Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 46
22 1. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra lin d . K ó p av o g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 4 9 k r/ sk e yt ið . HVER VINNUR! 9. SENDU SMS BTC KFP Á NÚMERIÐ 1900 VINNINGAR: BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI, DVD MYNDIR OG FLEIRA! > FINNST HRUKKURNAR FÍNAR Cate Blanchett finnst kynþokka- fullt að hafa hrukkur og finnst fólk sem fer í lýtaaðgerðir vera sjálfhverft. Leikkonunni finnst ekki aðlaðandi að sjá hvernig fimmtugt fólk hefur þurrkað út æviár sín með lýtaaðgerðum og er fullviss um að hrukkur muni þykja kynþokkafullar eftir fimmtíu ár. Sýningar hefjast á Ríkinu, nýrri grínþáttaseríu á Stöð 2, í ágúst. Yfirumsjón með handritsgerð þáttanna hafði Sigurjón Kjartansson, en sex manna hópur lagði í handritspúkkið. Þeir Auddi og Sveppi fara með stór hlutverk í þáttunum og Silja Hauksdóttir leikstýrir þeim. Þá voru bræður grín- istanna Péturs Jóhanns og Þorsteins Guðmundssonar einnig í handritsteyminu, þeir Árni Jón Sigfússon og Magnús Guðmundsson. Eru þeir þá loksins að komast út úr grínskugga bræðra sinna? „Ég hef aldrei talið mig lifa í ein- hverjum skugga,“ segir Árni Jón, bróðir Péturs Jóhanns. Hann er þremur árum eldri. „Mér líður allavega mjög vel í þessum meinta skugga.“ Árni er arkitekt og hafði aldrei skrifað grínþætti áður. „Ég veit nú bara ekki af hverju ég var fenginn í þetta. Ætli bróðernið hafi ekki potað mér að, svo hef ég líka Heimi Jónasson, þáverandi dag- skrárstjóra, grunaðan um að hafa mælt með mér.“ Árni segist gríðarlega stoltur af litla bróður og fylgjast grannt með ferli hans. „Ég er engan veginn jafn fyndinn, enda er hann atvinnu- maður og fær borgað fyrir þetta. Það er aldrei grín í fjölskylduboð- unum. Við högum okkur vel.“ Skriftirnar voru skemmtilegar að sögn Árna. „Það var voða frjálst form á þessu. Það var skipt í minni hópa og svo hittumst við öll af og til og bárum saman bækur okkar.“ En nú er það bara aftur í arki- tektúrinn. „Hvað er ég að teikna? Ég get ekki beint sagt að það sé eitthvað djúsí. Ég er að poppa upp nokkur elliheimili, gera íbúðirnar stærri og notendavænni.“ Magnús Guðmundsson, sem er ári yngri en bróðir hans, Þor- steinn, segist ekki heldur hafa verið að skrifa sig út úr gríns- kugganum af bróður sínum. „Ég kannast ekki við téðan skugga og það er engin öfund hjá mér, enda er ég fyndni bróðirinn,“ segir hann. Auglýsingagerð hefur verið meginatvinna Magnúsar en þó liggur eftir hann ein skáldssaga, Sigurvegarinn. „Sigurjón bað mig um að prófa þetta þegar ég var í pásu frá auglýsingagerðinni. Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að prófa það sem stóri bróðir er alltaf að gera. Samt er þetta erfiðara en ég átti von á. Það er dálítið mál að sitja og reyna að vera fyndinn fyrir framan tölv- una.“ Er svo eitthvað varið í Ríkið? „Tja, ég hef nú ekkert séð ennþá, en las brot af handritinu. Þar var margt mjög gott. Ég vona allavega að það verði gaman að þessu,“ segir Magnús. Ríkið hefst 22. ágúst á Stöð 2. Gerðir voru tíu þættir í fyrstu lotu. gunnarh@frettabladid.is Líður vel í skugganum DÁLÍTIÐ MÁL AÐ VERA FYNDINN FYRIR FRAMAN TÖLVUNA Magnús, bróðir Þorsteins Guðmundssonar, og Árni Jón, bróðir Péturs Jóhanns Sigfússonar, skrifuðu handritið að grínþættinum Ríkinu ásamt öðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓLKIÐ Í RÍKINU Efri röð frá vinstri: Auðunn Blöndal, Vignir Rafn Valþórsson, Elma Lísa Geirsdóttir, Víkingur Kristjáns- son og Inga María Valdimarsdóttir. Sitj- andi: Halldóra Geirharðsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Sveppi. „Þessi eyja er skólabókardæmi um hvernig á að reka góða nætur- klúbba. Ég er búinn að vera í njósnaferð milli klúbba og tékka á því hvernig