Fréttablaðið - 01.07.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 01.07.2008, Síða 12
12 1. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Íbúðarhús Samúels Jóns- sonar í Selárdal í Arnar- firði verður rifið í sumar og endurreist í uppruna- legri mynd en útbúin verður aðstaða fyrir lista- og fræðimenn. Lokahönd verður lögð á listaverkin í Brautarholti í sumar en endurbætur á þeim hafa staðið yfir undanfarin fjögur sumur. Þýski myndhöggvarinn Gerhard König ásamt vinnuflokki snýr aftur í Selárdal í júlí, fjórða sum- arið í röð, til að ljúka viðgerðum á listasafnshúsinu í Brautarholti og styttum Samúels. „En aðalat- riðið er að í sumar verður íbúðar- hús Samúels rifið,“ segir Ólafur Engilbertsson, forsvarsmaður félags um endurreisn Brautar- holts. Með König í för verða sjálf- boðaliðar frá Seeds-samtökunum sem ætla að rífa íbúðarhúsið. Sig- urður Pálmi Ásbergsson arkitekt hefur teiknað endurgerð hússins, sem gert er ráð fyrir að þjóni sem íbúð og vinnuaðstaða fyrir lista- og fræðimenn. „Hugmynd- in er að listamenn geti unnið verk og sett upp sýningar í listasafns- húsinu og fræðimenn eða aðrir geti nýtt aðstöðuna á efri hæð- inni. Svo er gert ráð fyrir setu- stofu þar sem hægt er að koma fyrir lítilli minjagripasölu.“ Samúel flutti í Brautarholt árið 1947 og byggði utan á húsið en upp úr 1950 fór hann að bæta við það. Yngstu hlutar hússins eru því um hálfrar aldar gamlir, en þeir elstu enn eldri. Að sögn Ólafs var athugað hvort hægt væri að ráðast í endurbætur á húsinu án þess að rífa það en í ljós kom að það var of skemmt. „Markmiðið er þó að reyna að halda í upp- runalegan steinvegg og skorstein hússins,“ segir Ólafur. Eik ehf. á Tálknafirði hefur gert tilboð í smíði hússins og ráð- gerir að byggja það í einingum á Tálknafirði og flytja á staðinn. Miðað er við að listamenn og annað áhugafólk geti nýtt sér aðstöðuna frá og með sumrinu 2010. Tækniþjónusta Vestfjarða metur kostnað við að gera húsið fokhelt á rúmar tíu milljónir króna. Framkvæmdir hafa að mestu leyti verið fjármagnaðar fyrir styrki frá ríkinu – félagið hefur fengið úthlutun á fjárlög- um árlega síðan 2004 – auk þess sem Baugur og Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur hafa veitt styrki. Enn á þó eftir að ganga frá fjármögnun á endur- reisn íbúðarhússins og leitar félagið eftir stuðningi við að ljúka henni. Hægt er að leggja endurreisnarstarfi í Selárdal lið með því að leggja inn á reikning félagsins: 512-26-4403, kt. 440398- 2949. bergsteinn@frettabladid.is nær og fjær „ORÐRÉTT“ Íbúðarhús Samúels í Selárdal verður rifið í sumar og endurreist ÍBÚÐARHÚS SAMÚELS Samúel flutti í Brautarholt árið 1947 og hóf að byggja við það upp úr 1950. ■ Breskum krökk- um gæti þótt Elísa- bet Englandsdrottn- ing heppnasta kona í heimi. Ástæðan er að hún á tvo afmælisdaga. Fyrra afmælið heldur hún vanalega 21. apríl en hún fæddist á þeim degi árið 1926. Hins vegar halda Bretar ekki afmæli hennar fyrr en nokkr- um mánuðum seinna. Ástæðan er sú að opinberi afmælisdagur krúnuhafa er fyrsti, annar eða þriðji sunnudagurinn í júní ár hvert. Sá siður hefur verið frá því árið 1748 en Játvarður sjöundi færði afmælisdaginn fram í júní seint á 19. öld í þeirri von að gott veður væri alltaf á deginum. ELÍSABET: Á TVO AFMÆLISDAGA „Mér finnst frábært að vita til þess að fólk sé að vakna til vitundar um umhverfismál,“ segir Ólöf María Ólafsdóttir vöru- hönnuður. Marý segist vera sífellt að læra meira um umhverfismál. „Ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í þessum efnum.