Fréttablaðið - 06.07.2008, Side 22

Fréttablaðið - 06.07.2008, Side 22
6 sport ÍÞRÓTTAMÖMMURNAR Þær eiga það sameiginlegt að vera frábærar íþróttakonur í fremstu röð sem hafa drifi ð sig aftur í slaginn eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Ólíkt mörgum íþróttakonum sem leggja skóna á hilluna við þessi stóru tímamót í sínu lífi hafa þessar fj órar fræknu konur tekið upp þráðinn frá því sem var horfi ð þegar þær urðu ófrískar og eru allar komnar aftur í fremstu röð. Óskar Ófeigur Jónsson fékk að heyra af reynslu golfarans ÓLÖFU MARÍU JÓNSDÓTTUR, knattspyrnukonunnar HREFNU HULD JÓHANNESDÓTTUR, körfuboltakonunnar BIRNU VALGARÐSDÓTTUR og handboltakonunnar ÁGÚSTU EDDU BJÖRNSDÓTTUR en sú síðastnefnda hefur komið tvisvar til baka eftir að hafa eignast barn. H andboltakonan Ágústa Edda Björns-dóttir spilar sem leikstjórnandi í Valsliðinu en hún lék með Gróttu/KR áður en hún eignaðist sitt fyrsta barn. Ágústa Edda sker sig út úr þessum flokki því í vetur kom hún til baka í annað sinn eftir að hafa eignast barn. Hún eignaðist soninn Björn Skúla Birnis- son 28. september 2007 en hafði áður eignast Sindra Dag 13. september 2003. Ágústa Edda var mætt til leiks í byrjun desember á síðasta tímabili. „Ég fór á fyrstu æfinguna eftir tvær og hálfa viku en byrjaði ofboðslega rólega. Það er ekki mælt með því að byrja svona snemma en ég ákvað bara að byrja og sjá svo til. Það gekk allt vel þannig að ég gat tiltölulega fljótt bætt við tempóið og aukið álagið. Það eru kannski ekki allar sem gætu þetta en ég var líka dugleg að halda mér við á meðgöngunni og var alltaf að hreyfa mig,“ segir Ágústa Edda sem átti sín bestu tímabil í boltanum eftir að hafa eignast Björn Skúla. Hún skoraði yfir sex mörk í leik þrjú tímabil í röð og vann sér fast sæti í landslið- inu. „Ég fór í keisaraskurð í fyrra skiptið og þá mátti ég ekki hreyfa mig í fjórar vikur þannig að þetta var eiginlega auðveldara í seinna skiptið. Í fyrra skiptið drap ég alveg öxlina á mér með því að fara að skjóta strax en núna passaði ég mig á því að fara aðeins hægar í það,“ rifjar Ágústa Edda upp. Ágústa Edda er ein af mörgum mömmum í Vals- liðinu sem hefur skapað sér nokkra sérstöðu í boltanum hérna heima. „Við erum orðnar hálfgerður mömmu- klúbbur í Val. Við erum kannski eldra lið og það hefur þróast þannig að við höfum haldið áfram þrátt fyrir að vera komnar á þann aldur sem margar eru farn- ar að hugsa um að hætta. Það eru líka margar sem hætta þegar þær fara að eign- ast börn en Valur hefur staðið vel að þessu. Þar hefur verið barnapössun og svo hafa þeir þjálfarar sem ég hef verið með, Gurrý og Gústi, verið mjög skilnings- rík og vildu bæði gera allt sem þau gátu fyrir mann,“ segir Ágústa Edda. Hún segir fjölskylduna koma gríðarlega sterka inn og það skiptir miklu máli. „Það þarf rosalega hjálp frá makanum og ég á mjög skilningsríkan maka. Það þarf samt að púsla þessu vel saman,“ segir Ágústa Edda og málin urðu enn flóknari eftir að landsliðsverkefnin bættust við. „Ég var komin í landsliðið rúmu ári eftir að ég átti eldri strákinn og þá var ég í burtu kannski í viku tvisvar til þrisvar á ári. Það var ekki í boði að taka barn- ið með en þar sem maðurinn minn var í krefjandi vinnu þá hjálpaði systir mín og fjölskylda til