Fréttablaðið - 28.06.2008, Page 56

Fréttablaðið - 28.06.2008, Page 56
32 28. júní 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af … Sýningunni List mót bygg- ingarlist sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands, en henni lýkur á morgun. Á sýningunni má sjá verk eftir listamennina Elínu Hansdóttur, Finnboga Pétursson, Franz West, Monicu Bovicini og Steinu, en þau takast í verkum sínum öll á við sýningarrýmið, hvert á sinn hátt. Þriðju tónleikar sumartónleik- araðar veitingahússins Jóm- frúarinnar við Lækjargötu fara fram síðdegis í dag. Kvartett kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar stígur þar á stokk og kætir viðstadda með sumarleg- um tónum. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Leikið verður utandyra á Jómfrúrtorg- inu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Kvartettinn mun spila latínlög Tómasar R. af plötunum Kúb- önsku, Havönu og Romm Tomm Tomm, ásamt sígrænum djass- lögum í nýjum búningi. Tómas hefur gefið út fjórtán plötur sem innihalda einvörðungu eða aðallega frumsamda tónlist hans, síðast Rommtommtechno þar sem alþjóðlegur hópur skífu- snúða endurhljóðblandaði tíu latínlög hans. Latínplötur hans hafa hljómað á útvarpsstöðvum í Ameríku og Evrópu og á síð- asta ári var eitt laga hans valið á safnplötu hins virta Putumayo- fyrirtækis, Putumayo Presents Latin Jazz, þar sem hann var í hópi með flestum þekktustu flytjendum latíntónlistarinnar. Hann hefur komið fram með eigin hljómsveit og öðrum í meira en tuttugu löndum. Telja má næsta víst að smurbrauðs- sneiðarnar renni ljúflega niður við seiðandi og suðræna tóna kvartettsins. - vþ Tómas og Jómfrúin TÓMAS R. EINARSSON Kemur fram með hljómsveit sinni á smur- brauðsstofunni Jómfrúnni í dag. Fimmta braggasýningin á vegum listakonunar Yst verður opnuð í Bragganum í Öxarfirði í dag. Umfjöllunarefni sýningar- innar er tilhugalíf, frjósemi, væntingar og vonir. Á sýningunni má sjá þrettán verk eftir Yst, sem einnig gengst við nafninu Ingunn St. Svavarsdóttir. Verkin eru af ýmsum toga; teikningar á léreft og pappír, ásamt skúlptúr, innsetningu og einu atómljóði á ensku. Yst óskar eftir þýðingu á ljóðinu yfir á íslenska tungu og lofar þeim sem leggur til bestu þýðinguna teikningu í verðlaun. Enginn aðgangseyrir er að sýningunni og eru allir vel- komnir. Sýningin stendur til 13. júlí og er opin alla daga frá kl. 11 til 18. - vþ Braggi í Öxarfirði TILFINNINGALÍF Frá sýningu Ingunnar St. Svavarsdóttur. Björn Steinar Sólbergs- son, organisti við Hall- grímskirkju og skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar, leikur á tvennum tónleikum í Hallgrímskirkju nú um helgina á vegum Norrænu orgelhátíðarinnar. Á efnis- skrám tónleikanna má finna norræn orgelverk en einnig verk eftir J.S. Bach og Charles-Marie Widor. Fyrri tónleikarnir fara fram kl. 12 í dag og eru um hálftíma lang- ir. Seinni tónleikarnir verða svo kl. 17 á morgun og verða öllu lengri, um klukkustund. Á fyrri tónleikunum leikur Björn þrjú verk eftir Bach, Intermezzo, píanóverk eftir Pál Ísólfsson sem Björn hefur umritað fyrir orgel og svo fyrsta kafla Sinfóníu nr. 6 eftir Charles-Marie Widor. Sunnudagstónleikarnir hefjast á því að Björn leikur sjöttu orgel- sinfóníu Widors í heild sinni, en svo taka við norræn orgelverk eftir Pál Ísólfsson og Edvard Grieg. „Efnisskrár þessara tveggja tónleika skarast að nokkru leyti, en segja mætti að tónleikarnir á sunnudag séu þó aðaltónleikarn- ir,“ segir Björn. „Á þeim koma nefnilega glögglega í ljós tvær ólíkar hliðar orgeltónlistar; ann- ars vegar sú norræna og hins vegar sú franska sem er öllu sin- fónískari.