Fréttablaðið - 06.07.2008, Síða 10

Fréttablaðið - 06.07.2008, Síða 10
10 6. júlí 2008 SUNNUDAGUR Þið heilsist innilega og virðist þekkjast, hvað vitið þið um hvort annað? Sigmar: Allt! Silla: Ekki neitt. Sigmar: Ég hef náttúrlega vitað hver Silla er frá því hún var krakki enda þekkti ég for- eldra hennar á Ríkisútvarpinu. Nú veit ég, sem náttúrlega hryggir mig á vissan hátt, að Silla er farin yfir til kapítalistanna og farin að vinna á Baugsmiðli. Silla: Jú, jú, þetta var ekki auðveld ákvörðin. Svolítið eins og að skilja held ég. Fyrir mér er Ríkisútvarpið eins og fjölskylda. En ég er ótrúlega glöð í dag enda hafa allir gott af því að skipta um vinnu. Segi ég … þetta er í annað sinn sem ég skipti um vinnu. Sigmar: Ég hélt að þú myndir aldrei hætta á RÚV. Hélt að það væri nú bara ekki einu sinni inni í myndinni. Silla: Það var það heldur ekkert. Ég fékk náttúrlega RÚV-stimpil á rassinn við fæð- ingu og vissi þá að ég yrði að vinna þar það sem eftir væri. Sigmar: Ég man fyrst eftir þér þegar ég byrjaði að vinna á útvarpinu árið 1973. Þá hefur þú verið … Silla: Þá var ég tíu ára og búin að vinna í útvarpinu í tíu ár. En ef ég hugsa um Sigmar þá hugsa ég um mat, skotveiði, viskí og Spaugstofuna. Þú ert svo heppinn nefnilega, það hefur aldrei verið gert grín að mér í Spaugstofunni. Veiðimaðurinn og mótorhjólapían Nefnið þrjá hluti um hvort annað sem þið vitið ekki hvort eru sannir eður ei en gætuð engu að síður trúað að væru það. Silla: Ég held að Sigmari finnist gott eftir góðan dag að setjast í besta stólinn sinn, setja lappirnar upp á skemil og skoða bækur um Skotland. Sigmar: Það er mjög frumlegt. Silla: Svo held ég að honum finnist mjög gaman að njóta lífsins og reyni að gera eins mikið af því og hann getur. Reyni jafnvel að taka krók á sinni leið til þess að geta slakað á og notið lífsins. Í þriðja lagi held ég, af því hann er svo mikill gúrmei kall, að honum finnist frábært að fá sér eina pulsu og kók. Sigmar: Já, þetta er nú allt rétt nema þetta með Skotland. Ég hef held ég bara aldrei skoðað bók um Skotland. Silla: Er það ekki? Ég sé þig alveg fyrir mér undir teppi með svoleiðis bók. Það tengist eitthvað veiðinni, þú kannski ferð til Skot- lands að veiða? Sigmar: Jú, jú, ég hef gert það. Veiddi krón- hjört. Silla: Einmitt. Sigmar: Það er eitt sem ég held, kannski er það misskilningur, en ég held að Silla sé áhættufíkill og aki mótorhjóli, án þess að ég viti það. Í öðru lagi held ég að hún sé mjög hrifin af rómantískum óperum og í þriðja lagi grunar mig að Silla lesi mikið mat- reiðslubækur en fari sjaldan eftir þeim. Silla: Það er alveg rétt. Dýrafræði að hætti Walt Disney Fólk sér hvítabirni í hverju skúmaskoti. Hvernig mynduð þið bregðast við ef þið mætt- uð slíkri skepnu á förnum vegi og gætuð þið hugsað ykkur að borða ísbjarnarkjöt? Silla: Hver getur borðað ísbjarnarkjöt? Það er svo eitrað. En ef maður gæti verið viss um að það væri ekki eitrað væri ég alveg til í að smakka. Sigmar: Það er étið á Grænlandi. Ef maður sæi hvítabjörn og væri með einhvern félaga sinn með sér sem hleypur hægar en maður sjálfur þá myndi maður bara hlaupa, en ann- ars gera sem minnst. Silla: Ég held ég myndi standa alveg kyrr. Neeeeei. Ég sá einhvers staðar leiðbeiningar um hvernig á að bregðast við og maður á til dæmis ekki að hlaupa hratt í burtu. Sigmar: Nei, ekki nema það sé einhver með manni sem hleypur hægar. Silla: Þarna kom skepnuskapurinn