og hún nánast flutti inn þegar ég fór í landsliðsferðirnar,“ segir Ágústa Edda sem ætlar að halda áfram á fullum krafti með Valslið- inu næsta vetur. „Hjá mér kom ekkert annað til greina en að halda áfram í handbolt- anum. Mér finnst þetta enn þá svo gaman og líkaminn leyfir þetta,“ segir Ágústa Edda að lokum. VIÐ ERUM ORÐNAR HÁLFGERÐUR MÖMMUKLÚBBUR Í VAL H refna Huld Jóhann-esdóttir, framherji KR-liðsins í fótbolt- anum var nú ekki að mikla það mikið fyrir sér að eign- ast sitt fyrsta barn. Hún eignaðist Júlíu Jönu Adolfs- dóttur 16. júlí 2006 og spil- aði sinn fyrsta leik með KR- liðinu 30. ágúst 2006. „Mér fannst þetta ekkert mál en fannst aftur á móti mikið mál að vera ólétt og gera ekki neitt í níu mánuði. Það var miklu meira mál. Ég held að það sé nú ágætt fyrir alla sem eignast börn að komast aðeins út úr húsi,“ segir Hrefna og bætir við. „Ég byrjaði að mæta á æfingar þremur vikum eftir að ég átti. Ég ætlaði að ná að spila leiki á tímabilinu. Ég byrjaði að æfa þegar stelp- urnar voru að koma heim að þjóðhátíð þannig að ég var fljót að ná þeim,“ segir Hrefna í léttum tón. „Ég veit ekki hvort að einhverj- ar hafi verið hissa að sjá mig svona snemma á æfing- um og ég held að flestir hafi ráðlögðu mér að fara heima aftur og hvíla mig,“ segir Hrefna sem lék tvo síðustu leiki tímabilsins og minnti heldur betur á sig með því að skora tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem vara- maður í þeim síðasta. „Það eru margar sem koma ekki aftur eftir að þær eignast börn en þetta er bara spurn- ing um að setja sér mark- mið. Ég ákvað það áður en ég átti að ég ætlaði að ná að spila leik áður en tímabilinu lauk. Mér fannst ég vera komin í ótrúlega gott form í lok tímabilsins en ég var kannski ekki komin í mitt besta form. Það er um að gera að byrja fljótt aftur og það þýðir ekkert að liggja heima í volæði,“ segir Hrefna. Barnið breytir samt miklu í hinu daglega lífi. „Það erfiðasta við þetta er að maður getur náttúrlega ekki skilið barnið eftir eitt heima. Það er mesta málið að koma barn- inu fyrir í pöss- un en það sem samt lítið mál hjá mér. Móðir mín og pabbi sjá mikið um það sem er góður kost- ur. Andrea Færseth studdi líka dyggilega við bakið á mér,“ segir Hrefna Huld en hún getur þó ekki tekið stelpuna sína með á æfing- ar eða leiki. „Hún brjálast alveg þegar hún sér mig inn á vellinum. Það er ekki hægt að taka hana með á leiki,“ segir Hrefna. Þjálfari Hrefnu, Hel- ena Ólafsdóttir, kom einnig til baka eftir að hafa átt barn og vissi því hvað Hrefna var að ganga í gegn- um. „Ég apa allt eftir henni, er númer tíu, spila frammi og hún er algjörlega fyrir- myndin hjá manni,“ segir Hrefna að lokum í léttum tón en daginn eftir viðtalið þá skoraði hún tvö mörk í 5-0 stórsgri á Fjölni og er þar með komin með 7 mörk í Lands- bankadeild kvenna í sumar. MIKLU MEIRA MÁL AÐ GERA EKKI NEITT Í NÍU MÁNUÐI Hrefna Huld Jóhannesdóttir, knattspyrnukona og mamma, með dótturinni Júlíu Jönu Adolfsdóttur. Ágústa Edda Björnsdóttir, handboltakona og mamma, með sonum sínum, Birni Skúla og Sindra Degi Birnis- sonum. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A RN ÞÓ R FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A RN ÞÓ R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.