Fréttablaðið - 17.07.2008, Side 1

Fréttablaðið - 17.07.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA SUMAR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Fjóla Ósland Hermannsdóttir fatahönnuður segist vera með fremur einfaldan stíl en vera óhrædd við liti og mynstur.„Ég var áður gallabuxnatýpan en nú hef ég breytt um stíl og ég myndi segja að ég væri orðin mikil kjól kona,“ segir Fjóla en hún ikepp i Charleston-tímabilinu. „Fötin sem ég hannaði fyrir útskriftarverkefnið eru vel sniðin, en án þess að þrengja að þannig að þau eru mjög þægileg. Ég þró- aði svo saumaaðferð með bönd sem é þ aðinn,“ útskýrir Fjó Þægindin í fyrirrúmi Fjóla er mikil kjólakona en hún vill hafa þá þægilega. Bæði útskrift-arkjóllinn sem hún er í og svo kjóllinn á gínunni sem hún hannaði fyrir Hagkaupskeppnina eru einmitt eins og Fjóla vill hafa kjóla, þægilegir og flottir. FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN 15% - 70% TILBOÐSDAGARDagana 17.júlí - 1.ágústeru tilboðsdagar í Atson Frábært úrval af leður- og roðvörum með 25 - 70% afslætti. Komdu og gerðu góð kaup! Atson • Brautarholti 4 • s. 561-0060 • www.atson.is OPNUNARTÍMI Á TILBOÐSDÖGUMmán. - föst. 11.00 - 18.00fi m. 11.00 - 19.00föst. 11.00 - 16.00 ÚTSÖLURNAR HAFNARFallegir sumarkjólar fást nú með töluverðum afslætti í fjölda tískuvöruverslana þar sem sumarútsölurnar eru hafnar.TÍSKA 4 Í SVEITASÆLUNASérstakir og sveitalegir hlutir í sumarbústaðinn finnast víða fyr-ir þá sem eru að vinna í því að gera sitt annað heimili notalegt.HEIMILI 2 austurlandFIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2008 Hörð baráttafram undan í BarðsneshlaupiBLS. 2 Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 17. júlí 2008 — 193. tölublað — 8. árgangur Tuttugu ár í bransanum Birnir Ásgeirsson fagnar tvöföldu afmæli á þessu ári. TÍMAMÓT 28 FJÓLA ÓSLAND HERMANNSDÓTTIR Vill hafa kjólana sína þægilega og flotta tíska heimili heilsa sumar Í MIÐJU BLAÐSINS FÓLK „Ég hef eytt stórum hluta æskunnar við ramb um næturlíf erlendra borga en hef aldrei séð jafn tilviljunarkennd skrílslæti og haft eins mikla ástæðu til að forðast nokkurn borgarhluta í heiminum,“ segir Vestur-Íslend- ingurinn og kvikmyndagerðar- maðurinn Hörður A. Arnarson. Hörður er hér staddur við vinnslu sjónvarpsþáttaraðar um deCODE, gagnagrunninn og Kára Stefánsson. Hann hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í tíu ár og fór niður í miðborg Reykjavík- ur um síðustu helgi og sagðist mega heita heppinn að hafa sloppið lifandi þaðan - slíkt hafi ofbeldið verið í miðborginni. „Hroðalegur blettur á menningu okkar,“ segir Hörður. jbg/sjá síðu 50 Hörður A. Arnarson: Óöld í Reykjavík HÖRÐUR A. ARNARSON Segist aldrei hafa séð neitt í líkingu við skrílslætin í miðborginni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fálmkenndar fyrirspurnir „Fálmkenndar fyrirspurnir stjórnvalda erlendis um upptöku evrunnar nú eða síðar án ESB- aðildar gætu haft þveröfug áhrif,“ skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 26 Ritstjóri Séð og heyrt rekinn Loftur Atli Eiríks- son kveður Séð og heyrt eftir ellefu ár. FÓLK 50 2,25% ÚTSALA !!! VEÐRIÐ Í DAG Gaman hjá strákunum okkar Fyrirliði handboltalandsliðsins segir svo gaman í stífum undirbúningi fyrir ÓL að æfingarnar séu leikjanámskeiði líkastar. ÍÞRÓTTIR 44 EFNAHAGSMÁL „Það er hættulegt að hækka stýrivexti við svona aðstæður. Það eykur hættuna á að hagkerfinu verði þrýst niður í djúpa niðursveiflu. Engu máli skiptir hvort verið er að tala um Ísland, Bandaríkin eða Evrópu,“ segir Bjarni Már Gylfason, hag- fræðingur Samtaka iðnaðarins. Verðbólgutölur voru birtar beggja vegna Atlantsála í gær. Verðbólgan stendur í fimm pró- sentum vestanhafs og hefur ekki verið meiri í sautján ár. Þá er hún fjögur prósent á evrusvæðinu, sem er það mesta í sextán ár. Til samanburðar