Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.06.2008, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 28.06.2008, Qupperneq 56
32 28. júní 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af … Sýningunni List mót bygg- ingarlist sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands, en henni lýkur á morgun. Á sýningunni má sjá verk eftir listamennina Elínu Hansdóttur, Finnboga Pétursson, Franz West, Monicu Bovicini og Steinu, en þau takast í verkum sínum öll á við sýningarrýmið, hvert á sinn hátt. Þriðju tónleikar sumartónleik- araðar veitingahússins Jóm- frúarinnar við Lækjargötu fara fram síðdegis í dag. Kvartett kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar stígur þar á stokk og kætir viðstadda með sumarleg- um tónum. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Leikið verður utandyra á Jómfrúrtorg- inu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Kvartettinn mun spila latínlög Tómasar R. af plötunum Kúb- önsku, Havönu og Romm Tomm Tomm, ásamt sígrænum djass- lögum í nýjum búningi. Tómas hefur gefið út fjórtán plötur sem innihalda einvörðungu eða aðallega frumsamda tónlist hans, síðast Rommtommtechno þar sem alþjóðlegur hópur skífu- snúða endurhljóðblandaði tíu latínlög hans. Latínplötur hans hafa hljómað á útvarpsstöðvum í Ameríku og Evrópu og á síð- asta ári var eitt laga hans valið á safnplötu hins virta Putumayo- fyrirtækis, Putumayo Presents Latin Jazz, þar sem hann var í hópi með flestum þekktustu flytjendum latíntónlistarinnar. Hann hefur komið fram með eigin hljómsveit og öðrum í meira en tuttugu löndum. Telja má næsta víst að smurbrauðs- sneiðarnar renni ljúflega niður við seiðandi og suðræna tóna kvartettsins. - vþ Tómas og Jómfrúin TÓMAS R. EINARSSON Kemur fram með hljómsveit sinni á smur- brauðsstofunni Jómfrúnni í dag. Fimmta braggasýningin á vegum listakonunar Yst verður opnuð í Bragganum í Öxarfirði í dag. Umfjöllunarefni sýningar- innar er tilhugalíf, frjósemi, væntingar og vonir. Á sýningunni má sjá þrettán verk eftir Yst, sem einnig gengst við nafninu Ingunn St. Svavarsdóttir. Verkin eru af ýmsum toga; teikningar á léreft og pappír, ásamt skúlptúr, innsetningu og einu atómljóði á ensku. Yst óskar eftir þýðingu á ljóðinu yfir á íslenska tungu og lofar þeim sem leggur til bestu þýðinguna teikningu í verðlaun. Enginn aðgangseyrir er að sýningunni og eru allir vel- komnir. Sýningin stendur til 13. júlí og er opin alla daga frá kl. 11 til 18. - vþ Braggi í Öxarfirði TILFINNINGALÍF Frá sýningu Ingunnar St. Svavarsdóttur. Björn Steinar Sólbergs- son, organisti við Hall- grímskirkju og skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar, leikur á tvennum tónleikum í Hallgrímskirkju nú um helgina á vegum Norrænu orgelhátíðarinnar. Á efnis- skrám tónleikanna má finna norræn orgelverk en einnig verk eftir J.S. Bach og Charles-Marie Widor. Fyrri tónleikarnir fara fram kl. 12 í dag og eru um hálftíma lang- ir. Seinni tónleikarnir verða svo kl. 17 á morgun og verða öllu lengri, um klukkustund. Á fyrri tónleikunum leikur Björn þrjú verk eftir Bach, Intermezzo, píanóverk eftir Pál Ísólfsson sem Björn hefur umritað fyrir orgel og svo fyrsta kafla Sinfóníu nr. 6 eftir Charles-Marie Widor. Sunnudagstónleikarnir hefjast á því að Björn leikur sjöttu orgel- sinfóníu Widors í heild sinni, en svo taka við norræn orgelverk eftir Pál Ísólfsson og Edvard Grieg. „Efnisskrár þessara tveggja tónleika skarast að nokkru leyti, en segja mætti að tónleikarnir á sunnudag séu þó aðaltónleikarn- ir,“ segir Björn. „Á þeim koma nefnilega glögglega í ljós tvær ólíkar hliðar orgeltónlistar; ann- ars vegar sú norræna og hins vegar sú franska sem er öllu sin- fónískari.