Fréttablaðið - 06.07.2008, Side 49

Fréttablaðið - 06.07.2008, Side 49
SUNNUDAGUR 6. júlí 2008 17 lögum sem bannaði það að menn væru leiðinlegir. Mér fannst þetta gott inn legg í umræðuna. Fleiri lýstu yfir stuðningi við okkur, þó húmörinn væri kannski ekki þeirra. En svo voru aðrir sem glöddust yfir óförunum og fannst þetta í fínu lagi. Allir þeir sem náðu ein- hverju máli fannst þetta fyrir neðan allar hellur. En nokkrar nöðrur og önnur lægri dýr, sem hækka meðaltal heimskunnar, fannst þetta sjálfsagt mál. Svona ættu menn ekki að tala og því væri fínt að kæra okkur. En það var þá fínt að fá að vita hverjir þeir voru.“ Missti húsið Úlfar varð fyrir töluverðum fjár- útlátum vegna málsins. Ætlunin var að innheimta söluhagnað af fyrsta tölublaði um leið og öðru var dreift. „Þegar lögreglan stöðv- aði dreifinguna og hóf rannsókn sína neituðu margir smásalar að greiða þessu helvítis glæpafyrir- tæki nokkuð. Þegar við síðan dreifðum þriðja tölublaði höfðu fjölmargar sjoppur skipt um eig- endur og við fengum því ekkert frá þeim aðilum.“ Úlfar var í Hæstarétti dæmdur til að greiða sekt að upphæð 16.000 krónur eða sitja 20 daga í varð- haldi ella. Þá skyldi hann greiða allan sakarkostnað. „Ég tók þá ákvörðun að selja frekar ofan af mér húsið og greiða sektina en að láta gera mig gjald- þrota, en það hefði líka verið hægt. Þannig slapp þetta og ég þurfti ekki að sitja inni. Ég ætlaðist aldrei til þess að aðrir væru með mér í uppgjörinu, en auðvitað er það dálítið að missa ofan af sér húsið. En það var nú líka dálítið gaman eftir á að hyggja.“ Brautin rudd Ákveðnir þættir í blaðinu voru dæmdir ólöglegir en gefa mætti blaðið út að þeim fjarlægðum. Úlfar segir það hafa verið fráleitt. „Ég fór með lögmanni mínum til Alberts Guðmundssonar fjármála- ráðherra og sýndi honum fram á að ekki væri hægt að fjarlægja þetta úr blaðinu án þess að eyði- leggja það. Að auki hefði upplagið rýrnað í haldi lögreglunnar. Albert var alveg sammála þessu og keypti allt upplagið sem eftir var. Það var náttúrlega mjög við hæfi, að ráðherra keypti einu blöð- in sem seldust því auðvitað var þetta málgagn ríkisstjórnarinn- ar.“ Úlfar segist efast um að mál af þessum toga gæti komið upp í dag. Hann telur málið hafa opnað umræðuna. „Vísitala heimskunnar hefur kannski ekki lækkað, en mönnum leyfist í það minnsta meira nú heldur en þá og tilkoma blaðsins og tilvera á náttúrlega þátt í því. Ég er viss um að Spaug- stofan hefði ekki komist upp með sína svæsnustu þætti ef Spegillinn hefði ekki verið búinn að troða slóðina aðeins. Þetta hefur því haft áhrif og eftir á að hyggja hefði ég nú ekki viljað sleppa þessum kap- ítula.“ Á baksíðu Spegilsins var að finna mynd sem var tilefni kæru. Á henni mátti sjá mann í hlýrabol með derhúfu. Hann stóð með lim sinn liggjandi á eldhúsborði, brá hníf á hann og horfði spyrjandi á konu sína. Hún stendur og telur peninga í buddu og segir: „Hvað vilja þeir nú aftur fyrir tommuna?“ Sonur þeirra situr við borðið og gramsar í tösku móðurinnar. Undir myndinni stendur „Ragnar Arnalds með allt niður um sig. Íslensk leið eða hvað?