Fréttablaðið - 06.07.2008, Síða 11

Fréttablaðið - 06.07.2008, Síða 11
SUNNUDAGUR 6. júlí 2008 11 með lengra nám. Það þarf hins vegar að sjá til þess að þær geti unnið vinnuna sína án þess að taka alla þessa yfirvinnu og svo er und- arlegt að hjúkrunarfræðingar lækki í launum við það að bæta við sig námi og verða ljósmæður. Silla: Það er auðvitað furðulegt hvað þær eru með lág laun og þetta er grafalvarlegt mál. Við megum ekki missa ljósmæðurnar. Sigmar: Varðandi það hverjum ég hefði viljað taka á móti þá held ég að ég verði að segja Björk. Ég vinn í ferðaþjónustunni og það er eng- inn Íslendingur sem er okkur jafn mikils virði. Hróður Bjarkar er svo gríðarlegur um allan heim og hún er svo klár og gefur svo góða mynd af landinu. Silla: Ég hefði viljað taka á móti Kjarval. Þá hefði ég skoðað vel á honum hendurnar. Það er alveg sama hvað maður skoðar verkin hans oft. Maður verður alltaf jafn- heillaður. Á vespu til Kirkjubæjarklausturs Nú leggjast landsmenn í ferðalög og útilegur sem getur verið dýrt með hækkandi eldsneytis- og mat- vælaverði. Ef þið ættuð að fara saman í ódýra útilegu, hvert mynduð þið þá fara, hvaða þrem- ur þekktu einstaklingum mynduð þið bjóða með til að halda uppi fjörinu og hver finnst ykkur ofmetnasti ferðamannastaðurinn á Íslandi? Silla: Hjólarðu? Sigmar: Já, já, ég hef gaman af því. Silla: Ef ég myndi lána þér vespu … Sigmar: Já, ég er til í það. Silla: Þá held ég að við færum í stuttan mótorhjólatúr. Það er spurning hvert. Ég myndi fara á Klaustur. Sigmar: Það er nú heldur langt að fara þangað á vespu. Silla: Já, ég fer náttúrlega á stóra hjólinu mínu. Þú verður á ves- punni. Sigmar: Ég myndi taka Sillu norð- ur í Steingrímsfjörð á Ströndum og fara í sjóstangaveiði. Silla: Það er nú enn þá lengra að fara þangað. Sigmar: Við förum ekkert á ves- punni. Við tækjum rútuna eða færum á mínum fjallabíl sem eyðir mjög litlu. Færum svo í Grímsey á Steingrímsfirði og eld- uðum aflann þar. Silla: Ég skal gera sósuna. Sigmar: Og hverja tækjum við með okkur? Ég myndi vilja hafa Össur Skarphéðinsson með. Silla: Þá tæki ég bróður hans, Magga. Það er alltaf gaman að tala um álfa og drauga. Sigmar: Ég myndi líka vilja hafa einhvern listamann í ferðinni. Gunna Þórðar, kannski. Silla: Já, er það? Sigmar: Hann er fæddur á Hólma- vík og svo getur hann spilað á gít- arinn. Eða þá Sjón, taka hann sem fjórða mann? Silla: Ég er ekki alveg sammála. Má hann vera útlendingur? og þarf hann að vera lifandi? Fyrst ég hef Magnús með mér þá gætum við kannski komist í samband við Leonardo da Vinci. Sigmar: En Leonard Cohen? Silla: Nehei! Ég sofna bara þegar ég heyri fyrstu tónana hjá honum. Úff, þetta er erfitt. Sigmar: En Össur er alveg pott- þéttur Silla: Já, já. Sigmar: Hann er skemmtilegur og náttúrlega ferðamálaráð- herra. Silla: Þannig að við gætum kannski fengið eitthvað ókeypis … Sigmar: Já, og kynnt hann fyrir þessari perlu, Steingrímsfirði. Silla: Ég myndi taka Halldóru Geirharðs og trúðinn Barböru. Það eru þá eiginlega tveir. Sigmar: Þá tek ég George Bush. Silla: Oj. Sigmar: Bara til að ég geti skamm- að hann sko. Silla: Ég hélt þú ætlaðir að segja til að ég geti skotið hann. Sigmar: Neeee… ég kann nú ekki við það. En ofmetnasti ferða- mannastaðurinn? Það er erfitt enda Ísland margbrotið. Ég myndi nefna vegasjoppurnar við þjóð- veginn sem eru hryllilega dýrar og selja vondan mat. Ég verð yfir- leitt mjög þunglyndur þegar ég kem inn á þessa staði. Silla: Sérstaklega þegar lyktin tekur á móti manni. Sigmar: Af gömlum frönskum kartöflum og þránuðu floti. Ég skil ekkert í þessu. Það ætti að setja upp viðvörunarskilti við þessa staði. Silla: Ég held að Austurvöllur sé ofmetnastur. Sigmar: Nei, ekki segja þetta. Hvað með Jón Sigurðsson? Silla. Jú, ég segi Austurvöllur. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI ...á milli Sillu og Sigmars eru 14 ár. ...B-ið í nafni Sigmars stendur fyrir Bent. ...M-ið í nafni Sillu stendur fyrir Mar- grét. ...ef Silla ætti að bjóða Sigmari í mat myndi hún elda sítrónupasta eftir uppskrift Sophiu Loren í forrétt. ...ef Sigmar fengi að spreyta sig í Ís- landi í dag fengi hann forsætisráð- herra í viðtal. ...ef Sigmar og Silla sætu í tveggja manna ríkisstjórn myndu þau skipta með sér verkum. Silla réði fyrir há- degi og Sigmar seinnipartinn. ...fyrsta alvöru starf Sillu við fjöl- miðla var þegar hún las barnasögu í útvarpinu 12 ára gömul. Þá hafði hún þegar leikið í nokkrum útvarps- leikritum. ...ef Silla tæki við hlutverki Sigmars í einn dag færi hún til Ítalíu á villi- svínaveiðar. Aðallega til að komast í trufflurnar. Vissir þú að...   

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.