Fréttablaðið - 06.07.2008, Qupperneq 43
sport 237
B irna Valgarðsdóttir, framherji Keflavík-urliðsins í körfu-
boltanum lét ekki bíða lengi
eftir sér eftir að hún hafði
eignast Viktor Magna Sig-
urðsson 19. nóvember 2007.
Birna spilaði sinn fyrsta
leik í janúarbyrjun og átti
síðan stóran þátt í því að
Keflavík endurheimti
Íslandsbikarinn um vorið.
„Ég byrjaði að æfa sex
vikum eftir að ég átti og
það var svolítið erfitt.
Maður var í engu formi og
það var erfitt að koma inn í
þetta þegar restin af liðinu
var í feiknagóðu formi.
Maður var alltaf með þeim
síðustu en það var samt
mjög gott að koma til baka.
Ég þurfti að þolinmóð á
meðan ég var að ná þeim,“
segir Birna og bætir við.
„Það voru margar hissa að
sjá mig og það bjóst engin
við mér svona snemma. Ég
bjóst ekki við því heldur en
það gekk allt svo vel, líkam-
inn var orðinn góður og það
var því ekkert annað í stöð-
unni en að drífa sig á
æfingu,“ segir Birna sem
átti fyrir vikið einstakt
tímabil. „Þegar ég var farin
að geta hlaupið með þeim í
meira en fimm mínútur þá
fór þetta allt að smella hjá
okkur. Ég get alveg lofað
þér því að tímabilin verða
ekki betri en að eignast sitt
fyrsta barn og að verða
Íslandsmeistari,“ segir
Birna en aðstæðurnar er
eins og gefur að skilja allt
aðrar. „Það þarf oft að búa
til þvílíkt plan til þess að
komast á æfingu en það
reddast alltaf því maður á
góða fjölskyldu. Tengda-
manna og systir mín eru
báðar duglegar að
passa fyrir mig og
svo þegar það er
eitthvað vandamál
þá tek ég hann bara
með á æfingu eins
og ég gerði fyrst.
Þær sem voru
meiddar voru
voðalega glað-
ar að hafa
hann og þær
sáu bara um
hann,“ segir
Birna.
Birna
hefur leik-
ið í efstu
deild
kvenna síðan
1994 og er ekk-
ert á því að
fara að leggja
á skónna á hill-
una. „Það
koma aldrei
neitt annað til
greina en að
halda áfram.
Maður heldur
áfram meðan
að skrokkurinn
leyfir.
Ég persónu-
lega myndi
ekki tíma því
að hætta. Ég hef
enn þá svo svaka-
lega mikinn
áhuga og finnst
gaman að sprikla
með stelpunum.
Það er góður mór-
all og æðislegur
þjálfari og því
kom ekkert annað
til greina en að
halda
áfram,“segir
Birna.
Birna var meidd á hné
þegar tímabilinu lauk
vorið 2007 en þurfti að
bíða með aðgerðina í
eitt ár meðan hún átti
barnið. „Þetta voru
meiðsli frá vetrinum á
undan, ég ætlaði að
fara að láta laga
þetta þá komst
ég að því að
ég var ólétt
þannig að
ég þurfti
að bíða á
meðan
ég átti
barni og
var með
barnið á
brjósti,“ segir
Birna sem er
búin að fara í
speglun. Birna
er mikil keppn-
ismanneskja
en játar að
hugarfarið
hafi aðeins
breyst með til-
komu sonsins.
„Maður verður
ekki fúll í marga
klukkutíma
eftir slæman
leik eins og áður.
Maður kemur heim
og þá brosir hann
framan í mig og þá
hugsar maður bara
að þessi leikur er
bara búinn og það
þýðir ekki að velta
sér lengur upp úr
honum. Það er nátt-
úrlega hundleiðin-
legt að tapa en það
bíður manns alla-
vega bros þegar
maður kemur heim,“
segir Birna að lokum.
