Fréttablaðið - 06.07.2008, Síða 6
6 6. júlí 2008 SUNNUDAGUR
Af fjörutíu hælisleitendum
á Íslandi var þremur veitt
dvalarleyfi af mannúðar-
ástæðum í fyrra, segir í
tilkynningu Rauða kross Ís-
lands. Þrettán beiðnum hafi
verið hafnað, en 24 sendir
til Evrópu, með vísan í
Dyflinnar-samninginn.
Yfirlýst markmið Dyflinnar-samn-
ingsins er að koma á samræmdri
stefnu um meðferð flóttamanna
innan Evrópu, það er Schengen-
svæðisins. Samningnum er ætlað að
skýra hvaða ríki beri ábyrgð á með-
ferð hælisumsóknar.
Þar er tekið fram að meginregl-
an, samkvæmt alþjóðasamningum,
sé sú að fólki verði ekki vísað á
brott þangað sem líf þess eða frelsi
kann að vera í hættu.
Dyflinnar-samningurinn á að
tryggja flóttamönnum skilvirka og
skjóta meðferð í kerfinu. Það land
sem fyrst tekur á móti flóttamann-
inum opinberlega skal taka ákvörð-
un um hvort það veiti honum hæli.
Samningurinn kemur þó ekki í
veg fyrir að hvert og eitt ríki geti
veitt flóttamönnum skjól.
Gagnrýnendur samningsins full-
yrða að tilgangur hans hafi öðrum
þræði verið sá að þrýsta á ríki eins
og Spán, Ítalíu og Grikkland til að
gæta landamæra sinna betur.
Hleyptu þau flóttamönnum inn,
sætu þau uppi með þá. Þannig hafi
samkomulagið stuðlað að því að
hækka múrana í kringum Evrópu.
Þetta er kallað „sameiginlegt
átak um stjórnun ytri landamæra“.
Eining fjölskyldunnar
Standa ber vörð um einingu fjöl-
skyldunnar, segir í samningnum, og
ríkjunum er heimilt að víkja frá
ýmsum reglum í því skyni að sam-
eina aðstandendur, þegar nauðsyn-
legt þykir af mannúðarástæðum.
Norsk stjórnvöld hafa nýtt sér
mannúðarákvæði samningsins, en
þau vilja ekki senda flóttamenn
aftur til Grikklands. Þar þykja
flóttamenn ekki fá viðunandi með-
ferð. Ítölsk yfirvöld hafa einnig
sætt ámæli síðustu ár fyrir illa með-
ferð á flóttamönnum.
ÍRAN Írönsk stjórnvöld segja
afstöðu sína til kjarnorkuáætlun-
ar óbreytta, þrátt fyrir tilboð Evr-
ópusambandsins sem hvetur til
þess að draga úr auðguðu úrani.
Talsmaður stjórnvalda sagði
Írani tilbúna að ganga til samn-
ingaviðræðna við heimsveldin
gegn þeirri kröfu að viðræðurnar
tækju fyrir rétt Írans til kjarn-
orku. Þetta kom fram á fréttavef
breska ríkisútvarpsins í gær.
Ekki hefur verið gert opinbert
hvað fólst í tilboði Evrópusam-
bandsins né greint nákvæmlega
frá því hvert svar stjórnvalda í
Íran við tilboðinu var. Fréttaritar-
ar segja þó þessa yfirlýsingu bera
með sér að írönsk stjórnvöld séu
ekki tilbúin til að hægja á kjarn-
orkustarfsemi sinni. Einnig er
haft eftir Gholamhossein Elham,
talsmanni íranskra stjórnvalda að
„Íran muni ekki gefa eftir í rétti
sínum til kjarnorku. Afstaða Írans
til notkunar kjarnorku í friðsam-
legum tilgangi hefur ekki breyst
og í viðræðum verði þess krafist
að engin alþjóðleg réttindi töpuð-
ust.“
Fréttaritari breska ríkisút-
varpsins, John Leyne, sagði erfitt
að sjá að nokkrar viðræður færu
fram ef Íranir væru ekki tilbúnir
til málamiðlana.
- rat
Samningaviðræður Evrópusambandsins og Írans um eyðingu kjarnorkuvopna:
Óbreytt afstaða til kjarnorkuáætlunar
STANGVEIÐI Landssamband
veiðifélaga lýsir þungum áhyggj-
um af hnignun stórlaxa í íslensk-
um ám, í ályktun sem samþykkt
var á aðalfundi sambandsins í júní.
Fundurinn beinir þeim tilmæl-
um til þeirra veiðifélaga, sem ekki
hafa sett reglur um að sleppa
stórlaxi, að grípa þegar til aðgerða
í þeim efnum.
