Fréttablaðið - 20.07.2008, Síða 38

Fréttablaðið - 20.07.2008, Síða 38
N A N N A R Ö G N V A L D A R D Ó T T I R S K R I F A R M A T A R H U G L E I Ð I N G A R 10 matur Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar verið er að undirbúa nokkurra daga ferðalag eða vikudvöl í sumar- bústað og þótt vissulega sé hægt að keyra af stað og treysta á að maður fái allt á staðnum er það alls ekki hagkvæmasta eða skynsam legasta leiðin. Einhver versta sumarbústaðar- upplifun mín var fyrir allmörgum árum þegar ég var orðin uppi skroppa með mat eftir nokk- urra daga dvöl og fór í verslun í nágrenninu, sem var sú eina á stóru svæði, að kaupa eitthvað í kvöldmatinn. Þar var nákvæm- lega ekkert til nema forkryddað grillkjöt í nokkrum mismunandi ólystugum útgáfum. Ekkert annað, ekki einu sinni kjötfars – hvað þá nýveiddur silungur úr nálægum vötnum eða eitthvað slíkt. En ekk- ert ókryddað kjöt eða annað fersk- meti. Við völdum skást útlítandi grillkjötið, sem reyndist svo brim- salt og nærri óætt, enda búið að liggja einhverjar vikur í maríner- ingunni. Það geta verið tugir eða hundruð kílómetra í næstu lágvöru- verðs verslun og þótt stundum sé hægt að fá ýmislegt ódýrt, kannski grænmeti eða silung hjá bændum í nágrenninu, þá er um að gera að búa sig vel út að heiman, kaupa sumt áður en haldið er af stað og taka annað með úr eldhúsinu heima, en kaupa auðvitað vörur með stutt geymsluþol nálægt áfangastað, t.d. mjólkurvörur og viðkvæmt grænmeti. Oft eru það smáhlutirnir sem verða dýrastir þegar upp er staðið – kryddið sem öllum finnst ómiss- andi en gleymdist heima og svo þarf að kaupa það háu verði þótt aðeins vanti eina teskeið eða grill sósan sem fæst bara alls ekki í litlu sveitaversluninni og það þarf að kaupa aðra tegund sem engum finnst góð og mun aldrei verða notuð aftur. Þess vegna er um að gera að setja saman mat- seðil fyrir ferðina – ekki endilega nákvæman en það er gott að hafa einhverja hugmynd um hvað á að elda svo að hægt sé að taka með það helsta sem til þarf, það borgar sig. Og ekki gleyma hlutum eins og pipar og salti, sósujafnara, lyftidufti ef á að baka í bústaðnum o.s.frv. Í helgarferð tekur maður bara með ófrosið kjöt eða fisk að heim- an en í lengri ferðum er tilvalið að taka frosið kjöt og láta það þiðna í rólegheitunum í kæliboxinu eða ísskápnum. Ef á að leggja matinn í heimagerðan kryddlög er oft best að blanda hann strax og taka með í krukku þótt ekki eigi að marínera matinn fyrr en síðar – þá þarf ekki að taka með balsamedikið eða hlynsírópið eða annað sem í löginn fer, heldur bara þessa einu krukku. Jógúrtkryddlög eða sósu úr sýrð- um rjóma er aftur á móti best að gera rétt fyrir notkun. Veldu ein- falda rétti með fremur fáum hrá- efnum. Ekki treysta á að þú getir fengið ferskar kryddjurtir, græn- meti sem ekki telst til þess allra algengasta o.þ.h. Já, og ekki gleyma því allra mikil vægasta: Dósaupptakaran- um og tappatogaranum. Ein af ástæðum þess að það getur verið svolítið vandasamt að búa sig út með mat fyrir ferðalagið eða sumarbústaðardvölina er hve íslenska veðrið er óútreiknanlegt. Það er kannski búið að spá sól og blíðu – upplögðu grillveðri – en þegar á hólminn er komið er grenjandi rigning eða norðan- stormur og það er ekki beint freistandi að standa úti og elda grillkjötið. Og hvað er þá til ráða? Jú, það er best að vera við öllu búinn og hafa neyðaráætlun í far- teskinu – gera ráð fyrir því að það sé hægt að gera eitthvað allt annað en grilla hráefnið. Oft þarf litlu sem engu að breyta til að gott sé að elda inni en það er líka hægt að búa til eitthvað allt annað úr nán- ast sama hráefninu. Það