Fréttablaðið - 06.07.2008, Síða 56
24 6. júlí 2008 SUNNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Það verður allt lagt í sölurnar þegar toppliðin tvö, Keflavík og FH,
mætast á Sparisjóðsvellinum í Keflavík kl. 20 í kvöld. Liðin áttust sem
kunnugt er við í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins í Keflavík á fimmtu-
daginn og þá höfðu heimamenn betur, 3-1, í bráðskemmtilegum
leik. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH,
vonast því til þess að hans menn
komi tvíefldir í leikinn í kvöld.
„Við erum náttúrlega staðráðn-
ir í að gera betur en á fimmtu-
daginn og það er einfaldlega í
eðli íþróttamanna að ætla að
bæta fyrir tap strax í næsta leik og
við ætlum að sjálfsögðu að gera
það,“ sagði Heimir sem telur að
samstaða innan FH-liðsins sé lykillinn
að ná settu marki.
„Ef við sýnum samstöðu og leik-
um sem ein liðsheild þá verðum við
í góðum málum. Með sigri í leiknum
getum við komið okkur í mjög góða stöðu og það hlýtur að vera vilji
manna að svo verði,“ sagði Heimir.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, er óviss hvort að sigur
Keflavíkur á fimmtudag eigi eftir að hjálpa liðinu í leiknum í kvöld.
„Það verður bara að koma í ljós hvern-
ig sá sigur fer í menn og það verður
spennandi að sjá. Annars verðum við
bara að halda áfram að útfæra okkar
leik vel og fyrst og fremst sýna vilja
til þess að vinna leikinn. Á fimmtu-
daginn voru allir leikmenn Keflavík-
urliðsins að toga vagninn í sömu átt
og þannig næst árangur, svo einfalt
er það,“ sagði Kristján sem á von á því
fólk fjölmenni á völlinn.
„Það var góð stemning á bikar-
leiknum en ég held að það verði
enn þá fleira fólk á þessum leik,“
sagði Kristján að lokum.
ÞJÁLFARAR FH OG KEFLAVÍKUR Í LANDSBANKADEILD KARLA: EIGA VON Á HÖRKULEIK ÞEGAR LIÐIN MÆTAST Í KVÖLD
Kemur í ljós hvort bikarleikurinn hafi áhrif
- lífið er leikur
www.motormax.is
Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400
Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070
Mótormax Akureyri - Sími 460-6060
Mótormax
hefur úrvalið af bátum
og mótorum
Steady harðplastbátar
Skemmtilegu norsku bátarnir með eiginleika
slöngubáta og styrkinn úr harðplastinu.
Verð 114.000
Ending og traust er aðall Yamaha.
Vandaðir mótorar á góðu verði.
Verð frá 135.000
Nýkomnir glæsilegir Yamarin bátar
Verð 3.150.000
Yamaha utanborðsmótorar
GOLF Karlalandslið Íslands í golfi bar sigurorð af
Sviss á Evrópumóti landsliða áhugamanna á Ítalíu í
gær og vann þar með alla þrjá leiki sína í mótinu.
Íslenska liðið í mótinu var skipað þeim Kristjáni
Þór Einarssyni úr GKj, Ólafi Birni Loftssyni úr NK,
Stefáni Má Stefánssyni úr GR, Sigmundi Einari
Mássyni úr GKG og Hlyn Geir Hjartarsyni og
Sigurþóri Jónssyni úr GK. Íslendingar kepptu í
C-riðli og byrjuðu á því að vinna Eista og Pól-
verja örugglega 5-0 en fyrirfram var vitað að
Svisslendingar yrðu talsvert erfiðari and-
stæðingar, eins og kom á daginn.
Ísland vann Sviss á dramatískan hátt, 3-2,
þar sem Kristján Þór setti niður 15 metra
pútt á lokaholunni.
„Þetta var mjög spennandi og það var frá-
bært að sjá boltann detta ofan í og við fögn-
uðum dátt og dönsuðum um á grín-
inu að keppni lokinni,“ sagði
Staffan Johannsson, landsliðs-
þjálfari Íslands, í samtali við
Fréttablaðið í gær og var
afar sáttur með fram-
göngu liðsins.
„Ég taldi fyrirfram
okkur vera með sterk-
asta liðið í C-riðlinum
og vonaðist því eftir því að við myndum ná að vinna
okkar andstæðinga þar og það gekk sem betur fer
eftir. Sigur okkar í þessum riðli gerir það að verk-
um að við komumst beint inn á EM á næsta ári án
þess að þurfa að taka þátt í forkeppni og það munar
um minna. Það gladdi mig að sjá Ólaf Björn taka
mikið framfaraskref í mótinu, Hlynur Geir og
Sigþór spiluðu einnig vel. Kristján Þór hefur
þann eiginleika að töfra fram einhverja
snilld allt í einu eins og hann gerði á loka-
holunni og ég hef miklar mætur á Stef-
áni Má og Sigmundi Einari og set miklar
kröfur og hefði viljað sjá þá gera aðeins
betur. En það var frábær stemning í
hópnum og þeir náðu vel saman og það er
mikilvægt,“ sagði Staffan að lokum.
Ísland vann Sviss 3-2 á Evrópumóti landsliða áhugamanna í golfi á Ítalíu í gær:
Við dönsuðum um á gríninu
ÁNÆGÐUR Staffan Johannsson,
landsliðsþjálfari í golfi, var
tiltölulega sáttur við frammi-
stöðu íslenska landsliðsins á
Evrópumóti áhugamanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
FÓTBOLTI Toppliðin ÍBV og
Selfoss styrktu stöðu sína
með góðum sigrum þegar
leikið var í 1. deild karla í
gær.