Einnig telur fundurinn að
stórfelldar sleppingar gönguseiða í
vatnsföll, þar sem sjálfbærir
stofnar laxfiska eru fyrir, kunni að
orka tvímælis. Lagt er til að stjórn
sambandsins kanni hvort ekki sé
rétt að setja nánari reglur um
sleppingar af þessu tagi. - kg
Landssamband veiðifélaga:
Aðgerða þörf
vegna stórlaxa
ÞÝSKALAND, AP Angela Merkel,
kanslari Þýskalands, segir að
Evrópusambandið leiti „allra
mögulegra
refsiaðgerða“
gegn ríkisstjórn
Roberts
Mugabe
Simbabvefor-
seta.
„Við munum
íhuga allar
mögulegar
refsiaðgerðir til
að athuga hvað fleira við getum
gert, svo sem ferðabönn,“ segir
hún í viðtali við AP.
Robert Mugabe var nýlega
endurkjörinn forseti Simbabve í
kosningum sem eftirlitsmenn
segja hvorki hafa verið frjálsar
né sanngjarnar. Vesturlönd hafa
þrýst á um aðgerðir gegn
Mugabe, en Afríkuleiðtogar hafa
lítið gagnrýnt hann. - gh
Merkel um Simbabve:
Hertar refsiað-
gerðir ESB
ANGELA MERKEL
VINNUMARKAÐUR Félag frétta-
manna hefur náð samkomulagi
við Samtök atvinnulífsins um
nýjan kjarasamning. Samkvæmt
honum fá fréttamenn eingreiðslu
að fjárhæð 40 þúsund krónur 1.
júlí og öll mánaðarlaun hækka
um 21 þúsund krónur sama dag,
ef samningurinn verður sam-
þykktur.
Hinn 1. mars verður skipt um
launakerfi og tekin upp ný
launatafla með fjórum launa-
flokkum, fyrir byrjendur, eftir
eins árs starf, þriggja ára starf
og loks fyrir þá sem gegna
stjórnunarstöðum. Þórhallur
Jósepsson, formaður samninga-
nefndar fréttamanna, segir að um
lágmarkslaun sé að ræða.
Gildistími samningsins er 30
mánuðir, til ársloka 2010. - ghs
Félag fréttamanna:
Gerir samning
til 30 mánaða
EFNAHAGSMÁL Ármann Kr.
Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Suðvesturkjördæmi,
lýsir yfir
vonbrigðum
með þá
ákvörðun
Seðlabankans
að lækka ekki
stýrivexti og
segir hana
vekja spurning-
ar um það hvort
bankinn geti
horfst í augu
við raunveruleikann. Þetta kemur
fram á bloggsíðu Ármanns,
armannkr.blog.is.
Orðrétt skrifar Ármann:
„Gerðu menn sér ekki grein fyrir
því að það kæmi að skuldadögum
fyrr eða síðar?“ og „Hefur
verðbólgu einhvers staðar verið
eytt með því að ýta undir aukna
neyslu?“ - kg
Ármann Kr. Ólafsson:
Ósáttur við
Seðlabankann
ÁRMANN KR.
ÓLAFSSON
VESTMANNAEYJAR 180 milljónir
verða veittar til ýmissa verkefna
sem unnin verða á starfsstöðvum
Nýsköpunarmiðstöðvar í Reykja-
vík, Vestmannaeyjum, Ísafirði og
Höfn í Hornafirði. Þetta kemur
fram í samkomulagi sem undirrit-
að var í gær milli Nýsköpunarmið-
stöðvar og iðnaðarráðuneytis um
framkvæmd verkefna byggðaá-
ætlunar 2008-2009.
Össur Skarphéðinsson iðnaðar-
ráðherra og Þorsteinn Ingi Sigfús-
son, forstjóri Nýsköpunarmið-
stöðvar, undirrituðu samninginn á
goslokahátíð í Vestmannaeyjum
en samningurinn markar meðal
annars tímamót fyrir starfsstöð
Nýsköpunarmiðstöðvar í Vest-
mannaeyjum sem var opnuð í júní
síðastliðnum. Tvö verkefni í
Eyjum fá styrk. Annars vegar fær
þekkingarsetur á sviði frumgerða-
smíði, eða stafræn smiðja, fimm
milljónir og hins vegar fær rann-
sókna- og þróunarverkefni um
hagnýtingu á varmadælum fimmt-
án milljónir. Frosti Gíslason er
verkefnisstjóri í Vestmannaeyj-
um.
„Ég er óskaplega ánægður og
þakklátur fyrir að lagðir séu fjár-
munir í verkefni á landsbyggð-
inni. Svona fjárveitingar hafa
mikla þýðingu fyrir okkur og geta
haft margfeldisáhrif þegar kemur
að vinnslu á verkefnunun sjálfum
og einnig við vinnslu á niðurstöð-
um verkefna.“
- rat
Nýsköpunarmiðstöð og iðnaðarráðuneyti undirrita samkomulag:
180 milljónir til nýsköpunar
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Iðnað-
arráðherra kjáir framan í svartfugls-
unga í Klettshelli. Rækjusnittur
voru í boði við undirritunina og át
unginn rækjur með bestu lyst.
