Fréttablaðið - 20.07.2008, Page 4
4 20. júlí 2008 SUNNUDAGUR
GENGIÐ 18.07.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
16,4258
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
79 79,38
157,69 158,45
125,22 125,92
16,79 16,888
15,545 15,637
13,218 13,296
0,7408 0,7452
129,1 129,86
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Tilvalið í ferðalagið
Án viðbætts salts!Án viðbætts sykurs!
Kjarngóð næring í þægilegum umbúðum barnamatur.is
IRAK, AP Gordon Brown, forsætis-
ráðherra Bretlands, segir að
verið sé að
vinna að
áætlun um
fækkun
hermanna í
Írak, en
óákveðið sé
hvenær hinir
4.000 bresku
hermenn sem
enn dvelja í
landinu verði
kallaðir heim. Brown heimsótti
Írak í gær.
Hermennirnir, sem flestir eru
fyrir utan borgina Basra, taka nú
lítinn þátt í hernaðaraðgerðum
og sinna aðallega þjálfun íraskra
öryggissveita.
Brown segir mikinn árangur
hafa náðst í Írak, árásum hafi
fækkað til muna og efnahagsleg
uppbygging sé nú hafin víða um
landið. - ag
Brown heimsækir Írak:
Heimkvaðning
í vinnslu
GORDON BROWN
STJÓRNMÁL „Að sjálfsögðu mun ég
verða við ósk Steingríms um fund,“
segir Bjarni Benediktsson,
formaður
utanríkismála-
nefndar.
Steingrímur J.
Sigfússon,
þingmaður
Vinstri grænna,
hefur óskað
eftir fundi með
nefndinni vegna
meintra
misvísandi
upplýsinga um eignarhald á
mannvirkjum á og við Keflavíkur-
flugvöll.
Bjarni segist ekki ætla að draga
lappirnar með fundinn, en segir að
samkvæmt reglum séu ekki haldnir
fundir í júlí nema brýna nauðsyn
beri til. „Ég hef óskað eftir því við
ráðuneytið að teknar verði saman
upplýsingar til undir búnings
fundinum. Hann gæti þó ekki orðið
fyrr en eftir verslunar mannahelgi,“
segir Bjarni. - kg
Utanríkismálanefnd Alþingis:
Óskar gagna
um mannvirki
BJARNI
BENEDIKTSSON
MIÐBÆRINN Ólafur F. Magnússon
borgarstjóri fagnar því að Listahá-
skólinn „með sína miklu starfsemi
og mannauð komi í miðborgina“.
Borgaryfirvöld vilji sjá kröftugt
mannlíf blómstra í sátt við sögu
miðborgarinnar og götumynd
Laugavegarins.
Borgarstjóri minnir þó á að til-
löguna að nýjum Listaháskóla við
Laugaveg eigi eftir að leggja fyrir
skipulagsráð borgarinnar. Hann
hvetur menn því til að „gefa sér
ekki of mikið fyrir fram“.
Á fimmtudag var kynnt tillaga
+Arkitekta að nýbyggingu Samson
Properties og gerir hún ráð fyrir
því að öll gömlu timburhúsin á
reitnum hverfi, utan eitt.
Í málefna-
samningi núver-
andi meirihluta
borgarstjórnar
stendur hins
vegar að leitað
verði leiða til að
„varðveita 19.
aldar götumynd
Laugavegarins
og miðborgar-
innar eins og
kostur er“.
Ólafur segist „viss um að hægt
verði að samræma þarfir Listahá-
skólans við vilja borgaryfirvalda
um verndun götumyndar“. Stefna
meirihlutans sé mjög skýr.
„Við höfum haldið uppi öflugri
húsverndarstefnu og lagt meginá-
herslu á uppbyggingu á baklóðum,
líkt og á Laugavegi 4 og 6,“ segir
hann.
Hann efast ekki um að það takist
að ná góðri sátt um þetta: „Við
ætlum að leysa vandamálin í mið-
borginni, en ekki búa þau til.“
Sumar aðrar tillögur sem kynnt-
ar hafa verið gera ráð fyrir að öll
gömlu húsin standi en að skólinn
sjálfur verði hærri.