fram í þér! Á maður ekki líka að forðast að horfa í augun á birninum? Ég veit eiginlega ekki hvað ég ætti að gera. Play dead? Sigmar: Bara láta eins og maður sjái hann ekki. Look busy. Silla: Já, og labba fram hjá og bjóða góðan dag. Sigmar: Það er skrítið með dýr að ef þú hundsar þau þá eru þau oft mjög spök. En ef ég hefði tök á því myndi ég auðvitað reyna að veiða hann. Silla: Veistu hvað ég myndi gera þá? Ég myndi rífa af þér byssuna og stinga henni upp í rassxxxxx á þér. Annars var þetta ísbjarnarmál allt saman farið að verða eins og eitthvað Keikódæmi. Sigmar: Það er því miður ekkert hægt að gera annað en aflífa þá. Þessi dýr sem þvæl- ast hingað eru örmagna og myndu varla lifa flutning af þannig að ég myndi nú mæla með því við alla Skagfirðinga sem eru að tína ber eða reka rollur að vera vopnaðir. Silla: Getur þú ekki lánað þeim eitthvað af byssunum þínum? Sigmar: Njaaa. Ég tími því nú ekki. Æ, þessi umræða var svo ömurleg með þennan bless- aða hvítabjörn. Það er komið fullt af fólki sem hefur lært sína dýrafræði af Walt Disney. Ég meina lömbin sem við erum að grilla núna, þau frömdu ekkert sjálfsmorð. Þau fara ekkert í næsta læk og drekkja sér á haustin. Sigmar væri í peningaþvætti Menn hafa áhyggjur af því að skipulögð glæpastarfsemi erlendra glæpahópa sé að ryðja sér til rúms hér á landi. Hvernig á að bregðast við því? Sigmar, ef Silla væri háska- legt glæpakvendi í hvaða glæpum myndi hún þá sérhæfa sig og, Silla, hvers konar glæpon gæti Sigmar verið? Sigmar: Ég held að Silla væri að stela bílum. Hún væri bílaþjófur og seldi þá til Lett- lands. Annars held ég að það eigi að bregð- ast við þessu af hörku. Það er líka óhugnan- legt helvíti að fólk geti komist upp með það að hrækja á lögguna. Reyndar væri Silla örugglega ekkert í því. Silla: Nei, ég hræki aldrei. Sigmar: Ég held að Silla hafi duldan áhuga á að ganga í mótorhjólalögguna og kæmi mér ekki á óvart að hún gerði það einhvern tím- ann. Silla: Já, svona þegar ég skipti næst um starf. Af því ég er nú svo dugleg við það. En Sigmar sem glæpon … Ég hugsa að þú færir út í peningaþvætti Sigmar: Já, ég held það myndi henta mér mjög vel. Að öðru. Ljósmæður berjast fyrir kjörum sínum. Hver finnast ykkur sanngjörn laun fyrir að hjálpa börnum í heiminn? Ef þið væruð ljósmæður, hvaða þekkta einstakl- ingi vilduð þið getað stært ykkur af að hafa tekið á móti? Silla: Mér finnst að ljósmæður eigi bara að vera með sömu laun og læknar. Þær eru með sex ára háskólanám að baki og ótrú- lega klárar. Hvað eiga þær að fá í laun, hmm … kannski 500 þúsund? Sigmar. Ég held þær ættu nú ekki að vera með alveg sömu laun og læknar. Þeir eru Byðu Össuri með í útilegu Ef Sigurlaug M. Jónasdóttir væri ljósmóðir vildi hún hafa hjálpað Kjarval í heiminn. Hefði Sigmar B. Hauksson hins vegar glaður tekið á móti Björk. Þórgunnur Oddsdóttir hitti mótorhjólagellu og veiðimann á rökstólum og ræddi við þau um útilegur, ísbirni og illa lyktandi vegasjoppur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Á RÖKSTÓLUM Sigmar: Það er komið fullt af fólki sem hefur lært sína dýrafræði af Walt Disney. Ég meina lömbin sem við erum að grilla núna frömdu ekkert sjálfsmorð. Þau fara ekkert í næsta læk og drekkja sér á haustin. GAMLIR VINNUFÉLAGAR Þegar Sigmar byrjaði að vinna á Ríkisútvarpinu var Silla bara tíu ára en hafði þó unnið þar í áratug að eigin sögn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.