þeir fara að þessu, og veistu... ég held bara að kvöldin mín á Nasa standist allar kröfur,“ segir Páll Óskar, sem nú nýtur lífsins á Ibiza en fellur ekki verk úr hendi frekar en fyrri daginn. Páll Óskar undirbýr nú stærsta styrktarball ársins sem verður á Nasa 5. júlí þar sem hann ætlar að þeyta skífum stanslaust frá klukk- an 23 og fram undir morgun og syngja sína helstu smelli. Páll er væntanlegur til landsins sjóð- heitur og sólbrúnn á næstu dögum. Sérstakur gestur verður Haffi Haff. Miðaverð rennur óskipt til Hinsegin daga. „Já, þá verður sléttur mánuður í Gay Pride og gráupplagt að fá smjörþefinn af herlegheitunum í sannkallaðri „pride“ stemningu með Palla á Nasa,“ segir tónlistarmaðurinn kátur. Og heldur því fram, þrátt fyrir allt, að stuðið sé jafn geggjað á Íslandi og á Ibiza. „Hér eru heit- ustu plötusnúðarnir, Tiesto, Carl Crag, David Guetta... en allir þessir gaurar hafa komið til Íslands að spila.“ Páll Óskar segir að allt hafi orðið brjálað þegar fyrir lá að Spánn hafi sigrað á EM. „Spán- verjar gjörsamlega misstu sig. Flugeldar úr öllum húsum. Eins og gamlárskvöld hjá kolvitlausum Íslendingum. Meira að segja gaml- ar kerlingar og smábörn hlupu út á göturnar argandi og gargandi,“ segir Páll Óskar, sem nú breytist á augabragði í fréttaritara Frétta- blaðsins á Spáni. „Göturnar hér loguðu af gleði. Það fór enginn að sofa þessa nóttina. Löggan tók þátt í látunum, argandi og gargandi löggur úti um allt. Tótal stjórn- leysi. Sem betur fer voru engar rúður brotnar eða kveikt í bílum. Bara gleðilæti.“ - jbg Spæjar um næturklúbba á Ibiza PÁLL ÓSKAR Njósnar um næturlífið á Ibiza og ætlar ekki að draga af sér í „pride“ stemningunni heim kominn. SJÁLFSÖRUGGARI EN ÁÐUR FYRR Lind- say Lohan segist vera hamingjusöm og vill ekki láta þyngdina stjórna lífi sínu. Lindsay Lohan neitar að stíga á vigtina því hún vill ekki að þyngd- in stjórni lífi hennar. Í viðtali við breska tímaritið OK segist leikkonunni líða vel í eigin skinni og vera hamingjusöm, borða vel, skemmta sér og ekki leggja of mikla stund á líkamsrækt. Leikkonan segist þó finna fyrir pressunni sem fylgir því að starfa í Hollywood og segist myndu vilja breyta ýmsu hvað varðar útlit sitt. „Ég myndi vilja vera hávaxnari og ég þoli ekki fótleggina mína,“ sagði Lindsay í viðtalinu og kveðst vera mjög meðvituð um eigið útlit. „Ég hef oft áhyggjur af freknunum, hárinu og tapa mér ef ég fæ bólu. En í fúlustu alvöru, þá er ég orðin mun sjálfsöruggari en ég var áður fyrr,“ segir Lindsay. Neitar að stíga á vigtina Nú er komið í ljós að leikkonan Sienna Miller hefur ekki verið að slá sér upp með leikaranum Matthew Rhys eftir allt saman, heldur með samleikara hans úr þáttaseríunni Brothers and Sister, Balt- hazar Getty. Sienna og Balthazar hafa þekkst í einhvern tíma og var það hinn fyrrnefndi Matthew Rhys, sem er fyrr- verandi kærasti Siennu og samleikari Balthazars, sem kynnti þau. Samband þeirra var aðeins vinátta til að byrja með en varð innilegra eftir að Sienna dvaldi í Los Angeles í mars við tökur myndarinnar GI Joe. Sienna er nú aftur stödd í borg englanna og hefur varið flestum stundum þar með Balthazar. „Sienna hætti með Rhys Ifans þegar hún áttaði sig á því að hún væri að falla fyrir Balthazar. Hún vildi gera það rétta í stöðunni. Eftir að Sienna hætti með Rhys hefur hitnað nokkuð í kolunum milli hennar og Balthazar,“ segir heim- ildarmaður um sambandið. Balt- hazar virðist þó ekki hafa jafn miklar áhyggjur og Sienna af því að gera hið rétta því hann er giftur og fjögurra barna faðir. Sienna með kvæntum manni BALTHAZAR GETTY Nýi kærastinn er giftur og fjögurra barna faðir. NORDICPHOTOS/GETTY SIENNA MILLER Sparkaði Rhys Ifans til að geta verið með Balthazar Getty. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.