ÍBV hélt uppteknum hætti
með því að leggja KS/Leiftur
að velli, 2-1, en það mátti þó
varla tæpara standa því sigur-
markið kom á lokamínútum leiks-
ins og þar var framherjinn knái
Atli Heimisson að verki.
Selfoss viðhélt pressunni á ÍBV
með því að vinna Fjarðabyggð 4-1
á Selfossi og Selfyssingar hafa
enn ekki tapað leik í deildinni.
Haukar gerðu góða ferð til Akur-
eyrar og unnu Þórsara og skutust
þar með upp í þriðja sæti deildar-
innar. Víkingar frá Reykjavík
unnu svo Víkinga frá Ólafsvík 3-2
en Gunnar Kristjánsson skoraði
sigurmarkið beint úr aukaspyrnu
þegar skammt var eftir. - óþ
ÍBV hélt sigurgöngu sinni áfram í 1. deild karla í gær:
ÍBV illviðráðanlegt
ÖFLUGUR Heimir Hallgrímsson, þjálfari
ÍBV, hefur gert frábæra hluti með Eyja-
menn í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
> Rosalegir Reykjavíkurslagir
Nýliðar Þróttar frá Reykjavík fá það verðuga verkefni að
stoppa KR-inga þegar liðin mætast á Valbjarnarvelli kl.
19.15 í kvöld. KR hefur verið á mikilli siglingu undanfarið
og hefur unnið þrjá leiki í röð í Lands-
bankadeildinni og er komið í 8 liða úrslit
í VISA-bikarnum. Framherjinn Björgólfur
Takefusa hjá KR, fyrrum leikmaður
Þróttar, hefur farið mikinn og skorað
í sjö leikjum í röð í deild og bikar.
Þá mætast Íslandsmeistarar Vals
og Fram á Vodafone-vellinum og
hefst sá leikur einnig kl. 19.15 en
Valsarar geta með sigri komist
upp fyrir Framara í fyrsta skiptið
í sumar.
SUND Bikarmeistaramót Sundsam-
bands Íslands lauk í gær með sigri
ÍRB í bæði karla- og kvenna-
flokki.
Alls voru um 200 sundmenn sem
tóku þátt í bikarmeistaramótinu
að þessu sinni en mótið var haldið
í sundlauginni Vatnaveröld í
Reykjanesbæ.
ÍRB fór með sigur af hólmi í
bæði karla- og kvennaflokki og
leiddi stigakeppnina frá upp-
hafi mótsins. Sundkonan
frækna Erla Dögg Haralds-
dóttir úr ÍRB var að vonum
sátt við gengi Suðurnesjaliðs-
ins að keppni lokinni í gær.
„Þetta var góður sigur og við
erum bara mjög sátt við þetta. Það
var fyrst og fremst rosalega góð
liðsheild sem skóp þennan sigur
hjá okkur og við ætluðum bara að
leggja upp með að vera jákvæð og
taka eitt sund í einu og standa
saman og það gekk eftir,“ sagði
Erla Dögg sem var að sama skapi
sátt með persónulegan árangur
sinn í mótinu.
„Ég er frekar sátt og þá sérstak-
lega með 400 metra fjórsundið hjá
mér þar sem ég synti rétt um einni
sekúndu frá Íslandsmetinu og átti
alls ekki von á því að komast svo
nærri,“ sagði Erla Dögg sem er
eins og aðrir fremstu sundmenn
landsins í þungum æfingum fyrir
Ólympíuleikana í Peking.
„Það er erfitt að gíra sig upp í
mót eins og þetta þegar maður er
á kafi í æfingum og ólíklegt að ein-
hver met muni falla en ég var nú
eiginlega bara svekkt þegar ég
kom að bakkanum í 400 metra
fjórsundinu og sá hversu nálægt
Íslandsmetinu ég var. Ég verð
bara að taka það met seinna,“
sagði Erla Dögg á léttum nótum.
Sex aldursflokkamet féllu á
mótinu. Stúlknasveit SH bætti
metin í 100 metra skriðsundi og
4x100 metra fjórsundi og Kristinn
Þórarinsson, 12 ára sundmaður úr
Fjölni, gerði sér lítið fyrir og sló
fjögur sveinamet í tveimur grein-
um. Hann setti met í 100 metra og
um leið 50 metra skriðsundi og
100 metra og um leið 50 metra
baksundi, sannarlega glæsilegur
árangur það. Þá náði Davíð Hildi-
berg Aðalsteinsson úr ÍRB lág-
marki fyrir Evrópumeistaramót
unglinga í 100 metra baksundi.
omar@frettabladid.is
ÍRB bikarmeistari í sundi
Karla -og kvennasundsveitir ÍRB urðu í gær bikarmeistarar í sundi en mótið fór
fram í Reykjanesbæ. Vegna þungra æfinga undanfarið voru sterkustu sund-
menn talsvert frá sínu besta en sex aldursflokkamet féllu hins vegar á mótinu.
ÁNÆGÐ Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB, var
vitanlega sátt við sigur liðs síns í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BIKARMEISTARAR KARLA OG KVENNA 2008 ÍRB sigraði í bæði karla- og kvennaflokki
á Bikarmeistaramóti Sundsambands Íslands sem lauk í Reykjanesbæ í gær.
VÍKURFRÉTTIR/INGA