„En það er enginn að tala um
háhýsi þarna. Skipulagsyfirvöld
hafa unnið markvisst gegn því að
háhýsi rísi á þessu svæði og slík
umræða hefur verið þýðingarlaus
gagnvart núverandi meirihluta,“
segir Ólafur. Hann minnir á að eitt
af hans meginstefnumálum sé að
ekki verði leyft að eyðileggja mið-
borgina. Reykvíkingar muni bera
gæfu til að eiga áfram svokallaðan
gamlan borgarhluta.
Spurður hvort húsin standi þá
áfram segir Ólafur að heppileg-
ast sé að „vera ekki með mjög
bindandi yfirlýsingar á þessu stigi
málsins“. Húsverndarstefna
gangi ekki út á það eitt að hreyfa
ekki við gömlum húsum. Megin-
atriðið sé varðveisla götumyndar
og tíðaranda. klemens@frettabladid.is
Menn gefi sér ekki
of mikið fyrir fram
Borgarstjóri segir skipulagsráð eiga eftir að fjalla um tillögu um nýtt hús Lista-
háskólans í miðborginni. Borgaryfirvöld vilji vernda götumynd Laugarvegar.
TILLAGA AÐ LISTAHÁSKÓLA Þessi tillaga gerir ekki ráð fyrir því að öll timburhúsin
þrjú standi áfram, heldur eitt þeirra. MYND/SAMSON
ÓLAFUR F.
MAGNÚSSON
Vinningstillagan veldur Snorra Frey
Hilmarssyni, formanni Torfusamtak-
anna, vonbrigðum. „Ef menn eru að
leggja mikið á sig til að bjarga gamalli
götumynd neðar á Laugaveginum
væri skrítið að fara að leggja allt í rúst
þarna,“ segir hann.
Forskrift samkeppninnar hafi gefið
fyrirheit um að tekið yrði tillit til götu-
myndar og gamalla húsa. „Þetta stígur
alveg á þær hugmyndir. Listaháskólinn
gefur sig út fyrir að koma niður í bæ til
að taka þátt í bæjarlífinu og vera svo-
lítið bóhem. Manni finnst þá að hann
ætti að koma klæddur eftir tilefninu.
Svo mætir þetta bákn,“ segir Snorri.
ÆTTI AÐ KLÆÐA SIG EFTIR TILEFNINU
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
Helsinki
Eindhofen
Amsterdam
London
Berlín
Frankfurt
Friedrichshafen
París
Basel
Barcelona
Alicante
Algarve
Tenerife
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
19°
19°
18°
20°
19°
23°
19°
19°
19°
24°
21°
26°
20°
26°
27°
30°
29°
25°
Á MORGUN
5-10 m/s víðast hvar.
ÞRIÐJUDAGUR
3-8 m/s.
14
13
13
16 18
13
19
15
17
12
14
4
4
5
3 3
2
4
5
2
6
5
13
11
17
15
12 13
12
15
15
20BREYTINGAR Það eru dálitlar
breytingar í kortun-
um. Hæðarsvæðið
sem var yfi r landinu
í gær er að gefa eftir
og lægðir að taka
völdin. Það þýðir að
það þykknar upp
sunnan og vestan
til í dag og þar má
búast við rigningu
í kvöld. Á morgun
kemur önnur lægð
með vætu mjög
víða síst þó reyndar
á norðaustan og
austan verðu landinu.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
AFGANISTAN, AP Bandaríski
forsetaframbjóðandinn Barack
Obama er nú í kosningaherferð
um Kúvæt og Afganistan. Obama
hélt til Kúvæt í gær þar sem hann
heimsótti aðalherbúðir Banda-
ríkjamanna og hélt síðan til
austurhluta Afganistans áður en
hann fór til höfuðborgarinnar
Kabúl.
Obama segist vilja kynna sér
sjálfur ástandið á svæðunum. Í
heimsóknum sínum svaraði hann
spurningum, sat fyrir á myndum
og spilaði körfubolta við her-
menn.
