Fréttablaðið - 20.07.2008, Side 27

Fréttablaðið - 20.07.2008, Side 27
ATVINNA SUNNUDAGUR 20. júlí 2008 115 Velferðasvið Seljahlíð heimili aldraðra óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður: Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Starfsmaður óskast í heimaþjónustu og aðstoð við sjúkraþjálfun, um er að ræða 80 % starf, vinnutími virka daga kl: 8 - 14.30. Aðstoð við sjúkraþjálfun fer fram milli kl: 10 - 12. Helstu verkefni og ábyrgð; • almenn heimilisþrif í vistarverum íbúa • stuðningur í daglegu lífi til sjálfstæðrar búsetu • aðstoð við sjúkraþjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara Hæfniskröfur; • lipurð í mannlegum samskiptum • íslenskukunnátta skilyrði • sveigjanleiki og samviskusemi Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Efl ingar. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst nk. Umsækjandi þarf að geta hafi ð störf eigi síðar en 1. september 2008. Allar nánari upplýsingar veita Hlíf Hjálmarsdóttir eða Ólöf J. Stefánsdóttir virka daga milli kl: 10 og 15 í síma 540-2400 eða á staðnum Hjallaseli 55. Starfsmann í eldhús/borðstofu í 70 % starf, vaktavinna, unnið er kl: 8 - 16, sjö vaktir á hálfum mánuði. Viðkomandi þarf að geta hafi ð störf í ágúst. Helstu verkefni • framreiðsla á málsverðum • frágangur og uppþvottur Hæfniskröfur • íslenskukunnátta nauðsynleg • lipurð í mannlegum samskiptum • reynsla af skyldum störfum æskileg • sveigjanleiki og samviskusemi Laun skv. kjarasamningi Efl ingar og Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst nk. Allar nánari upplýsingar veitir Björn Ólafsson matreiðslu- meistari virka daga milli kl: 10 og 14 í síma 540-2400 eða á staðnum Hjallaseli 55, 109 Reykjavík. Í Seljahlíð heimili aldraðra eru þjónustuíbúðir og lítil hjúkru- nardeild með heimilislegum anda, starf með öldruðum krefst nærgætni og hæfni í mannlegum samskiptum, lögð er áhersla á að styðja við sjálfsbjargargetu íbúanna. Vilt þú slást í hópinn? Ég er 22 ára kona með hreyfi hömlun sem óska eftir aðstoðarmanneskju til starfa frá og með 1. september. Ég þarf á að aðstoð að halda við fl estar athafnir daglegs lífs, m.a. við hreinlæti, klæðnað, keyrslu, tiltekt, vinnu og skóla. Markmið aðstoðarmanneskju er að stuðla að tækifærum mínum til þátttöku í eigin lífi og að viðhalda og auka lífsgæði mín. Hjá mér starfa fjórar ungar konur sem aðstoða mig við það sem hver dagur ber í skauti sér. Fjölbreytni einkennir starfi ð því enginn dagur er eins hjá mér, frekar en hjá þér. Inn í þennan góða hóp getur þú komið sterk til leiks – því með þér hef ég kost á að lifa með reisn. Umsækjandi þarf að vera á aldrinum 20-30 ára, reyklaus og með bílpróf. Jákvæðni, sveigjanleiki og virðing er lykillinn að farsæld í okkar samstarfi og vilji til að auka þekkingu og leggja sig fram að metnaði við alla þætti starfsins. Fyrirspurnir, umsóknir og ferilskrár berist á netfangið freyja@forrettindi.is. Ráðningardagsetning: Í síðasta lagi 1. september Vinnutímabil: Framtíðarstarf Vinnuhlutfall: 50% eða 100% Laun: Góð laun í boði. Starfsmaður óskast á víraverkstæði Ísfell ehf. rekur alhliða veiðarfæraþjónustu með útgerðar-, rekstrar- og björgunarvörur ásamt rekstri neta- og víraverkstæða. Nánari upplýsingar er að fi nna á heimasíðu félagsins www.isfell.is Starfsstöðin Ísnet Hafnarfjörður að Óseyrarbraut 28 óskar eftir starfsmanni vönum almennri víravinnu og netagerð. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 1.ágúst næstkomandi Umsóknir óskast sendar á netfangið oddgeir@isfell.is eða hafa samband við Oddgeir Oddgeirsson rekstrarstjóra í s. 5 200 545 eða 660 8848.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.