“ Hún segir myndböndin sem voru sýnd á tónleikum Bjarkar og Sigurrósar í Laugardalnum hafa vakið sig til frekari umhugsunar. „Ég vona að það hafi verið fleiri að fylgjast með fræðslunni sem fór fram á tónleik- unum. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hve mikið af náttúruperlum væri verið að eyðileggja í nafni erlendra stórfyrirtækja.“ Marý er sannfærð um að til séu betri leiðir til þess að tryggja stöðugleika í íslenskum efnahag. „Það er eins og við nennum ekki að leita að öðrum hugmyndum en stóriðju. Við megum ekki gleyma því að hingað kemur fjöldi manns á hverju ári til þess eins að sjá landið okkar sem þykir ennþá bæði hreint og fallegt.“ SJÓNARHÓLL VAXANDI ANDSTAÐA VIÐ STÓRIÐJU Alltaf að læra eitthvað nýtt ÓLÖF MARÍA ÓLAFSDÓTTIR Vöruhönnuður Loksins, loksins „Það var kominn tími til, við höfum beðið svo lengi.“ SPÁNVERJINN JUAN VALENCIA PALMERO, SEM BÚIÐ HEFUR HÉR Á LANDI Í 25 ÁR, FAGNAÐI SIGRI SPÁNAR Á EM Í FÓTBOLTA INNILEGA. Morgunblaðið, 30. júní Skýrt og skorinort „Þetta eru fyrst og fremst gífurleg vonbrigði.“ GUÐLAUG EINARSDÓTTIR, FOR- MAÐUR LJÓSMÆÐRAFÉLAGSINS, UM FUND MEÐ SAMNINGANEFND RÍKISINS. Fréttablaðið, 30. júní „Ég var að klára að þýða bókina Rosemary’s Baby eftir Ira Levine sem Stephen King segir vera mesta spennutrylli allra tíma,“ segir Helgi Jónsson rithöfundur og útgefandi. „Þetta er svo þekktur tit- ill að það er ekki hægt að þýða hann, þannig að hún mun áfram heita Rosemary’s Baby í íslensku þýðingunni.“ Helgi hefur nóg að gera því hann starfar á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri auk rit- og útgáfustarfa. „Ég er svo upptekinn að ég hef ekki tíma fyrir áhugamál.“ „Svo sit ég núna og er að skrifa tvær Gæsahúðarbækur.“ En Helgi er líklega þekktastur fyrir bækurnar úr þeirri seríu sem samtals hafa selst í tæplega fimmtíu þúsund eintökum frá upphafi. Í fyrra hóf göngu sína ný sería sem heitir Gæsahúð fyrir eldri. „Þær eru dálítið svakalegar þessar. Sú fyrsta hét Villa vampíra og svo er Eva engill væntanleg.“ Auk þessarar hryllingsbókaseríu hefur Helgi getið sér gott orð fyrir unglingabækur á borð við Allt í sleik, Hjálp í faðmlögum og Sogblettinn að ógleymdri sögulegu unglingaskáldsögunni Rauðu augun sem fjallar um unglinga sem mæta afturgengnum fórnarlömbum Tyrkjaránsins. Nú hyggst Helgi sækja á ný mið því hann er með fullorðinsbók í smíðum. „Ég er mjög spenntur fyrir þessari bók. Hún er búin að vera lengi að gerjast í hausnum á mér en hún verður ekki tilbúin fyrr en á næsta ári. Ég treysti mér ekki til að tjá mig mikið um þessa bók en ég get allavega sagt að hún á eftir að vekja athygli. Svo mikið er víst.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HELGI JÓNSSON RITHÖFUNDUR OG ÚTGEFANDI Of upptekinn fyrir áhugamál ÓLAFUR ENGILBERTSSON Samúel Jónsson (1884-1964), bóndi í Brautarholti í Selárdal, er einn þekktasti alþýðulistamaður síðari tíma á Íslandi, oft nefndur listamaðurinn með barns- hjartað. Samúel flutti að Brautarholti árið 1947 og reisti þar mörg verk sem síðar urðu víðfræg, til dæmis líkan af Ljónagarðinum í Alhambra á Spáni. Við fráfall Samúels féll Brautarholt í eyði. Ekki var hlúð að verkum hans og undir lok síðustu aldar lágu þau undir skemmdum. Árið 1998 var stofnað félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal. Þýski myndhöggvarinn Gerhard König var fenginn til að gera áætlun um viðgerðir á styttum Samúels. Hlé varð á viðgerðum næstu árin en þær hófust að nýju vorið 2004 og hafa staðið yfir á hverju sumri síðan og stendur til að leggja lokahönd á listaverkin í ágúst. LISTAMAÐURINN MEÐ BARNSHJARTAÐ SAMÚEL JÓNSSON Í SELÁRDAL Auglýsingasími – Mest lesið MARKAÐURINN með Fréttablaðinu alla miðvikudaga

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.