“ Flest þeirra norrænu verka sem Björn leikur um helgina voru upphaflega samin fyrir píanó, en hafa verið umrituð fyrir orgelið. „Það er afar misjafnt með píanó- verk hvort gott er að umrita þau fyrir orgel, enda er um gjörólík hljóðfæri að ræða. Orgelið er svo umfangsmikið hljóðfæri að þetta minnir einna helst á að setja píanóverk í hljómsveitarbúning. Þannig getur orgelið opnað alger- lega nýjar víddir í tilteknu verki. Mér þykja píanóverk oft hljóma betur í orgelútsetningum, en ég er reyndar ekki alveg viss um að flestir píanóleikarar séu sammála mér hvað það varðar,“ útskýrir Björn og hlær. Orgelhátíðin Alþjóðlegt orgels- umar hófst um síðustu helgi með tónleikum í Hallgrímskirkju og stendur fram í ágúst. Björn segist afar ánægður með hvernig tekist hefur upp. „Hátíðin byrjaði vel; tónleikarnir um síðustu helgi voru afar vel sóttir og sama má segja um hádegistónleika sem fóru fram nú á fimmtudag. Von er á mörgum helstu orgelleikurum Norðurlanda til landsins í tengsl- um við hátíðina og því spennandi tónleikar í vændum næstu vik- urnar.“ Áhugafólk um orgeltónlist getur kynnt sér dagskrá hátíðar- innar nánar á slóðinni www.list- vinafelag.is vigdis@frettabladid.is Tvær hliðar orgelsins BJÖRN STEINAR SÓLBERGSSON Leikur á tveimur tónleikum í Hallgrímskirkju um helgina. Kl. 14 Félagið Matur-Saga-Menning heldur opinn félagsfund í Skálholtsskóla í dag kl. 14. Þar verða kynntir matar- hættir á hinum forna Skálholtsstað og garðrækt í klaustrum á Íslandi. Einnig verður farið í stutta staðar- skoðun undir leiðsögn heimamanna og bragðað á krásum úr eldhúsi skólans. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og eru kaffiveitingar innifaldar. Sveitarfélagið Garður býður upp á menningar- og sögutengda göngu í dag kl. 11. Lagt verður af stað frá stóra upplýsingaskilt- inu við innkomuna í Garð við Garðbraut. Gengið verður meðal annars að tóftum Heiðarhúsa, þar sem þjóðsagan segir að hafi verið stórbær með þrjátíu hurðir á hjörum sem aflagðist vegna reimleika. Einnig verður gengið að Ellustekk en þar var að sögn heygður niðursetningur, sem dó á dularfullan hátt. Sigrún Jónsdóttir Franklín mun leiða gönguna og fjalla um það sem fyrir augu ber. Gert er ráð fyrir að gangan taki um einn til tvo tíma. - vþ Menning og saga skoðuð Kanadíska skáldkonan Margaret Atwood hlaut nýverið spænsk bók- menntaverðlaun sem kennd eru við Prinsinn af Asturias, sem er Filippus krónprins Spánar. Í úrskurði dómnefndar segir að aðdáunarvert sé hversu auðvelt Atwood virðist eiga með að færa sig frá einni bókmenntagrein yfir í aðra, án þess að gæði verka henn- ar líði fyrir það á nokkurn hátt. Einnig þótti til fyrirmyndar að hún er óhrædd við að takast á við stjórnmál og félagsleg vandamál í bókum sínum. Atwood er 68 ára gömul og hefur sent frá sér hátt á þriðja tug bóka; ljóð, skáldsögur og heimildarverk. Hún hlaut hin eftirsóttu Booker-bókmenntaverð- laun árið 2000 fyrir skáldsögu sína The Blind Assassin. - vþ Atwood fær kon- ungleg verðlaun MARGARET ATWOOD Spánverjar meta skáldskap hennar mikils. Viltu skjól á veröndina? www.markisur.com og www.markisur.is Veðrið verður ekkert vandamál Hrein fjárfesting ehf, Dalbraut 3, 105 Reykjavík Upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 um kvöld og helgar ein stærstu myndlistarver©laun heims kynna 26 norræna myndlistarmenn í listasafni kópavogs – ger©arsafni hamraborg 4 | kópavogi 19. júní – 10. ágúst opi© alla daga nema mánudaga kl 11 – 17 lei©sögn mi©vikud. kl. 12 og sunnud. kl. 15 www.gerdarsafn.is | www.carnegieartaward.com

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.