Fréttablaðið - 06.07.2008, Side 44

Fréttablaðið - 06.07.2008, Side 44
24 sport L andsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson er vakandi fyrir framtíðar-leikmönnum landsliðsins og hefur verið duglegur að kalla ungar stelpur inn í hópinn. Tveir leikmannanna, Sara Björk Gunnars- dóttir og Rakel Hönnudóttir, eru orðnir fasta- menn í hópnum og Sara Björk er orðin lykil- maður þrátt fyrir ungan aldur. Sigurður Ragnar valdi líka tvo nýliða, Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdótt- ur, í síðasta verkefni og heldur því upptekn- um hætti að gefa efnilegustu knattspyrnu- konum landsliðsins nasaþefinn af því að það sé stutt í A-landsliðið séu þær tilbúnar að leggja mikið á sig á næstunni. Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari Breiða- bliks, er að margra mati með efnilegasta liðið í deildinni og hún hefur gefið mörgum þeirra stór hlutverk í sumar. Þrjár þeirra komust á lista Fréttablaðsins að þessu sinni, miðjumað- urinn Hlín Gunnlaugsdóttir og framherjarnir Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir. Hinir leikmennirnir eru Mist Edvardsdóttir, lykilmaður á miðjunni hjá nýliðum og spútnikliði Aftureldingar, Arna Sif Ásgrímsdóttir, hinn sterki miðjumaður Þórs/KA, og svo Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sókndjarfur miðjumaður Stjörnunnar, en Stjarnan hefur spilað vel í sumar og er mun ofar en búist var við. Það er ljóst að þetta val er langt frá því að vera óumdeilanlegt en Fréttablaðið leitaði aðstoðar nokkurra aðila sem hafa fylgst vel með boltanum í sumar. Það komu upp mörg nöfn í þessum viðtölum en aðeins sex þeirra komust inn á endanlegan lista. Aðrar sem voru nefndar og voru nálægt því að komast í hóp þessara sex leikmanna eru Anna Birna Þorvarðardóttir (19 ára bakvörður úr Breiða- bliki), Dagný Brynjarsdóttir (16 ára sóknar- djarfur miðjumaður úr Val), Guðrún Ólöf Olsen (15 ára framherji úr Keflavík), Karen Sturludóttir (18 ára framherji úr HK/Vík- ingi), Ólöf Gerður Ísberg (19 ára bakvörður úr KR), Sigríður Þóra Birgisdóttir (16 ára framherji úr Aftureldingu) og Silvía Rán Sig- urðardóttir (16 ára miðvörður úr Þór/KA). VONARSTJÖRNURNAR Fréttablaðið hefur valið sex leikmenn í Landsbankadeild kvenna sem hafa skapað sér nafn í deildinni í sumar. Landsbankadeildin hefur sjaldan verið jafnari hjá stelpunum og ein af stóru ástæðunum er að ungir leikmenn eru að koma inn í liðin og auka um leið breiddina í kvennaboltanum. HLÍN GUNNLAUGSDÓTTIR 18 ára (Fædd: 14. september 1989) Miðjumaður í Breiðabliki Tölurnar í sumar: 8 leikir, 2 mörk Hvað segir þjálfari hennar, Vanda Sigurgeirsdótt- ir? „Hlín er hrikalega efnileg og er miðjumaður framtíðarinnar. Hún er feikilega vinnusöm og dugleg og getur hlaupið endalaust. Hún er í frá- bæru formi, hefur mikla hlaupagetu og ofsalega dugleg sem er mikill kostur. Fyrir utan það hefur hún síðan leikskilning og mjög góða tækni. Mér finnst hún líka vera ótrúlega grimm í tæklingum miðað við aldur og þyngd. Ég vil að hún skori meira og ég hef verið að ræða það við hana. Hún er oft komin á rétta staði þannig að ég vil að hún skori meira. Hún hefur allt til að bera og svo er hún líka frábær karakter.“ GUNNHILDUR YRSA JÓNSDÓTTIR 20 ára (Fædd: 28. september 1988) Miðjumaður í Stjörnunni Tölurnar í sumar: 7 leikir, 3 mörk Hvað segir þjálfari hennar, Þorkell Máni Pétursson? „Gunnhildur er draumaleikmaður allra þjálfara. Hún gefur sig 100 % í alla leiki og myndi spila hauslaus ef hún væri beðin um það. Hún er andlega sterk sem sést best á því að hún er búin að rífa sig tvisvar upp eftir erfið meiðsli. Hún er með góða tækni, mikla sendinga- og skotgetu og er einhver öflugast skallamaður í deildinni þrátt fyrir að hafa ekki mikla hæð. Heldur bolta betur en flestallir leikmenn í deild- inni. Hún er góður félagi í hóp með frábæran húmor og góðan tónlistarsmekk. Gunnhildur er ekki búin að spila mikið vegna meiðslavand- ræða síðustu ára og á helling inni.