Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 36
fatastíllinn Ragnhildur Ágústsdóttir listamaður 1. Þessi jakki er frá Ungaro og keyptur í París. Hún féll fyrir litnum á jakkan- um.2. Þessi kjóll er úr Rokki og rósum. 3. Skór úr Spútnik sem Ragnhildur heldur mikið upp á. 4. Þessa mussu keypti hún í Danmörku. 5. Eyrnalokkar úr Kisunni. 6. Þennan skyrtukjól keypti Ragnhildur í lítilli hliðargötu í París. Hún notar hann við gallabuxur, leggings eða er bergleggja undir. 7. Þessir eru úr Kron. 8. Jimmy Choo, fékk þá í Jibby Choo í London. 9. Þessir skór voru keyptir í brúðkaupsferð- inni sem Ragnhildur fór í til Dubai. 10. Kjóll frá Báru bleiku sjálfri sem Ragnhildur hnaut um í Fríðu frænku fyrir fimm árum síðan. 11. Hálsfestin er úr KronKron. Viltu það nýjasta í förðun? Ragnhildur Ágústsdóttir er ættuð frá Stykkishólmi en árið 2002 útskrifaðist hún bæði úr fjármálafræði og listnámi við bandarískan háskóla. Hún segist hafa þurft að gera upp við sig hvort hún tæki listina fram yfir fjármálin, byrjaði að vinna í bankageiran- um þegar hún kom heim en síðustu ár hefur hún ein- beitt sér að listinni. Þann 12.júlí næstkomandi ætlar hún að opna sína fyrstu myndlistarsýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi. Þegar hún er spurð út í þema sýningarinnar þá segist hún hafa verið undir áhrif- um dýrlingsins Húberts. Ragnhildur er kannski ekki staðalmynd af listamanni því hún á ævintýraleg- an fataskáp sem er fullur af allskonar gersemum. Þegar hún er spurð um fatastílinn þá segist hún vera með einfaldan smekk. „Ég vildi að ég gæti sagt „svaka fríkuð“ en ég verð víst að viðurkenna að ég er frekar látlaus þegar kemur að fötum.“ Fyrir hverju fellur þú alltaf? „Allt of dýrum skóm og kjólum.“ Af hverju áttu mest í fataskápnum? „Skóm og kjól- um.“ Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? „Það er mjög misjafnt.“ Hefur þú alltaf haft gaman af fötum? „Já, alveg frá því að ég var sett í fyrstu taubleyjuna.“ Áttu einhverja tískufyrirmynd? „Ekki það að ég reyni að klæðast eins og hún en mér finnst Dita Von Teese æði.“ Uppáhaldsefnið? „Allt mjúkt er inn hjá mér.“ Uppáhaldsverslunin? „Þær eru svo margar í uppá- haldi hjá mér en mér finnst ég oftast finna mér eitt- hvað sætt Trilogiu eða Kron. Og ef ekkert finnst á skerinu þá er það bara kaffibolli og notaleg stund á www.net-a-porter.com.“ Uppáhaldshönnuðurinn? „Þeir eru svo margir og það er mjög misjafnt frá ári til árs hverjir mér finnst vera að gera góða hluti. En fyrst ég minntist á skó hérna áðan þá dettur mér Christian Louboutin í hug.“ Hvernig er uppáhaldslitapalettan þín? „Þessa dagana er hún björt og litrík. Vínrauður, gulur, fjólublár og grænn en ég laðast oft að svörtum flíkum.“ Þegar þú horfir til baka, hvaða tískutímabil myndir þú ekki vilja ganga í gegnum aftur? „Ég myndi alls ekki vilja ganga í gegnum 3% klæðnaðartímabilið aftur eins og góð vinkona mín kallar það. Þar var mark- miðið ekki endilega að klæða sig eftir veðri. En þess- ir tímar eru vel að baki enda var þetta á síðustu öld.“ Hvernig er heimadressið þitt? „Heimadressið er dress sem ég er í þegar ég mála. Gráblár kjóll með gömlu leðurbelti.“ Hvað dreymir þig um að eignast núna? „Hvíta Gi- venchy-sandala.“ martamaria@365.is Frekar látlaus í smekk 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 M Y N D IR /R Ó S A 6 • FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.