“ Var þarna verið að gera grín að nýrri efnahagsstefnu sem Ragnar hafði kynnt í kosningabar- áttunni, en hún gekk undir nafninu styttingarleiðin. Í dómnum sagði að „tenging kynfæris og stórhættulegs vopns á myndinni á þann hátt, að maður sé þess albúinn að misþyrma sjálfum sér með grimmdarlegum hætti [væri] til þess fall[in] að hvetja til misþyrmingar á kynlífssviðinu. Mynd þessi höfðar því til óeðlilegs, sjúklegs hugarfars og er ekki með nokkru móti innlegg í neina jákvæða og eðlilega umræðu og gæti haft hættulegar afleiðingar úti í þjóðfélaginu.“ Úlfar var í sakadómi einnig sak- felldur fyrir að birta brot úr uppdikt- aðri dagbók Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra. Hún var talin lágkúruleg og illkvittin í dómnum og eingöngu sett fram í því skyni að svívirða Ragnhildi og Þór Vilhjálms- son hæstaréttardómara, eiginmann hennar. Hæstiréttur sýknaði Úlfar fyrir dagbókina og birting hennar var ekki talin saknæm. Úlfar segir að með dagbókinni hafi grín verið gert að dagbókum Hitlers sem hafi verið daglega í fréttum þessa dagana en verið fals eitt. EKKI INNLEGG Í JÁKVÆÐA UMRÆÐU Þegar Úlfar var sakfelldur fyrir guðlast hafði einungis einn Íslendingur annar hlotið þau örlög á síðustu öld. Það var Brynjólfur Bjarnason sem dæmdur var árið 1925. Sá sem dæmdur var síðast á undan Brynjólfi fyrir þennan glæp var Gissur Brandsson sem dæmdist árið 1692 til húðláts fyrir guðlast. Ummæli Brynjólfs sem dæmt var fyrir féllu í ritdómi um Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson. Dómurinn birtist í Alþýðublaðinu og segir hann þar: „Íslendingar hafa löngum verið nokkuð treggáfaðir og einfaldir gagnvart kúgurum sínum; Þeir eru orðnir þeim svo vanir, eins og hægt er að venja menn á frá blautu barnsbeini að elska og virða guð almáttugan, þó að allir eiginleikar hans séu útskýrðir ýtarlega og menn gangi þess ekki gruflandi, að hann sé ekki annað en hégómagjarn og öfundsjúkur harðstjóri og óþokki.“ Brynjólfur gaf út vörn sína í bæklingnum Vörn í guðlastsmálinu. Þar sagðist hann ekki hafa verið að ráðast gegn trúarlærdóm eða dogma kristinnar trúar, heldur því hvernig það er útskýrt. Í formála ritsins segir hann: „Óneit- anlega er mál þetta skrípaleikur, enda er ekki laust við, að bæði ég og aðrir haf hent dálítið gaman að. Réttvís- in fyrir hönd guðs almáttugs gegn Brynjólfi Bjarnasyni! En það hefir verið mér dýrt spaug. Íslenska íhaldið kann sér ekkert hóf í ofsóknum sínum; mál þetta hefir verið notað sem átylla til þess að bægja mér frá kennslu í náttúrufræði við Menntaskólann.“ Á SKRIFSTOFUNNI Úlfar og Hjörleifur Sveinbjörnsson, starfsmenn Spegilsins, á ritstjórnarskrifstofunni. Hið bannaða tölublað er komið út, því það má sjá á vegg í bakgrunninum. DÓMUR KVEÐINN UPP Úlfar Þormóðsson dæmdur fyrir klám. Annar frá vinstri er Eysteinn Sigurðsson. SÖLUMENN HANDTEKNIR Sigurður Hjartarson leiddur í lögreglubíl eftir að hann var handtekinn fyrir að selja Samvisku þjóðarinnar. TVEIR Á SÍÐUSTU ÖLD Helgi Hjörvar alþingismaður var einn þeirra sem seldu endurprentun af hinu bannaða blaði. „Við vorum dálítill hópur að hjálpa Úlfari við að selja endurprentun af Samvisku þjóðarinnar sem hafði verið gerð upptæk og hefði farið fjárhagslega illa með útgefandann. Ég man eftir laumulegum útbreiðslufundi í húsi sem Úlfar bjó í og stóð í Grjótagötu, ofarlega. Svo heppilega vildi til að þetta kvöld var landsleikur í fótbolta og fullt af fólki á vellinum, en lögreglan náttúrlega líka. Við urðum að fara varlega svo að við og blöðin yrðum ekki gerð upptæk. Við komumst hins