“ BERGLIND BJÖRG ÞOR- VALDSDÓTTIR 16 ára (Fædd: 18. janúar 1992) Framherji í Breiðabliki Tölurnar í sumar: 7 leikir, 5 mörk Hvað segir þjálfari hennar, Vanda Sigur- geirsdóttir? „Hún er markaskorari af guðs náð og er markahæst í liðinu þrátt fyrir að vera að útskrifast úr 10. bekk. Hún er mjög fljót og örugg upp við markið. Það sem mun gera hana enn þá hættulegri í framtíðinni er það sem við erum að vinna með núna. Við erum að fá hana til að vera áræðnari og reyna meira sjálf. Hún hefur tæknina og hraðann til þess. Hún er hættuleg núna en hún verður enn þá hættulegri þegar hún bætir þessu við. Hún tekur mjög mikið af flottum hlaupum og er líka góð að taka á móti bolta en þarf helst að bæta skallatæknina. Hún er ótrúleg í að nýta færin sín og ég held að í framtíðinni muni hún halda hrað- anum sínum og svo verða bara sterkari.“ FANNDÍS FRIÐRIKSDÓTTIR 18 ára (Fædd: 9. maí 1990) Framherji í Breiðabliki Tölurnar í sumar: 8 leikir, 2 mörk Hvað segir þjálfari hennar, Vanda Sigurgeirs- dóttir? „Fanndís er með mikinn sprengikraft og er rosalega fljót. Hún er áræðin og hún fer bara þangað sem hún ætlar sér. Hún er líka mjög sparkviss og er með mjög flottan fót. Hún er búin að vera óheppin með meiðsli í vetur en er alltaf ótrúlega fljót að jafna sig enda er hún með íþróttagen í sér. Hún hefur verið að brenna svolítið af í færum en núna held ég að það sé að koma. Hún skoraði tvö mörk í síðasta leik og ég hef líka verið að tala um það við hana að vera ekkert að svekkja sig því núna fari hún bara að skora.“ ARNA SIF ÁSGRÍMSDÓTTIR 15 ára (Fædd: 12. ágúst 1992) Miðjumaður í Þór/KA Tölurnar í sumar: 7 leikir, 2 mörk Hvað segir þjálfari hennar, Dragan Stojanovic? „Arna er mjög sterkur leikmaður, hún er mjög góður skallamaður og hefur fínan skilning á leiknum. Arna hefur líka fyrst og fremst mjög góðar sendingar. Hún er í lykilhlutverki á miðj- unni hjá okkur. Það sést líka á mikilvægi hennar að þó að hún sé enn í 3. flokki þá þurftum við að fresta leiknum á móti Stjörnunni þar sem hún var að spila með 16 ára landsliðinu. Hún hefur staðið sig mjög vel í sumar en auðvitað þarf hún að bæta sinn leik meira. Ég sé hana samt fyrir mér í A-landsliðinu í framtíðinni. Henni hefur verið líkt við Eddu Garðarsdóttur og í dag getur hún ekki unnið varnarvinnuna eins vel og Edda en að mínu mati getur hún aftur á móti gefið betri úrslitasendingu en Edda.“ MIST EDVARDS- DÓTTIR 17 ára (Fædd: 17. október 1990) Miðjumaður í Aftureldingu Tölurnar í sumar: 7 leikir, 1 mark Hvað segir þjálfari hennar, Garreth O´Sullivan? „Mist hefur bætt sig mikið á síðustu tólf mánuðum, hefur verið að þroskast mikið inni á vellinum og er í dag orðin gríðarlega mikilvægur leik- maður fyrir okkur. Mist hefur góða tækni og er mjög sterk í loftinu miðað við hvað hún er enn ung. Stundum lætur hún mig gleyma að hún sé bara 17 ára enn þá. Menn mega ekki láta það blekkja sig að hún sé há og grönn því hún lætur finna fyrir sér og hún verður mjög góður leikmað- ur í framtíðinni þó að það hafi tekið hana lengri tíma en hjá mörgum. Hún er búin að leggja mikið á sig í vetur og vor og það er að skila sér. Hún hefur kannski ekki átt eintóma stórleiki í sumar en hefur þó sýnt stöðugleika og er með öruggt sæti meðal þeirra ellefu fyrstu sem er flott hjá sautján ára stelpu.“ 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.