MYND/ÓSKAR
FRÉTTASKÝRING: Hælisleitendur á Íslandi
FRÉTTASKÝRING
KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON
klemens@frettabladid.is
Íslendingar neita flestum um skjól
Telur þú að rétt hafi verið að
vísa flóttamanninum Paul
Ramses úr landi?
Já 37,7%
Nei 62,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Heldur þú að uppsagnirnar á
RÚV hafi verið eina mögulega
sparnaðarúrræðið?
Segðu skoðun þína á vísir.is
HAAG, AP Áfrýjunarréttur stríðs-
glæpadómstólsins fyrir fyrrum
Júgóslavíu hefur sýknað Bosníu-
múslimann
Naser Orik af
ákæru um
stríðsglæpi.
Orik var
sakfelldur af
undirrétti
dómstólsins
fyrir að hafa
ekki komið í veg
fyrir morð og
pyndingar serbneskra fanga í
bænum Srebrenica. Orik leiddi
vörn bæjarins gegn Bosníu-
Serbum árið 1995. Þeir myrtu þar
átta þúsund borgara í versta fjölda-
morði Evrópu eftir seinni heims-
styrjöld.
Áfrýjunarrétturinn taldi ekki
sýnt að Orik hefði stjórnað aftöku
Serbanna. - gh
Bosníu-músliminn Naser Orik:
Sýknaður af
stríðsglæpum
NASER ORIK
AFSTAÐA ÓBREYTT Íranir eru ekki tilbún-
ir til að draga úr kjarorkustarfsemi sinni.
Fari svo að Paul Ramses
verði neitað um hæli á
Ítalíu, og íslensk stjórn-
völd endurskoði ekki
ákvörðun sína, verður
Paul að öllum líkindum
sendur aftur til Kenía.
Vinir hans og
eiginkona segja Paul
í verulegri lífshættu í
heimalandinu. Hann
hafði afskipti af stjórn-
málum og bauð sig fram
í kosningum. Andstæð-
ingar hans vinni að því
leynt og ljóst að koma
keppinautum sínum fyrir
kattarnef.
„Ég veit að lögreglan
kom í maí síðastliðnum
og var að leita að honum.
Íslendingarnir sem voru
þá í Kenía [hjá ABC-
barnahjálp] geta staðfest
það,“ segir Rosemary
Atieno, eiginkona Pauls.
„Ef hann verður sendur
þangað sjáum við hann
kannski aldrei aftur,“ segir
hún.
HITTAST ÞAU AFTUR Í KENÍA?
PAUL OG ROSEMARY
nýgift í Kenía.
„Ef þeir senda mig til Kenía bið
ég um að einhver sjái um konuna
mína og litla barnið mitt. Ég get
ekki til þess hugsað að það verði
fátækur betlari á götunum, ef ég
verð drepinn. Ég get ekki beðið um
neitt mikilvægara en þetta,“ segir
Paul Ramses.
Hann vill þakka öllum sem hafa
sýnt máli hans áhuga og hafa beðið
fyrir honum. Sjálfur segist hann
biðja fyrir íslenskum stjórnvöldum,
sem hafi ef til vill sent hann í opinn
dauðann.
Paul er vonlítill um að Ítalir taki
við honum og segir að jafnvel
lögreglan þar furði sig á því að hann
hafi verið sendur til Ítalíu.
„Öll sönnungargögnin eru á
Íslandi og þeim var skilað til Útlend-
ingastofnunar.
ABC-barnahjálp er til dæmis með
sönnur þess að ég er á dauðalista
stjórnvalda,“ segir hann.
Hann spyr sig hvort Ítalir séu
líklegri að taka við sér, ef „ríkt land
eins og Ísland vill ekki gera það“.
Paul mun líklega verða í
Sentrone-búðunum í þrjár vikur,
áður en ákvörðun verður tekin um
hans mál.
Hann segist ekki hafa minnst á
það í umsókn sinni til Útlendinga-
stofnunar að hann ætti nánan ætt-
ingja á Íslandi, Lydiu Henrysdóttur.
„Ég vissi ekki að það gæti haft
áhrif. Umsókn mín snerist um stöðu
flóttamanns en ekki um fjölskyldu
mína. Ég hélt að þetta snerist um
að hjálpa þeim sem eru í hættu,“
segir hann.
BIÐUR UM VÆGÐ FYRIR BARNIÐ SITT
PAUL OG FÍDEL SMÁRI Sonur Pauls og Rosemary er skírður í höfuðið á Eiði Smára
Guðjohnsen, en Paul er mikill aðdáandi hans og hefur fylgst með honum síðan
hann lék með Chelsea.
KJÖRKASSINN