sem meira er, þá er oft – alveg burtséð frá veðri – tilvalið að gera mjög ólíka rétti úr næst- um sama hráefni og hafa sama matinn tvo daga í röð án þess að nokkur átti sig á því. Þar með má spara bæði fyrirhöfn og pláss. Hér koma til dæmis tvær fljótlegar og einfaldar uppskriftir að grísalund (upplagt að kaupa frosnar grísa- lundir, þær geymast í nokkra daga í kæliboxinu) þar sem notað er sama kjötið, næstum sama græn- metið – en útkoman er vægast sagt gjörólík. Plan A – það er sól og sumar og þú grillar gómsæta grísalund úti í þeirri guðsgrænu. Berð fram grænmetisblandað kúskús með henni, það þarf bara að hita vatn í það á prímusnum og skera niður grænmeti (en auðvitað má líka sjóða hrísgrjón og blanda græn- metinu saman við þau). GRÍSALUND MEÐ KÚSKÚS OG JÓGÚRTSÓSU 600-700 g grísalund ólífuolía pipar, nýmalaður salt 200 g kúskús 10 cm bútur af blaðlauk (ljós- græni hlutinn) 1 sítróna nokkrir tómatar, vel þroskaðir, saxaðir 100 g blómkál, saxað smátt 100 g spergilkál, saxað smátt (má nota annað grænmeti) 1 lítil dós ananas í bitum salatblöð Hitaðu grillið vel. Skerðu lundina í 2-4 bita; penslaðu þá með olíu og kryddaðu með miklum nýmöluðum pipar (gjarna marglitum) og salti. Grillaðu lundina við meðalhita í 7- 10 mínútur á hvorri hlið, eftir þykkt. Settu kúskúsið í skál og helltu sjóðandi vatni yfir samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Breiddu yfir skálina og láttu standa í um 5 mínútur. Saxaðu blaðlaukinn mjög smátt og hrærðu honum saman við, ásamt sítrónusafa og 2- 3 matskeiðum af ólífuolíu. Kryddaðu með pipar og salti eftir smekk. Blandaðu grænmeti og ananas saman við, ásamt söxuðum salatblöðum. Settu kúskúsið á fat og raðaðu kjötinu ofan á. Berðu fram með jógúrtsósu. JÓGÚRTSÓSA 2 dósir (360 ml) hrein jógúrt örlítið karríduft (eða ögn af satay-sósu) safi úr ananasdós pipar salt Allt hrært vel saman og bragðbætt eftir smekk. Og ef maður stingur kókosmjólkurdós og satay-sósu í birgðakassann og bætir við hrísgrjónapakka, þá er hægt að nota plan-B ef rignir og elda allt saman innandyra – eða á prímusn- um í fortjaldinu: GRÍSALUND Í KÓKOS-KARRÍ- SÓSU MEÐ HRÍSGRJÓNUM 600-700 g grísalund 2 msk. hveiti pipar salt 1 msk. olía 1 lítill blaðlaukur, hreinsaður og smátt saxaður 1 dós kókosmjólk ½-1 dós/krukka satay-sósa 150 g blómkál, skipt í litla kvisti 150 g spergilkál, skipt í litla kvisti 1 lítil dós ananas í bitum e.t.v. sósujafnari soðin hrísgrjón, salatblöð, sítróna Skerðu lundina í 1-1 ½ cm þykkar sneiðar og veltu þeim upp úr hveiti krydduðu með pipar og salti. Hitaðu olíuna á pönnu og brúnaðu sneiðarnar í um 1 mínútu á hvorri hlið við háan hita. Bættu blað- lauknum á pönnuna, lækkaðu hitann og steiktu í 1-2 mínútur. Helltu þá kókosmjólk og satay- sósu á pönnuna, hrærðu og hitaðu að suðu. Láttu malla í um 5 mínútur. Skerðu blómkál og spergilkál í litla bita og settu á pönnuna ásamt ananasinum. Láttu malla í 5-8 mínútur í viðbót. Bragðbættu með pipar og salti og þykktu sósuna ögn með sósujafn- ara ef þarf. Berðu réttinn fram með soðnum hrísgrjónum, salati og sítrónubátum. Með neyðaráætlun í farangrinum Vegna þess hversu óútreiknanlegt íslenska veðrið getur verið er sniðugt að hafa neyðaráætlun í farteskinu. Gera mjög ólíka rétti úr næstum sama hráefni og hafa sama matinn tvo daga í röð án þess að nokkur átti sig á því. Til dæmis tvær fljótlegar og einfaldar uppskriftir að grísalund, annars vegar með kúskús og jógúrtsósu og hins vegar í kókos-karrísósu með hrísgrjónum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN E N N E M M / S IA / N M 3 4 6 7 4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.