Fréttablaðið - 20.07.2008, Page 1

Fréttablaðið - 20.07.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 20. júlí 2008 — 196. tölublað — 8. árgangur Landamæri í kringum lífið JENNY DOWNHAM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN MEÐ BÓK SINNI ÁÐUR EN ÉG DEY 16 RITHÖFUNDURINN OG ODDVITINN Óttar M. Norðfjörð og Guðríður Arnardóttir vita ekki mikið um hvort annað en eru sammála um að evran sé málið. Óttar og Guðríður settust á rökstóla. RÖKSTÓLAR 12 Þúsundir titla í boði á ótrúlegum verðum OPIÐ 11 - 19 ALLA DAGA VIKUNNAR UMHVERFISMÁL Á hverri viku fara fjörutíu gámar fullir af dagblöðum, tímaritum og sléttum pappír frá Sundahöfn til Gautaborgar á vegum Sorpu. Byggða- samlagið er stærsti útflytjandi til Svíþjóðar, en þar er pappírinn endurunninn og notaður í frekari framleiðslu. „Úrgangsmálin hafa breyst þannig undanfarið að við lítum mun meira á sorp sem afurð en úrgang,“ segir Ragna I. Halldórsdóttir hjá Sorpu. „Umhverfis- vitund fólks hefur aukist mjög á síðustu árum og hráefnið frá okkur er eftirsótt. Það er tiltölulega hreint og lítið um að fólk blandi öðru saman við pappírinn.“ Ragna segir að síðast þegar mælt var hafi um fjörutíu prósent af dagblöðum komið inn til endur- vinnslu. „Við hvetjum almenning til frekari skila. Þá njótum við oft góðs samstarfs við félagasamtök og fyrirtæki; til dæmis við Fréttablaðið þegar kemur að Blaðberanum,“ segir Ragna og vísar þar til söfnunar- tösku sem Fréttablaðið hefur dreift til að auðvelda fólki að skila blöðunum til endurvinnslu. Hér á landi eru endurunnin um 82 prósent af plast- og álflöskum og -dósum. Ef til dæmis Banda- ríkjamenn næðu því hlutfalli mætti loka nokkrum álverum, því mun hagkvæmara er að endurvinna ál en frumvinna. - kóp / sjá síðu 14 Íslenskt sorp er eftirsótt hráefni til endurvinnslu í útlöndum: Sorpa gríðarstór útflytjandi Matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]Júlí 2008 SAMKOMUSTAÐUR SÆLKERA N HUNDURINN LÍ Valentína Björnsdóttir Kjötsúpa fyrir krakkaNanna Rögnvaldardóttir skrifar Neyðaráætlun í farteskinu Eldað uppi á fjöllumGlóðarsteikt lúða og gómsætt meðlæti FYLGIR Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÚRVALS ÚTSÝNI Um tuttugu starfsmenn Ístaks hafa síðan í vor unnið við viðgerðir á turni Hallgrímskirkju. Turninn, sem er 75 metra hár, var illa farinn af steypuskemmdum og er verkið með viðameiri viðgerðarframkvæmdum sem ráðist hefur verið í hér á landi. Verkið hefur gengið vel, enda veðurskilyrði góð upp á síðkastið. Áætlað er að verkið taki um það bil eitt ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞYKKNAR UPP Í dag verða suðlægar áttir, 3-8 m/s. Léttskýjað norðaustan og austan til en þykknar smám saman upp sunnan til og vestan með rigning þar í kvöld. Hiti 10-20 stig, hlýjast norðaustan til. VEÐUR 4 14 13 18 19 17 20 SAMGÖNGUR Í haust verður akstur á nítján akstursleiðum Strætó bs. boðinn út. Útboðið tekur til átta ára og er heildarvirði samningsins metið nálægt tíu milljörðum króna. Er þetta með stærri útboðum hins opinbera hér á landi. Verkefnið er útboðs- skylt á Evrópska efnahagssvæðinu. Borgarráð samþykkti útboðið á fundi sínum á fimmtudag og þar með hafa öll sjö sveitarfélög byggðasamlagsins gert svo. Einkaaðilar hafa ávallt séð um hluta aksturs Strætó, því þegar byggðasamlagið var stofnað rann saman rekstur Strætisvagna Reykjavíkur (SVR) og Almennisvagna, sem önnuðust akstur í nágranna sveitarfélögum. Leiðakerfi Strætó hefur tekið miklum breytingum frá stofnun félagsins en hefur í grófum dráttum verið þannig að gömlu SVR- leiðirnar voru á hendi Strætó. Ármann Kr. Ólafsson, stjórnarformaður Strætó, segir að eftir útboðið muni einka- aðilar sjá um ríflega fimmtíu prósent af akstri fyrirtækisins. Hann segist persónu- lega telja að bjóða ætti allan aksturinn út. Kostnaður við hvern kílómetra sé lægri á þeim leiðum sem einkaaðilar sjái um en hinum. „Sjálfur tel ég skynsamlegast að bjóða allan aksturinn út. Ég sé ekki að það sé hlutverk sveitarfélaga að reka fyrirtæki sem sér um almenningsakstur. Þetta hefur verið rætt innan stjórnarinnar en það er ljóst að ekki er pólitískur vilji nú fyrir því að stíga það skref til fulls,“ segir Ármann. Hann undirstrikar að starfsfólki verði ekki fækkað við útboðið. Svandís Svavarsdóttir, sem sat í stjórn Strætó í tíð 100 daga meirihlutans í Reykja- vík, segir að með útboðinu sé ljóst að enn eitt skrefið í átt til einkavæðingar sé stigið. „Það ber allt að sama brunni hjá meirihlut- anum í Reykjavík og hér er verið að einka- væða almannaþjónustu. Þá eru loforð um samráð við starfsfólk að engu höfð, en því hafði verið lofað að ekki yrði gengið til breytinga nema í samráði við það,“ segir Svandís. Hörður Gíslason, aðstoðarframkvæmda- stjóri Strætó, segir málið ekki hafa verið kynnt starfsfólki, enda eigi stjórn Strætó eftir að samþykkja útboðið. - kóp Strætó býður aksturinn út Strætó mun bjóða ríflega helming aksturs síns út í haust. Stjórnarformaður Strætó segist vilja bjóða út all- an akstur en fyrir því sé ekki pólitískur vilji. Heildarverðmæti útboðsins er nálægt tíu milljörðum króna. VERÐMÆTI Mikil verðmæti eru falin í úrgangi sem fellur til á íslenskum heimilum, til að mynda í áldósum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁSTRALÍA Benedikt XVI páfi bað í gær öll þau fórnarlömb sem orðið hafa fyrir kynferðislegri misnotkun af hendi kaþólskra presta í Ástralíu afsökunar. Hann lýsti því yfir að rétta ætti yfir hinum seku. Páfi, sem er í opinberri heimsókn í landinu, hefur ekki áður tekið jafn djúpt í árinni þegar kemur að glæpum af þessu tagi. Í apríl hitti hann fórnarlömb í Bandaríkjun- um, en ekki er ljóst hvort svo verður nú. „Ég er miður mín yfir þeirri þjáningu sem fórnarlömbin hafa upplifað. Þessar misgjörðir, sem eru algjört brot á trúnaðartrausti, verðskulda skilyrðislausa fordæmingu. Rétta verður yfir þeim sem bera ábyrgð á þessari illsku,“ sagði páfi í messu í gær. Margir áhrifamenn kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu voru viðstaddir. - kóp Páfi um barnaníð presta: Biður fórnar- lömb afsökunar BENEDIKT XVI PÁFI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.