“ Flest þeirra norrænu verka sem Björn leikur um helgina voru upphaflega samin fyrir píanó, en hafa verið umrituð fyrir orgelið. „Það er afar misjafnt með píanó- verk hvort gott er að umrita þau fyrir orgel, enda er um gjörólík hljóðfæri að ræða. Orgelið er svo umfangsmikið hljóðfæri að þetta minnir einna helst á að setja píanóverk í hljómsveitarbúning. Þannig getur orgelið opnað alger- lega nýjar víddir í tilteknu verki. Mér þykja píanóverk oft hljóma betur í orgelútsetningum, en ég er reyndar ekki alveg viss um að flestir píanóleikarar séu sammála mér hvað það varðar,“ útskýrir Björn og hlær. Orgelhátíðin Alþjóðlegt orgels- umar hófst um síðustu helgi með tónleikum í Hallgrímskirkju og stendur fram í ágúst. Björn segist afar ánægður með hvernig tekist hefur upp. „Hátíðin byrjaði vel; tónleikarnir um síðustu helgi voru afar vel sóttir og sama má segja um hádegistónleika sem fóru fram nú á fimmtudag. Von er á mörgum helstu orgelleikurum Norðurlanda til landsins í tengsl- um við hátíðina og því spennandi tónleikar í vændum næstu vik- urnar.“ Áhugafólk um orgeltónlist getur kynnt sér dagskrá hátíðar- innar nánar á slóðinni www.list- vinafelag.is vigdis@frettabladid.is Tvær hliðar orgelsins BJÖRN STEINAR SÓLBERGSSON Leikur á tveimur tónleikum í Hallgrímskirkju um helgina. Kl. 14 Félagið Matur-Saga-Menning heldur opinn félagsfund í Skálholtsskóla í dag kl. 14. Þar verða kynntir matar- hættir á hinum forna Skálholtsstað og garðrækt í klaustrum á Íslandi. Einnig verður farið í stutta staðar- skoðun undir leiðsögn heimamanna og bragðað á krásum úr eldhúsi skólans. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og eru kaffiveitingar innifaldar. Sveitarfélagið Garður býður upp á menningar- og sögutengda göngu í dag kl. 11. Lagt verður af stað frá stóra upplýsingaskilt- inu við innkomuna í Garð við Garðbraut. Gengið verður meðal annars að tóftum Heiðarhúsa, þar sem þjóðsagan segir að hafi verið stórbær með þrjátíu hurðir á hjörum sem aflagðist vegna reimleika. Einnig verður gengið að Ellustekk en þar var að sögn heygður niðursetningur, sem dó á dularfullan hátt. Sigrún Jónsdóttir Franklín mun leiða gönguna og fjalla um það sem fyrir augu ber. Gert er ráð fyrir að gangan taki um einn til tvo tíma. - vþ Menning og saga skoðuð Kanadíska skáldkonan Margaret Atwood hlaut nýverið spænsk bók- menntaverðlaun sem kennd eru við Prinsinn af Asturias, sem er Filippus krónprins Spánar. Í úrskurði dómnefndar segir að aðdáunarvert sé hversu auðvelt Atwood virðist eiga með að færa sig frá einni bókmenntagrein yfir í aðra, án þess að gæði verka henn- ar líði fyrir það á nokkurn hátt. Einnig þótti til fyrirmyndar að hún er óhrædd við að takast á við stjórnmál og félagsleg vandamál í bókum sínum. Atwood er 68 ára gömul og hefur sent frá sér hátt á þriðja tug bóka; ljóð, skáldsögur og heimildarverk. Hún hlaut hin eftirsóttu Booker-bókmenntaverð- laun árið 2000 fyrir skáldsögu sína The Blind Assassin. - vþ Atwood fær kon- ungleg verðlaun MARGARET ATWOOD Spánverjar meta skáldskap hennar mikils. Viltu skjól á veröndina? www.markisur.com og www.markisur.is Veðrið verður ekkert vandamál Hrein fjárfesting ehf, Dalbraut 3, 105 Reykjavík Upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 um kvöld og helgar ein stærstu myndlistarver©laun heims kynna 26 norræna myndlistarmenn í listasafni kópavogs – ger©arsafni hamraborg 4 | kópavogi 19. júní – 10. ágúst opi© alla daga nema mánudaga kl 11 – 17 lei©sögn mi©vikud. kl. 12 og sunnud. kl. 15 www.gerdarsafn.is | www.carnegieartaward.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.