Fréttablaðið - 20.07.2008, Page 36

Fréttablaðið - 20.07.2008, Page 36
8 matur Í E L D H Ú S K R Ó K N U M EPLASKERA er þægilegt að hafa með ætli menn að gæða sér á gómsætum eplum á ferðalaginu. Þessi fæst í IKEA og kostar 295 krónur. PLASTBOX henta vel undir matvæli. Þessi fást í IKEA á 495 krónur stykkið. LÉTT OG LITRÍK PLASTÁHÖLD eru góð í ferðalagið. Þessi fást í Húsasmiðjunni og kosta frá 89 krónum. BORÐ eru handhæg í tjaldútileguna. Þetta tjaldborðs- og bekkjasett kostar 8.990 kr. í Húsasmiðjunni. Halla Hauksdóttir, verkefnisstjóri líf-sýna safns á rannsóknasviði Landspít-alans, hefur ferðast mikið innanlands í gegnum árin. Hún fékk fljótlega leið á hefð- bundnum ferðamat og fór í framhaldi af því að hugleiða hvernig hægt væri að hafa hann fjölbreyttari. „Ég fór að prófa mig áfram með fisk, súpur og grænmetis- rétti. Fiskur er kannski ekki það sem flestir taka með sér á fjöll en það eru ýmsir möguleikar fyrir hendi við að elda hann. Til dæmis er hægt að marenera fisk og nota hann í fiski- súpu.“ Halla segir algengan misskilningur að flókið sé að gera góðan ferðamat. Ekki þurfi heldur flottustu og dýrustu græj- urnar til að matreiða góða og fjölbreytta rétti. „Aðalatriðið er að ákveða fyrirfram hvað eigi að vera í mat- inn. Síðan er gott að kíkja hvað er til inni í frysti og taka það með í kæliboxi. Ef réttir eru frystir þá er hægt að nýta þá uppi á fjöllum eftir nokkra daga. Þangað til halda þeir öðru köldu ofan í box- inu. Yfirleitt þarf bara að hita matinn upp.“ - mmr Eldað á fjöllum Listakokkurinn Halla Hauksdóttir kann uppskriftir að alls kyns góðum og fjöl- breyttum ferðamat. Meðal annars að ljúffengri lúðu sem hittir alltaf í mark. Halla Hauksdóttir er þaulvanur útilegukokkur og höfundur bókarinnar Veisluréttir ferðalangsins. LÚÐA Á TEINI UNDIRBÚIN HEIMA OG ELDUÐ Á ÁFANGASTAÐ fyrir 4 Flottur og einfaldur réttur sem hægt er að matreiða á ferðalögum. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N BOX 1 800 g stórlúða eða annar þéttur fiskur í um það bil 2 cm bitum KRYDDLÖGUR ½ dl sítrónusafi 1 dl olía 1 hvítlauksrif marið 1 tsk. paprika 1 tsk. sítrónupipar 1 tsk. salt nýmalaður pipar BOX 2 1 rauð papríka, skorin í hæfilega bita fyrir grillspjót 2 stórar gulrætur, skornar í sneiðar (má forsjóða í nokkrar mínútur) 1 laukur forsoðinn í 5 mínútur, skorinn í báta Blandið kryddlegi saman og hellið yfir fiskbita heima. Geymið í plastboxi með þéttu loki. Þræðið svo fisk og grænmeti á teina og glóðar- steikið þegar á áfangastað er komið, þar til fiskur er rétt steiktur í gegn. Berið fram með hrísgrjónum og fersku salati á öðrum degi. S Sumar og sól Brauðbær • Hótel Óðinsvé • Þórsgata 1 • odinsve@odinsve.is • odinsve.is Við gerum veisluna þína Brauðbær sérhæfir sig í dönsku smurbrauði og pinnamat. 40 ára reynsla og fagmennska tryggir gæði veisluþjónustu okkar – vertu viss um að fá fyrsta flokks veitingar í veisluna þína. Pöntunarsími 552 0490 eða 511 6200 F í t o n / S Í A Borðapantanir 551-2344 Vesturgötu 3b www.tapas.is tapas@tapas.is Gæsanir og steggjanir í góðum höndum. Maturinn, stemmingin og eldhúsið opið lengur!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.