vegar að því að einmitt það að fara laumulega um áhorfendasvæð- in jók mjög söluna, því að mönnum fannst mörgum spennandi að geta keypt hið bannaða blað í laumi. Maður var með eintökin innan á sér og reyndi að koma þeim laumulega til kaupand- ans og hann að afhenda manni greiðsluna svo lítið bar á. Í sumum tilfellum er ég ekki frá því að kaupendum hafi þótt mikilvægt að ekki sæist að jafn löghlýðnir og virðulegir borgarar og þeir væru að kaupa þennan landsfræga ósóma með typpamyndum og allt hvaðeina. Best man ég eftir virðulegri eldri konu sem opnaði veskið sitt svo lítið bar á, horfði í allt aðra átt en sagði út um munnvikið „láttu það bara hérna“. Við höfðum stórgaman af þessu og ég vona að þetta hafi gagnast útgefandanum eitthvað,“ segir Helgi að lokum. SETTU ÞAÐ BARA HÉRNA SELDI GÓÐBORGURUM SORANN Helgi segir að mörgum hafi þótt spennandi að geta keypt hið bannaða blað í laumi. FYRIR … … OG EFTIR. GUÐLASTARI Á ÞING Þrátt fyrir dóm um guðlast settist Brynjólfur Bjarnason á þing. Þar ritaði hann eiðskap sinn, í hverj- um nokkuð er minnst á guð, líkt og aðrir þingmenn. Í hinu umtalaða tölublaði Spegilsins var að finna umfjöllun um ferm- ingar. Þar mátti meðal annars sjá frásögn örvilnaðar konu sem sagði frá því að síðan bróðir hennar hefði fyrst bragðað vín við altarisgöngu, hefði leiðin legið niður á við og hann orðið Bakkusi að bráð. Tvær myndir fylgdu umfjöllun- inni. Önnur sýndi drenginn, Ólaf, strokinn og fínan með biblíu í hendi á fermingardaginn. Sú síðari sýndi svartan mann með hendur undir kinn og átti hún að sýna hve lífið hefði farið illa með Ólaf. Með þessari myndbirtingu og umfjöllun um skaðsemi altarisgöng- unnar var Úlfar talinn hafa framið guðlast. Í dómnum segir: „Við úrlausn sakarefnis, ber að hafa í huga, að altarissakramentið, öðru nafni heilög kvöldmáltíð, er helgasta athöfn kristinnar guðsdýrk- unar og annað tveggja sakramenta evangelískrar lúterskrar kirkju. Kristur efndi sjálfur til þessarar helgiathafnar kvöldið áður en hann var krossfestur, á skírdagskvöld, og fylgjendur hans hafa óslitið haft það um hönd allar götur síðan. Altarissakramentið hefur fjölþætta merkingu. Það er víða nefnt í Nýja testamentinu, og er ljóst, að fyrstu kristnu söfnuðirnir hafa safnast saman og sameinast um þessa táknrænu athöfn og hafa leitað í henni samfélags við Krist með sérstökum hætti. Þeir hafa í sakram- entinu minnst fórnar hans með þakkargjörð, leitað fyrirgefningar og tengst í kærleika innbyrðis. Kristnir menn sækja því umfram allt trúarlífi sínu næringu í heilaga kvöldmál- tíð. Viðhorf kristinna manna til altarissakramentisins er enn óbreytt frá því í árdaga. Táknin eru enn hin sömu, brotning brauðs og neysla brauðs og víns. […] Þar sem alkunna er, að altaris- sakramentið og þátttaka í því er kjarnaatriði evangelísk-lúterskrar trúarkenningar og trúariðkunar, telur dómurinn, að birting ofangreinds les- og myndefnis sem heild varði við lagagreinina, enda verður birting þessa efnis hvorki talið framlag til málefnalegrar umræðu um trúmál né hún talin hafa listrænt gildi.“ Úlfar var því dæmdur sekur fyrir guðlast. Óvíst er hvort dómstólar hafi fjallað um hvort viðhorf krist- inna manna til annars en altaris- sakramentisins sé enn óbreytt frá því í árdaga. EKKERT LISTRÆNT GILDI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.