ÞAÐ VORU MARGAR HISSA
AÐ SJÁ MIG SVONA SNEMMA
A tvinnukylfingurinn Ólöf María Jónsdótt-ir hefur sett stefn-
una á að halda korti sínu á
Evrópumótaröðinni eftir að
hafa eignast soninn Gústaf
Andra Aschenbeck 26. mars
2007. Gústaf Andri hefur
glímt við erfið veikindi og
það hefur haft mikil áhrif á
hversu lengi Ólöf María var
frá keppni. Strákurinn
þurfti því að fá næringu í
æð og einnig sólarhrings-
umönnun móður sinnar en
hann hefur nú dafnað ákaf-
lega vel miðað við aðstæður.
„Ég tók náttúrlega frí af því
að strákurinn var veikur en
það hefur samt gengið
vonum framar að vera með
hann. Ég mátt samt ekkert
ferðast með hann því hann
var svo veikur. Strákur-
inn fær enn næringu í
æð á nóttinni en það
er alltaf að minnka og
hann er farinn að
borða meira. Þetta
hefur allt gengið rosalega
vel,“ segir Ólöf jákvæð en
hún ætlaði sér alltaf út á
golfvöllinn aftur. „Þetta er
krefjandi en það er rosalega
gaman að geta verið með
hann með sér í þessu. Það
eru fleiri sem eru með börn
en það eru algjör forrrétt-
indi að geta gert þetta. Þetta
er þvílík lífsreynsla og ég
held að við höfum bæði gott
af þessu,“ segir Ólöf María
en hún þarf samt að vera
mikið í burtu frá Gústafi.
„Þegar ég er að keppa þá er
ég yfirleitt frá í átta tíma.
Svo borðum við saman í
hádeginu og svo tek ég
æfingu á eftir. Þetta getur
alveg verið langur tími sem
ég er í burtu,“ segir Ólöf
María.
Ólöf María segir að koma
barnsins í hennar líf hafi
breytt hennar hugarfari
sem kylfingi. „Það er erfitt
að útskýra þetta. Keppnis-
skapið er enn til
staðar. Maður
lærir ýmislegt
á því að eign-
ast svona
veikan strák.
Maður verð-
ur enn þá
fúll á
golf-
vellinum
þegar maður
slær lélegt högg
eða ef maður spil-
ar ekki vel. Það
stendur yfir í smá-
stund þegar hring-
urinn er búinn.
Maður er kannski
pirraður ef að það
hefur ekki gengið
vel en svo er allt
annað og miklu
skemmtilegra
sem tekur við
þegar það er
búið. Ef maður er
að svekkja sig í
lengri tíma úti á
velli þá hugsar
maður bara um
strákinn. Um
leið og maður
sér fyrir
sér brosið hjá honum þá er
maður kominn úr fúla skap-
inu,“ segir Ólöf María.
Kylfingar eru mikið á
flakki og þegar hún keppir á
Evrópumótaröðinni þá ferð-
ast Ólöf María út um allt.
„Hann ferðast svo vel þessi
elska og hann hefur aldrei
grátið í flugi. Ég vona að
hann fari ekki að byrja á því
núna. Hann er yndislegt
barn og ég segi alltaf að
hann sé með skapið
mitt eða þannig,“
segir Ólöf og
skellir upp úr.
„Hann er ein-
staklega ljúf-
ur og er ekki
mikið að láta að
hafa fyrir sér. Það er
reyndar búið að dekra
hann svolítið mikið
þannig að hann fer
aðeins að kvarta ef
maður er ekki að horfa
á hann alla 24 tíma
sólarhringsins,“ segir
Ólöf María.
Hún segir skrokk-
inn ekki vera mikið
vandamál. „Líkam-
legi þátturinn háir mér
ekkert. Það tekur bara
tíma að komast aftur í
keppnisform. Ég er að
vonast til að vera
komin í toppform í
Óslóarmótinu í lok
ágúst. Ég ætla bara að
taka þetta með stæl og
reyna að halda kortinu.
Það er markmiðið,“
segir Ólöf María að
lokum.
SÉ FYRIR MÉR BROSIÐ OG ER
KOMIN ÚR FÚLA SKAPINU
Birna Valgarðsdóttir, körfubolta-
kona og íþróttamamma, ásamt
syninum Viktori Magna Sigurðssyni.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/A
RN
ÞÓ
R
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/V
A
LL
I
Ólöf María Jónsdóttir, golfkona og
íþróttamamma, ásamt syninum
Gústafi Andra Aschenbeck.