Fréttablaðið - 20.07.2008, Page 49

Fréttablaðið - 20.07.2008, Page 49
SUNNUDAGUR 20. júlí 2008 25 + Bókaðu flug á www.icelandair.is * ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 30 64 0 7 2 0 0 8 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ GOLF Ólöf María Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, er sem stendur í 54.-56. sæti á Opna ítalska BMW-mótinu sem fram fer á Argentario-vellinum í Toscana-héraði á Ítalíu. Hún var talsvert frá sínu besta á þriðja hring keppninnar í gær og náði sér í raun aldrei almennilega á strik og fór hringinn á 78 höggum eða sjö höggum yfir pari vallar- ins. Ólöf hóf leik kl. 05.30 í morgun á lokahringnum en mótið er liður í Evrópumótaröðinni. - óþ Opna ítalska BMW-mótið: Ólöf María náði sér ekki á strik VONBRIGÐI Ólöf María var langt frá sínu besta í gær og fór hringinn á 78 högg- um. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Húsvíkingurinn Guðni Rúnar Helgason hefur náð samkomulagi við forráðamenn Fylkis um að hann rifti samningi sínum við Árbæjarliðið og leiti á önnur mið. Þetta var staðfest í kvöldfrétt- um Stöðvar 2 í gærkvöld. Guðni Rúnar, sem er 32 ára gamall, hefur leikið átta af ellefu leikjum Fylkis í Landsbankadeild- inni í sumar en hann kom til félagsins frá Val fyrir keppnis- tímabilið árið 2004. - óþ Leikmannamál hjá Fylki: Guðni hættur hjá Fylki FARINN Guðni Rúnar Helgason hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Fylkis. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FORMÚLA 1 Bretinn Lewis Hamil- ton á McLaren náði besta tíman- um í tímatökum á Hockenheim- brautinni eftir harða baráttu við Brasilíumanninn Felipe Massa á Ferrari í gærdag. Hamilton er búinn að vera í miklu stuði á Hockenheim-braut- inni og hreinlega farið á kostum á æfingum þar síðustu daga. Það þarf því ekki að koma á óvart að Hamilton hafi náð besta tíman- um í tímatökum í gær og verði fremstur á ráslínu í Þýskalands- kappakstrinum sem fram fer í dag. Massa kom fast á hæla Hamil- ton en þeir eru einmitt jafnir í stigakeppni ökuþóra með 48 stig fyrir kappaksturinn í dag, ásamt reyndar heimsmeistaranum Räikkönen sem náði einungis sjötta besta tímanum í gær. Heikki Kovalainen, liðs- félagi Hamilton hjá McLaren, náði þriðja besta tímanum og því gátu McLaren unað sáttir við sitt í gær en Hamilton varaði þó við því að ekk- ert hefði enn verið unnið. „Ég er auðvitað ánægð- ur með að vera fremst- ur á ráslínu en ég hins vegar engin stig fyrir það. Ég verð að sýna hvað ég get þegar í keppnina sjálfa er komið. McLaren stefnir að því að taka fyrsta og annað sæti í kapp- akstrinum, það er ósköp einfalt mál,“ sagði hinn 23 ára gamli Hamilton og hélt áfram. „Þetta var mjög jöfn barátta í tímatökunni og jafnvel jafnari en ég átti von á, þannig að það eru margir ökumenn sem gera tilkall til sigurs þegar í keppnina er komið,“ sagði Hamilton að lokum. Það var heldur þyngra hljóðið í Räikkönen í gær. „Sjötta sæti er alls ekki viðun- andi árangur en það er enginn heimsendir heldur og ég mun gera allt sem í mínu valdi stend- ur til þess að gera betur þegar í keppnina er komið,“ sagði Räikk- önen, sem kvað Ferrari-liðið hafa lent í vandræðum. „Við erum búnir að vera í smá vandræðum alla helgina en von- andi gengur þetta allt upp að lokum,“ sagði Räikkönen. - óþ McLaren-maðurinn Lewis Hamilton hélt áfram að aka vel í gær og náði besta tímanum í tímatökunni: Lewis Hamilton á ráslínu á Hockenheim KÁTUR Hamilton hefur ríka áherslu til þess að vera ánægður með frammi- stöðu sína í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY YFIRBURÐIR Hamilton er búinn að aka eins sá sem valdið hefur frá því æfing- ar hófust á Hockenheim-brautinni og verður því að teljast líklegur til þess að halda uppteknum hætti þegar í keppnina er komið. NORDIC PHOTOS/GETTY GOLF Gamli refurinn Greg Norman frá Ástralíu heldur sínu striki á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal Birk- dale-vellinum á Bretlandi þessa dagana. Hvíti hákarlinn er efstur fyrir lokahringinn sem fram fer í dag. Reynsla hins 53 ára gamla Norman kom til góðra nota í gær á Royal Birkdale-vellinum þar sem mikill vindur setti strik í reikning- inn og skor kylfinga var eftir því. Aðeins fjórir kylfingar léku á pari í gær en Norman lék á tveimur höggum yfir pari og er því sam- tals á tveimur höggum yfir pari í efsta sætinu fyrir lokadaginn í dag. Padraig Harrington frá Írlandi og KJ Choi frá Suður- Kóreu eru jafnir í 2.-3. sæti á fjór- um höggum yfir pari en Choi var eimitt efstur áður en keppni hófst í gær en hann lék á 75 höggum. Norman getur orðið elsti kylf- ingurinn til þess að vinna Opna breska meistaramótið en hann hefur tvisvar sinnum áður unnið mótið, en í ár eru fimmtán ár frá því hann vann það síðast. „Möguleikinn er vissulega fyrir hendi en það er enn langt í land. Ég er í fínu formi bæði líkamlega og andlega og ég ætla bara að halda áfram á sömu braut og ég hef verði að fylgja hingað til í mót- inu,“ sagði Norman, sem sá ástæðu til þess að hrósa keppinautum sínum. „Padraig er búinn að vera að spila virkilega vel og ég er að sama skapi mjög hrifinn af því sem Choi er búinn að vera að gera,“ sagði Norman. - óþ Lokadagur Opna breska meistaramótsins í golfi fer fram í dag: Greg Norman með forystu REFUR Ævintýri Greg Normans hélt áfram í gær á Opna breska Meistara- mótinu og Ástralinn gamalreyndi er efstur fyrir lokadaginn. NORDIC PHOTOS/GETTY STAÐAN Á OPNA BRESKA Kylfingur högg yfir pari 1. Greg Norman (Ástralía) +2 2.-3. Padraig Harrington (Írland) +4 2.-3. KJ Choi (Suður-Kórea) +4 4. Simon Wakefield (England) +5 5.-8. Ben Curtis (Bandaríkjunum) +7 5.-8. Ross Fisher (Englandi) +7 5.-8. Anthony Kim (Bandaríkj.) +7 5.-8. Alexander Noren (Svíþjóð) +7 TÍMATAKA - HOCKENHEIM Rásröð ökuþóra í Þýskalandi í dag: 1. Lewis Hamilton (McLaren) 2. Felipe Massa (Ferrari) 3. Heikki Kovalainen (McLaren) 4. Jarno Trulli (Toyota) 5. Fernando Alonso (Renault) 6. Kimi Räikkönen (Ferrari) 7. Robert Kubica (BMW Sauber) 8. Mark Webber (RedBull) 9. Sebastian Vettel (Toro Rosso) 10. David Coulthard (RedBull)

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.