali við Morgunblaðið í gær.“ Jafngildir afsögn Ólafur Þ. Harðarson prófessor hefur verið deildarforseti félags- vísindadeildar undanfarin sjö ár en aldrei upplýst deildarmenn um vanhæfi sitt gagnvart Hann- esi Hólmsteini Gissurarsyni. Hannes Hólmsteinn hefur hins vegar gegnt ýmsum trúnaðar- störfum í deildinni, kennt skyldu- námskeið í stjórnmálafræði, setið í dómnefndum, verið vara- formaður í námsnefnd í stjórn- málafræði og ekki síst (í ljósi dóma um fræðistörf hans): hann var um tíma ritstjóri Íslenskra félagsrita sem er fræðilegt tíma- rit félagsvísindadeildar. Yfirlýsing Ólafs Þ. Harðar- sonar jafngildir að mínu mati afsögn hans úr starfi deildarfor- seta og setu í háskólaráði því eðli málsins samkvæmt getur yfir- maður í opinberri stofnun ekki verið vanhæfur gagnvart ein- stökum undirmönnum sínum en jafnframt viðhaldið stöðu trú- verðugs yfirvalds. Einnig ætti að vera ljóst að Ólafur Þ. Harðarson getur ekki með trúverðugu móti gegnt neinni stöðu yfirmanns við Háskóla Íslands á meðan Hannes Hólmsteinn er þar kennari. En hér munu limirnir sjálfsagt dansa eftir höfði skólans. Í fyrra Hannesarmálinu, sumarið 1988, gátu háskólakenn- arar litið með stolti til Háskóla Íslands og verið þess fullvissir að skólinn stæði undir nafni sem sjálfstæður háskóli þar sem vís- indin efldu dáð og sæmd íslenskr- ar þjóðar. Tuttugu árum seinna er staðan allt önnur. Vegna innri veikleika gæti Háskóli Íslands tapað því sem öllu máli skiptir: trausti fólksins í landinu. Víst er að skólinn kemst seint í hóp hinna 100 bestu. Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands og hefur kennt við skólann í 35 ár. UMRÆÐAN Íris Björg Kristjánsdótt- ir skrifar um alþjóða- dag flóttamanna Í tilefni af alþjóðadegi flóttamanna 20. júní og þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um komu flóttamanna til landsins, mun ég fjalla í þessari grein um þátt Alþjóðahússins í móttöku flóttamanna frá Kólumbíu sem komu síðastliðið haust til Reykjavíkur. Eins og kom fram í fjölmiðlum, var um 30 manna hóp að ræða, konur og börn og tók Alþjóðahúsið að sér íslensku- kennslu, samfélagsfræðslu og starfsþjálfun fyrir konurnar. Íslenska var kennd fimm daga vikunnar. Áhersla var lögð á samfé- lagstengda og starfstengda íslensku. Markmiðið var að gera konunum kleift að eiga í almennum samskiptum á íslensku í daglegu lífi. Þær voru þjálfaðir í samtals- æfingum, t.d. að fara í verslun, að panta tíma og heimsækja lækni/ tannlækni, að eiga samskipti við yfirmenn og samstarfsfólk á vinnu- stað, að notfæra sér ýmsa þjónustu, svo sem strætisvagna, bókasafn, sundlaugar og margt fleira. Eins og í allri fræðslu Alþjóðahúss var menningarfræðsla og menningar- færni stór hluti íslenskukennslunn- ar og lögð var áhersla á að styrkja sjálfsmynd kvennanna og auka sjálfstraust þeirra í nýju landi. Samfélagsfræðsla á spænsku hófst strax við komu þeirra til landsins. Í samfélagsfræðslunni var farið yfir flest þau mál sem snúa að íslensku samfélagi. Samfé- lagsfræðslan fólst annars vegar í fræðslu á spænsku, upplýsinga- möppu á spænsku og svo vettvangsferðum til vinnu- staða, stéttarfélaga, atvinnumiðlunar og ýmis- legu fleira. Síðasti hluti móttöku- áætlunarinnar var starfs- þjálfun. Hugmyndin var að konurnar fengju tæki- færi til að kynnast íslensk- um vinnumarkaði áður en þær gerðu ráðningarsamn- ing til lengri eða styttri tíma. Verkefnastjóri skoðaði menntun, reynslu og áhugasvið hverrar og einnar og fann viðeig- andi vinnustað til starfsþjálfunar eða námsleið í samræmi við áhuga þeirra. Í flestum tilfellum fóru þær þrjá daga í viku, hálfan daginn í starfsþjálfun á vinnustað. Starfs- þjálfunin stóð yfir í 4 til 6 vikur og þá gafst þeim tækifæri á að skipta um starfsþjálfun eða ráða sig til starfa á vinnustaðnum. Þetta fyrir- komulag reyndist báðum aðilum vel, konunum og vinnustaðnum. Flestar konurnar eru í dag komnar í launað starf eða nám. Starfsþjálf- unin var tilraunaverkefni og í vetrar lok má segja að það verkefni hafi tekist mjög vel og gæti verið áhugavert til eftirbreytni. Í heildina hefur verkefnið verið mjög ánægjulegt. Sérfræðiþekk- ing Alþjóðahúss á málefnum inn- flytjenda, reynsla af ráðgjöf og miðlun upplýsinga og ekki síst tungumálakennslu hefur komið að góðum notum. Við viljum þakka sérstaklega Rauða krossinum og Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða fyrir gott samstarf og jafn- framt þakka nemendum fyrir ánægjuleg samskipti og góða frammistöðu. Höfundur er verkefnastjóri hjá Alþjóðahúsinu. SVANUR KRISTJÁNSSON Hannesarmálið 2008 og HÍ ÍRIS BJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR Fræðsla fyrir flóttamenn NÝ SENDING AF SÍMASKRÁNNI 2008 ER KOMIN Á DREIFINGARSTAÐI AUK GARÐARSHÓLMA HUGLEIKS DAGSSONAR Símaskráin 2008 verður, á höfuðborgarsvæðinu, á boðstólum í verslunum Bónus, á bensínstöðvum Skeljungs og Olís, og í verslunum Símans og Vodafone. Á landsbyggðinni verður hún til taks hjá Póstinum og í verslunum Símans og Vodafone. Símaskráin 2008 ERTU AÐ MJÓLKA Í MÉR? BUHUU! NÚ ER EKKI EFTIR NEINU AÐ BÍÐA LENGUR FJÖLMARGAR PERSÓNUR, ALVEG MJALTAGÓÐ SAGA ÁTTU EINTAK? OKEI BÆ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.