mældist verðbólga hér 12,7 prósent í júní og er því spáð að hún fari yfir fimmtán prósentin í næsta mán- uði. Snörp hækkun olíu- og mat- vælaverðs á heimsvísu skýrir þróun mála. Bjarni bendir á að viðbrögð seðlabankanna séu ærið misjöfn. Í Bandaríkjunum sé horft til þess að lækka stýrivexti og koma hjólum efnahagslífsins í gang. Í Evrópu sé fremur horft stíft á að halda verðbólgu innan mark- miða bankans eins og hér. Hann segir hins vegar fáu við að líkja. Krónan sé, ólíkt evrunni, veikur gjaldmiðill og stjórnist verðbólguþróun að miklu leyti af áhrifum gengissveiflna. Keyra þurfi stýrivexti hátt hér til að ná fram sömu virkni og í hinum löndunum. „Trú manna er samt sú að á endanum muni peninga- málastefnan virka og gengið styrkjast á ný. Þegar það gerist mun óhjákvæmilega draga úr verðbólgu,“ segir Bjarni og bætir við að þá verði komið í óefni. „Við eigum fáa góða kosti í stöðunni.“ - jab / Sjá síðu 24 Verðbólga hefur ekki verið meiri í áraraðir Verðbólga hefur ekki verið meiri í Evrópu eða Bandaríkjunum í sautján ár. Óráðlegt að stýra verðbólgu með krónunni, segir hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. FÍNT VEÐUR Í dag verður víða norðan 3-8 m/s en 5-10 m/s NA- og A-til. Víða bjart með köflum og úrkomulaust en fer að þykkna upp norðan til í kvöld. Hiti á bilinu 10-18 stig, hlýjast til landsins SV-til. VEÐUR 4 12 12 12 14 15 18 AUSTURLAND Heill heimur ævintýra SÉRBLAÐ UM AUSTURLAND FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG SKIPULAGSMÁL Borgarráð hefur, að tillögu borgarstjóra, samþykkt að gefa knattspyrnufélaginu Víkingi fyrirheit um stækkun athafna- svæðis þess. Á lóðinni sem félagið fær stendur nú Gróðrarstöðin Mörk. Síðar verður samið um greiðslu fyrir svæðið. Núverandi svæði Víkings er um 53 þúsund fermetrar, en fyrir- hugað svæði, sem er að Stjörnu- gróf 18, er 19.415 fermetrar að stærð. „Hér er í raun verið að gefa viljayfirlýsingu um að sú stefna sem borgin hefur haft um langa hríð, að svæði Víkings stækki til suðurs, verði að veruleika,“ segir Ólafur F. Magnússon borgastjóri. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að eigendur Markar séu ósáttir við málið, ekki síst það að hafa litla aðkomu haft að málinu. „Við munum að sjálfsögðu aðstoða við að finna nýtt svæði undir starfsemi stöðvarinnar. En stórt félag eins og Víkingur, með sína miklu starfsemi, þarf pláss og hlýtur að fá framgang sinna mála,“ segir borgarstjóri. Hann áréttar að leigusamningur gróðrarstöðvarinnar renni út árið 2016. „Við vildum strax gefa fyrir- heit um stefnu okkar í stað þess að bíða þangað til. Víkingur varð 100 ára í vor og við vildum líta yfir stöðu félagsins á þessum tímamót- um og horfa yfir til næstu aldar.“ Eigendur Gróðrarstöðvarinnar Markar vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu. -kóp Knattspyrnufélagið Víkingur fær veglega 100 ára afmælisgjöf: Víkingur fær svæði Markar SNERT HÖRPU MÍNA HIMINBORNA DÍS Sólveig Thoroddsen, sem einnig er þekkt sem Únettinn Harpa, töfraði fram fagra tóna fyrir gesti og gangandi í Alþingisgarðinum í gærdag. Vart er hægt að hugsa sér meira viðeigandi undirspil fyrir sólríka sumardaga, en veðrið hefur leikið við borgarbúa stærstan hluta sumars. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁSTRALÍA, AP Ástralskur dómstóll hefur úrskurðað að lög sem lögðu sektir við því að „angra“ kaþólikka á kaþólskri ung- mennahátíð væru ólögmæt, enda ósamrýmanleg tjáningarfrelsis- ákvæði áströlsku stjórnarskrár- innar. Benedikt páfi sextándi sækir hátíðina ásamt um tvö hundruð þúsund pílagrímum hvaðanæva úr heiminum. Mótmælendur hyggjast mótmæla stefnu kirkjunnar gegn getnaðarvörn- um og fóstureyðingum, meðal annars með því að dreifa smokkum á hátíðinni. - gh Áströlsk lög ólögmæt: Mega angra kaþólikka

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.