Heimsókn Obama til Afganist-
ans er hans fyrsta fyrir forseta-
kosningarnar sem fara fram í
nóvember. - ag
Barack Obama á ferðalagi:
Fer um Kúvæt
og Afganistan
MÓTMÆLI Einn var handtekinn við
mótmæli Saving Iceland-hópsins á
lóð Norðuráls í Helguvík í gær.
Honum var gefið að sök að hafa
neitað að sinna tilmælum lögreglu
og segja til nafns.
Tæplega fjörutíu mótmælendur
komu til Helguvíkur klukkan hálf
tíu í gærmorgun. Hlekkjuðu sumir
þeirra sig við vinnuvélar og klif-
ruðu upp í krana. Verkstjórar og
vinnumenn lögðu samstundis niður
vinnu og héldu til búða sinna
skammt frá. Fjórtán lögreglumenn
voru á svæðinu, og var eina hand-
taka dagsins gerð um klukkan hálf
fjögur síðdegis. Stuttu síðar hófu
mótmælendurnir að tínast á brott.
Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn á Suðurnesjum, segir
örlitlar ryskingar hafa orðið þegar
lögreglumenn ætluðu að losa mót-
mælanda sem hafði hlekkjað sig við
vinnuvél. Einnig hafi allir mótmæl-
endurnir brotið lög með því að neita
að hlýða tilmælum lögreglu þegar
þeim var sagt að yfirgefa svæðið.
Tekin hafi verið niður nöfn allra
mótmælendanna, en ekki hafi þótt
ástæða til að taka fleiri en einn
höndum. Ekki sé ljóst hvort mót-
mælendurnir verði ákærðir.
Snorri Páll Jónsson, meðlimur
Saving Iceland, segir mótmælin
hafa tekist vel og vakið athygli á
málstað þeirra. Mótmælunum var
ætlað að vekja athygli á eyðilegg-
ingu jarðhitasvæða á suðvestur-
horni landsins og mannréttinda- og
umhverfisbrotum Century Alu-
minum í Afríku og á Jamaíku.
Hópurinn stendur fyrir Þjórsár-
göngu á hádegi í dag, sunnudag. - kg
Meðlimir Saving Iceland mótmæltu á lóð Norðuráls í Helguvík í gær:
Mótmælandi handtekinn
MÓTMÆLI Meðlimir Saving Iceland
hlekkjuðu sig við vinnuvélar og klifruðu
upp í krana. MYND/VÍKURFRÉTTIR
STJÓRNSÝSLA Bílafríðindi lík þeim
sem fyrrverandi forstjóri
Orkuveitunnar, Guðmundur
Þóroddsson, naut gilda ekki um
starfandi forstjóra.
Hjörleifur B. Kvaran forstjóri
segir marga starfsmenn fyrir-
tækisins njóta bílafríðinda,
ýmist að fullu eða til takmark-
aðra nota.Sjálfur aki hann sama
bílnum og hann hafi fengið til
afnota þegar hann var fram-
kvæmdastjóri lögfræðisviðs
Orkuveitunnar.
Fram hefur komið að Guð-
mundur hefur til umráða jeppa
sem kostar nýr um sjö milljónir.
- kóþ
Orkuveita Reykjavíkur:
Guðmundur á
dýrasta bílnum
KJARNORKA Samningamenn Írans
og hóps stórvelda og alþjóða-
stofnana ákváðu í gær að ræðast
frekar við um kjarnorkuáætlun
Írana eftir tvær vikur.
Fundað var í Genf í gær.
Samkvæmt Javier Solana,
utanríkismálastjóra Evrópusam-
bandsins, gáfu Íranar engin skýr
svör við tilboði um ýmsar
tilslakanir á refsiaðgerðum gegn
ríkinu, gegn því að Íranar hætti
að auðga úran.
Fyrir fundinn hafði fulltrúi
Írans sagt að ekki kæmi til greina
að hætta að auðga úran. Dró það
nokkuð úr miklum væntingum
sem menn höfðu haft um árangur
af fundinum fyrir fram. - kg
Kjarnorkuáætlun Íran:
Íranar svöruðu
ekki tilboði